Löghlýðnir lögmenn hjálpa útrásarvíkingum að flýja land

Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, segir frá því að heimildarmenn þess greini svo frá að lögmenn margra fjármálamanna hafi unnið að því að færa lögheimili þeirra að undanförnu til þess að hvorki sé hægt að stefna þeim til riftunar né setja þá í þrot fyrir íslenskum dómstólum.

Vegna lagaákvæða um varnarþings er staðan þannig í dag að einungis er hægt að fara fram með riftunarmál gagnvart þeim einstaklingum og lögaðilum sem eru með heimilisfesti á Íslandi. Aðrir eru ósnertanlegir eins og er.

Maður nokkur hafði orð á því í dag við undirritaðan að sennilega slyppu stórlaxarnir en smákarlar, eins og Baldur Guðlaugsson, sem einungis væru grunaðir um að hafa hagnast um á annað hundraða milljóna króna, yrðu látnir svara til saka.

Það er margsannað að smáþjófarnir eru gripnir en hinir stórtækustu sleppa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er skítt sama hvort það eru stórkarlar eða smákarlar sem teknir eru.

Bara að sem flestir sem sviku og prettuðu og komu þjóðinni í þessa stöðu, komist undir manna hendur; eins og sagt er, þegar löggjafinn tekur í taumanna.

Hinir nást líka, að lokum.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mér er ekki sama og við að stærstu fjárglæpamennirnir verði lokaðir strax inni og allar þeirra eigur teknar fjárnámi en líklega er það of seint. Kanada býður fólki með pening flýtimeðferð inn til Kanada.  Þeir vilja peningamenn hvaðan sem þeir koma. Kína menn hafa verið duglegastir að nota þessa þjónustu. 

Valdimar Samúelsson, 19.11.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband