Hrokafyllsta smáþjóðin

Í gærkvöld barst mér tölvupóstur frá Dr. Emil Bóassyni þar sem hann bendir á athyglisvert blogg um afstöðu Íslendinga til eigin vandamála.

Höfundur bloggsins vitnar þar í viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur í Financial Times frá 7. ágúst síðastliðnum. Þar neitar hún því að Íslendingar haldi að Hollendingar og Bretar hafi gert samsæri gegn þeim í Ice-save-málinu en segir að þjóðin berjist nú harðri baráttu við afleiðingar bankahrunsins sem hafi haft í för með sér ýmis efnahagsleg vandamál.

Höfundur bloggsins telur ákveðins tvískinungs gæta í málflutningi Jóhöðnu. Íslendingar virðist ekki mjög gagnrýnir á þátt sinn í því hvernig fór heldur vilji gjarnan kenna reglum Evrópusambandsins, flóknum flækjusjóðum og ýmsu öðru um það hvernig fór. Jafnframt telja þeir sig hafa verðskuldað þá velgengni sem þeir áttu að fagna á meðan allt lék í lyndi.

Höfundur segist jafnframt ekki efast um að Hollendingar og Bretar hafi beitt Íslendinga þrýstingi í Ice-save-málinu sem hafi einnig gert málið enn verra viðureignar á vettvangi Alþingis. Eftir að hafa lesið viðtalið við Jóhönnu segist höfundur bloggsins skilja þau ummæli Henrys Kissingers um Íslendinga að þeir séu hrokafyllsta smáþjóð sem hann hafi komist í tæri við.

Sjálfum hefur mér fundist afstaða stjórnarandstöðunnar í Icesave-málinu minna óþægilega á afstöðu fólks sem hefur brennt allar brýr að baki sér vegna óreglu eða annarra ástæðna. Þá ver það iðulega sjálft sig með hroka og yfirlæti. Þetta gera mýsnar líka. Takist manni að bjarga mús úr klóm kattarins launar hún einatt lífgjöfina með því að bíta bjargbætt sinn í lófann.

Bloggið má sjá hér:

http://drezner.foreignpolicy.com/posts/2009/08/15/icelands_conspiracy_complex


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Nokkuð til í þessu. Þurfum við ekki að líta í eigin barm, í stað þess að kenna öllum öðrum um?

Jón Halldór Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 11:38

2 identicon

Rétt er að fram komi að höfundur bolggsins sem vitnað er í er ekki venjulegur blaðrari. Höfundurinn er Dr. Daniel W. Drezner prófessor í alþjóðastjórnmálum við Fletcher School of Law and Diplomacy at Tufts University í Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Þessi skóli nýtur virðingar víða og á ýmsum matsstíðum talin meðal hinna fremstu. Nýlega heyrðist sagt að Háskóli Íslands stefndi að því að komasta á lista 100 bestu háskóla í heiminum og þá sagt að hann kæmist ekki á lista yfir 1000 besta. Auðvitað verður að hafa í huga að matsaðferðirnar eru margar og viðmiðin mismunandi. Hér er afrit úr veffræðibóknni Wikipedia um stöðu Tufts á ýmsum matskerfum:

"Rankings

Tufts University's undergraduate school is ranked #28 overall on U.S. News & World Report's 2009-2010 rankings of national universities,[21] #102 in Shanghai Jiao Tong University's 2007 Academic Ranking of World Universities,[22] and #157 in the Times Higher Education 2008 World University Rankings.[23] Tufts is counted among the "Little Ivies" and was named by Newsweek as one of the "25 New Ivies."[24]"

Emil (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sæll, Arnþór. Þeir, sem telja, að hér sé um að ræða grein málsmetandi manns, sem staðfesti sjónarmið Icesave-stjórnar-sinna, en geri sjónarmið stjórnarandstöðunnar ótrúverðug eins og hverjar aðrar kjánalegar samsæriskenningar, ættu að skoða vel setningar eins og þessar í nefndri grein (eftir próf. dr. Daniel W. Drezner):

"Furthermore, Iceland did have help getting into this mess -- reading up, it's clear that EU banking regulations are even more screwed-up than US banking regulations."

Þetta mættu menn líka skoða í tengslum við nýlegar upplýsingar sem komu fram í góðu viðtali Sigrúnar Davíðsdóttur við brezkan háskólamann um nýlega endurskoðunarstaðla Evrópubandalagsins og margra annarra landa, staðla sem stuðluðu að kreppunni! (sjá HÉR: Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir) .

Og þessi setning er einnig athyglisverð hjá Drezner:

"And it wouldn't stun me if the Dutch were putting the screws on Iceland." – Þetta hefur raunar sannazt og má segja verið viðurkennt af fjármálaráherra Hollands nýlega (sbr. HÉR!).

Hver var að tala um, að allar fullyrðingar um samsæri væru bara rugl?!

Grein Drezners kafar samt ekki djúpt í Icesave-málið. Það hefði verið gaman að sjá hann kryfja tilskipun 94/19/EC frá Evrópubandalaginu og skoða í hennar ljósi fullyrðingar um, að íslenzka þjóðin sé skuldbundin til að borga það sem Tryggingasjóðnum var ætlað að borga.

Lesið svo þetta hjá Drezner, sem staðfestir býsna vel það, sem Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur og fleiri á Útvarpi Sögu hafa verið að segja um íslenzku "stjórnmálastéttina" (feitletrun mín):

"Iceland has had its share of bad luck, and until recently had a political class that was by far the most incompetent in the OECD area (and the competition in this arena is admittedly intense)."

Sannarlega hvassyrt og augnaopnandi !

Jón Valur Jensson, 26.10.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband