Maraþonhlaupið

Nú er enn hlaupið Maraþonhlaup á vegum menningarnætur (dags). Setur það jafnan skemmtilegan svip á tilveruna því að garparnir hlaupa framhjá Tjarnarbóli 14. Ekki spillti heldur fyrir að þeir bræður, Birgir Þór á 5. ári og Kolbeinn Tumi á öðru ári fylgdust með hlaupurunum af miklum áhuga. Sátu þeir á eldhúsborðinu, en útsýnið er nú prýðilegt þaðan eftir að Iðunnarhúsið hvarf.

Árið 1998 undirbjó ég um þetta leyti þátt fyrir Ríkisútvarpið sem ég kallaði "Úr heimilishljóðmyndasafninu" ef ég man rétt. Birtust þar ýmis hljóðrit. Í tilefni þáttarins hljóðritaði ég Maraþonhlaupið og birti hluta hljóðritsins í þættinum. Ef grannt var hlustað gátu menn heyrt ýmislegt athyglisvert. Jón Sigurðsson tók þátt í skemmtiskokki í hjólastól, einhverjir hlupu með barnakerrur og svo má lengi telja. Í morgun rigndi of mikið til þess að ég nennti að hljóðrita hlaupið. ´Ég stefni þó að því að hljóðrita það í náinni framtíð enda er ég nú mun betur tækjum væddur en fyrir 11 árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband