Sporlatir lögbrjótar

Fjöldi fólks virðir hvorki stæði fatlaðra né friðhelgi gangstétta. Á eiðistorgi var tveimur bifreiðum lagt upp á gangstétt þegar mig bar þar áðan. Lögreglan hefur þar aðsetur og ég hef aldrei vitað til að stuggað væri við þeim ökumönnum sem þannig haga sér. Eiðistorgið og umhverfi þess verkar reyndar á mig eins og ætlast sé til þess að fólk stundi þar hindrunarhlaup. Hætturnar eru á hverju strái og ekki bæta sporlatir lögbrjótar ástandið. Það var því ánægjulegt að lögreglan skyldi taka til hendinni í Reykjavík í gær. Þessir sporlötu lögbrjótar brjóta ekki eingöngu á rétti fatlaðs fólks heldur einnig á þeim sem nota gangstéttir til gönguferða og aka kerrum og barnavögnum.


mbl.is Neitaði að segja til nafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

 Óþolandi þegar mönnum dettur í hug að nota gangstéttir sem bílastæði.Hins vegar er Bílastæðasjóður duglegur að rukka ef menn leggja 5-10 mín of lengi.Löggan mætti taka gangstéttarbófanna sömu tökum og Bílastæðasjóður gerir við þá sem renna út á tíma.

Hörður Halldórsson, 7.10.2009 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband