Síðasta viðtalið - Flosi Ólafsson látinn

Í fréttum Ríkisútvarpsins var greint frá því að flosi Ólafsson, leikari og rithöfundur, væri látinn.

Flosi Ólafsson var orðhagur maður, gott skáld, snjall þýðandi og gamansemi hans var leiftrandi. Kímni sinni hélt hann fram í andlátið.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem dreift var í gær er viðtal Agnesar Bragadóttur við Flosa, en hann dvaldist á sjúkrahúsi eftir að hafa stórslasast í bílslysi. Þrátt fyrir að hann væri sárþjáður og "mölbrotinn" var gamansemin ekki langt undan - sumir hylja æðruleysi sitt og þrautir með glöðum hug.

Flosi setti eftirminnilegan svip á samtíð sína. Hann var áberandi leikari, beinskeyttur gagnrýnandi og einn af snjöllustu útvarpsmönnum sinnar tíðar.

Fjölskyldu Flosa er vottuð einlæg samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband