Þjónum alþýðunni

Nú er liðinn hálfur mánuður frá því að ég skrifaði embætti ríkisskattstjóra og vakti athygli á óaðgengiilegri vefsíðu þar sem fólk getur innt af hendi staðgreiðslu skatta. Þar sem ekkert svar hefur borist hyggst ég leita á fund hans og sýna honum hvernig er í pottinn búið gagnvart blindu eða sjónskertu fólki.

Í raun væri það kjörið upplýsingaverkefni fyrir blind eða sjónskert ungmenni að fara svona upplýsingaherferð til þess að sýna hverju hægt er að áorka með tölvutækninni og hvað geti staðið í vegi fyrir því að fólk sem sér ekki fótum sínum forráð fái þrifist í tölvuumhveri nútímans. Ríkið greiðir fyrir rándýran búnað sem á að auðvelda blindu fólki aðgengi að tölvum. Opinberir atvinnuveitendur og forystumenn einkafyrirtækja vita hins vegar ekki hvað auðvelt er að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Kannski ætti ég að taka þetta að mér á eigin spýtur í sumar og hefja trúboðsleiðangur. Ég gæti verið með falinn hljóðnema eða myndavél og gert sjónvarpskvikmynd um efnið. Hér með óska ég eftir samstarfsaðila til nokkurra mánaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband