Það vakti athygli að hann kaus einungis að fjalla um síðustu ár sín sem framkvæmdastjóra opinbers fyrirtækis og þá staðreynd að lögum var breytt til þess að koma honum úr embætti, eins og hann taldi. Greindi hann frá því að Jesús hefði verið krossfestur og hafður á milli tveggja óbótamanna.
Sjálfur taldi hann sig hafa verið krossfestan á milli tveggja heiðursmanna.
Hefði nú þessi aldni stjórnmálamaður, sem er skáldmæltur eins og nafni hans, sálmaskáld í Biblíunni, hefði hann fremur átt að sækja líkinguna til Lúsífers (ljósberans) sem Guð rak úr Himnaríki. Þar með hefði hann ef til vill komist að kjarna málsins. Þá hefði núverandi forsætisráðherra verið Guð. En sem kunnugt er hefur Lúsífer dregið marga niður í svaðið með sér.
Ef leitað er á Gúgglinu að orðinu Lúsífer kemur upp athyglisverð bloggsíða sem lýsir eðli hans. Þar er m.a. minnst á kænsku, lævísi og jafnvel hefnigirni. En hætt er við að hefndin snúist gegn þeim sem efnir til hennar eins og sendingum galdramana var snúið gegn þeim sjálfum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál | 29.3.2009 | 13:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugvekja, Arnþór, Takk!
Hlédís, 29.3.2009 kl. 16:37
Þú ert enn einn sem misskilur orð Davíðs. Hann var ekki að bera sig saman eða líkja við Krist. Hann var að bera saman sakamennina sem héngu með Kristi á krossinum og þá tvo strangheiðarlegu menn sem negldir voru með Davíð, honum til samlætis
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 16:41
Góður pistill hjá þér Arnþór. Virkilega góð samlíking þarna á ferð.
Marta Gunnarsdóttir, 29.3.2009 kl. 17:13
Gunnar þarf að rifja Biflíuna upp, ef ætlar að hlaupa í öll blogg um ræðu DO ;) Kristur var krossfestur sem brotamaður.
DO er heldur ekki of vel að sér í fræðunum, ef heldur að María hafi fætt barn í jötu, né að Nýja Testamentinu ljúki með krossfestingu.
Hlédís, 29.3.2009 kl. 17:21
Hlustaðir þú á alla ræðuna, Arnþór?
Eða bara úrdrátt úr henni Í fréttum?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 17:41
Hér er ræðan öll: Davíð Oddsson
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 19:42
Arnþór þú ert ruglaður kommakrípi.
Kristjana V Einarsdottir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:16
"Kommi var'ða heillin!"
Hlédís, 30.3.2009 kl. 08:44
Það er náttúrulega dapurlegt, þegar þjóðskörungar eins og Davíð enda ferill sinn á þenan hátt. Að nota samlíkingar úr biblíunni um örlög sín, sem pólítíkus er eitthvað svo rangt. Sennilega er til hugtak um þetta í geðheilsufræðinni. Vonandi finnur maðurinn einhvern frið, en þetta hlýtur að vera erfitt fyrir fjölskyldu og vini hans.
Börkur Hrólfsson, 30.3.2009 kl. 11:06
http://www.dv.is/brennidepill/2009/2/9/stjornmal-veikindi-og-sjuklegt-staerilaeti/
Hér er fróðleg lesning, kannast einhver við einkennin?
Guðmundur Benediktsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:28
„Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis." (Úr ræðu Davíðs, undirstrikun mín)
Myndræn tjáning í ræðu og riti er hluti af menningu okkar og sögu. Biblíusögur eru gjarna notaðar, einnig Íslendingasögur og jafnvel skáldsögur. Ef allir ættu að gjalda þess að nota persónur og atburði úr sögum, þá eru fáir "saklausir".
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.