Í nafni laganna

Birgir Þór Árnason, fjögurra ára, hefur verið hjá okkur síðan á mánudagskvöld. Hann er í páskafríi.

Í gærmorgun þótti honum amma eitthvað sein að bregðast við óskum sínum og kallaði: "Amma! Komdu hingað undir eins í nafni laganna!"

Í morgun hlustuðu þau amma ´á Pétur og úlfinn. Þótt úlfurinn sé hræðileg skepna hefur hann samt eitthvert aðdráttarafl.

Á sama hljómdiski eru fleiri ævintýri og eitthvað fjallað þar um gamla konu. Spurði ég Birgi þá hvort amma væri gömul kona. Kvað hann nei við því. Hið sama gilti um Gurru ömmu, Guðrúnu Þórðardóttur, húsfreyju á Höfða á Höfðaströnd. En við Friðrik afi vorum gamlir karlar.

Hann sagði þó að langamma væri gömul - hún væri 29 ára.

Í gær fórum við út í fjöruna við Seltjörn. Þar byggðu þau Birgir Þór og amma kastala. Síðan fylgdumst við með því þegar aðfallið máði hann út.

Á meðan kastalinn var byggður tók afi "viðtal við sjóinn," eins og Birgir Þór orðaði það. Er viðtalið tengt við þessa færslu og vona ég að hlustendur fái notið þess. Mælt er með að notuð séu góð heyrnartól.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband