Stórþorski fjölgar

Loksins kom góður þorskárgangur, en fréttir herma að árgangurinn frá því í fyrra sé sá stærsti sem mælst hefur síðan stofnmælingar hófust. Nú þurfa allir að leggjast á eitt við að umgangast þessa auðlind með varúð og eyðileggja ekki það sem hægt verður að byggja uppl.

Í þessu sambandi er rétt að geta þess að þær fréttir hafa borist úr Vestmannaeyjum að skortur sé á fólki til síldarverkunar. Hefur jafnvel verið haft á orði að láta einhver skip hætta síldveiðum þar sem ekki sé hægt að vinna allan aflann.

Flosi Ólafsson, leikari, skáld og gagnrýnandi, stundaði sjómennsku á togurum þegar hann var ungur og þekkti því vel til sjómennsku. Hann hafði einstakt lag á að laða fram hið skoplega og fétta það saman við raunveruleikann.

Árið 1963 efndi Ríkisútvarpið til sérstakrar hátíðar- og skemmtidagskrár á sjómannadaginn eins og þá var siður. Þar var Flosi með þáttinn um fyrsta íslenska síldveiðiskipið sem tók aflann inn að framan. Það hét Sigurgapi og var gamall innrásarprammi. Til þess að hægt væri að veiða síldina varð hún að vaða. Þegar komið var að torfunni var framhleranum hleypt niður, skipið fyllt af síld og sjó og vatninu dælt út að aftan. Að vísu sökk Sigurgapi ef ég man rétt í fyrstu tilraun og var því fengið annað skip, Fagurgapi.

Þar sem innrásarprammar eru flatbytnur hafði Fagurgapi þann kost að geta siglt beint upp í fjöru að síldarverksmiðjum sem stóðu og standa allnærri sjávarmáli. Fyrsta tilraunin með Fagurgapa fór auðvitað þannig að skipið brotnaði í spón með brauki og bramli.

Nú er Flosa minnst með ýmsum hætti. Jónas Jónasson útarpaði í gær ágætu samtali sínu við hann og sjónvarpið hefur sýnt brot úr nokkrum áramótaskaupum. Ríkisútvarpið ætti að endurtaka eitthvað af gamanþáttum Flosa. Þótt sumir þeirra standist e.t.v. ekki tímans tönn eru aðrir þó sígildir eins og þátturinn um fyrsta síldeiðiskipið sem tók aflann inn að framan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband