Einbreittur brotavilji!

Þegar gluggað er í lánabók Kaupþings virðist sem einbeittur brotavilji hafi ráðið eftirsókn þeirra eftir lánum sem drýgstir voru. Þegar ég hóf störf sem sölumaður árið 1970 var mér sagt að gerði verslun, sem ekki væri stór í sniðum, miklar pantanir, væri gjaldþrot líklega yfirvofandi. Hið sama virðist upp á teningnum með einstaklinga og fyrirtæki-félög sem getið er um í áður nefndri lánabók. Ætlunin virðist hafa verið að draga Kaupþing niður í svaðið og það tókst.

Núverandi bankastjóri hefur vafalaust verið einhverjum þeirra til halds og trausts sem sóttust eftir þessum gríðarlegu lánum. Athafnir hans um helgina hafa orðið til þess að vafi hefur vanknað um hæfni hans sem stjórnanda nýs banka með nýjum aðferðum.

Að lokum skal vikið að Karli Wernerssyni. Hann skrifar prýðilega grein í Morgunblaðið í dag. Þar svarar hann ekki þeirri spurningu hvers vegna Milestone blóðmjólkaði Sjóvá svo að þar stendur vart steinn yfir steini. Hafi þar græðgi ekki ráðið mestu virðist flónska, fáfræði eða bíræfni hafa verið helsta ástæðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband