Fyrr um morguninn tók ég þátt í umræðum sem urðu vegna umsóknar nýrra aðildarfélaga að Öryrkjabandalagi Íslands. Þar sem ég var orðaður við fordóma í þessu máli tel ég nauðsynlegt að skýra skoðanir mínar.
Aðildarfélögum Öryrkjabandalags Íslands hefur fjölgað að mun á undanförnum tveimur áratugum og er það í samræmi við þróun sem orðið hefur á öðrum Norðurlöndum. Félög, sem áður helguðu sig tiltekinni fötlun, hafa í raun klofnað. Þannig er nú daufblinda talin sérstök fötlun og heilalömun einnig. Áður fyrr sá Blindrafélagið um hagsmuni daufblindra og Sjálfsbjörg um hlut þeirra sem eru heilalamaðir.
Í 3. gr. laga ÖBÍ segir:
Í bandalagið geta gengið félagasamtök, sem starfa á landsgrundvelli og hafa það sem aðalverkefni að vinna að málefnum fatlaðra. Hvert félag innan bandalagsins starfar algjörlega sjálfstætt. Inntökubeiðni skal senda stjórn bandalagsins, sem síðan leggur beiðnina fyrir aðalfund þess til afgreiðslu. Í lögum félaganna sem að bandalaginu standa, skal taka skýrt fram tilgang þeirra og hverjir njóti þar réttinda. ...
Vakin er sérstök athygli á þessari málsgrein. Þegar hafin var endurskoðun laga Öryrkjabandalagsins á síðasta áratug lagði ég til að hugað yrði að þessum ákvæðum. Síðasta setningin kom þá inn í lög bandalagsins og var hugsuð til þess að lögð yrði áhersla á réttindi hinna fötluðu og eða aðstandenda þeirra.
Ég taldi á sínum tíma að kveða hefði þurft skýrar að orði í þessu sambandi en ekki var á það fallist. Held ég m.a. að skýringin hafi verið sú að ófatlað fólk í stjórn Öryrkjabandalags Íslands, sem átti hagsmuni sína að verja, hafi haft þar áhrif.
Þegar skoðuð eru lög nokkurra aðildarfélaga bandalagsins kemur í ljós að þau eru öllum opin og engin krafa um að seta í stjórn sé tengd málefnum félaganna eins og t.d. fötlun eða skyldleika við þá sem eiga að vera skjólstæðingar félaganna.
Sum aðildarfélög Öryrkjabandalagsins tóku upp þann ósið á 9. áratugnum að skipa framkvæmdastjóra sína í aðalstjórn bandalagsins þótt þeir hefðu engin tengsl við félögin nema starf sitt, og náðu sumir þeirra jafnvel æðstu embættum án þess að teljast til hóps fatlaðra eða aðstandenda. Tel ég að þetta hafi nokkuð dregið úr slagkrafti Öryrkjabandalags Íslands sem baráttusamtaka og fyrir kom að þetta fólk varð dragbítur á nauðsynlegar aðgerðir sem bandalagið hugðist standa fyrir. Þó er það ekki algilt.
Ég tel að Öryrkjabandalagið sé komið út á hættulega braut með því að setja ekki í lög tiltekin skilyrði um stjórnarsetu og fulltrúa á aðalfundi. Bandalagið færist fjær grasrótinni með þessum hætti. Bandalagið verður því miður stökkpallur óprúttinna einstaklinga til frekari áhrifa í þjóðfélaginu. Þannig hafa störf á vettvangi stjórnar Öryrkjabandalags Íslands jafnvel skilað fólki, sem er hvorki fatlað né fulltrúar félaga sinna vegna skyldleika við fatlað fólk, upp í æðstu stjórnunarstöður innan íslenskrar stjórnsýslu. Bera starfshættir þessara einstaklinga innan stjórnsýslunnar þess jafnvel merki að þar er unnið án heilinda og tilgangurinn einatt látinn helga meðalið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.10.2009 | 13:37 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 319758
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Las ekki allan pistilinn þinn, en sagt get ég þér að ansi margir önduðu léttar þegar niðurstaða formannskjörsins varð ljós! Já, herra Guð, segi ég með þér.
Eygló, 30.10.2009 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.