Oft ratast kjöftugum satt á munn

Leiðarar DV eru stundum óvægnir. Í dag fjallar Reynir Traustason um það sem hann kallar mávahlátur sjálfstæðismanna á laugardaginn var.

Hvernig sem á málið er litið hefur ræða sú, sem aldraður stjórnmálamaður flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, skaðað flokkinn meira en margur hyggur. Viðbrögð áheyrendanna lýstu betur en orð fá lýst firringu þeirra sem virtust skemmta sér einna best. Reynir Traustason kallar það mávahlátur og byggir vafalaust á því að einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins hyggist gleypa hræið af því sem eftir lifir af velsældinni. Ég ætla þeim ekki svo illt. Hins vegar virðist mér iðrunin lítil. Eða er e.t.v. skýringin sú að beiskjan brjótist fram í hlátri að þeim sem hafa staðið sig betur en flokkurin sjálfur?

Eitt er víst. Dómar sögunnar um síðustu ríkisstjórn verða verkleysi þegar mest reið á og úrræðaleysi. Andstæðan er núverandi ríkisstjórn, mikilvirk og að mörgu leyti velvirk. Athafnasemi núverandi stjórnarflokka svíður sjálfstæðismönnum og þess vegna hlæja þeir. Þetta er fremur sorgarhlátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband