Hverjir verða þjófsnautar? Sjaldheyrð hlið Icesave-málsins

Vangaveltur Hrafns Baldurssonar á Stöðvarfirði, sem irtar eru hér á þessari síðu, eru nokkurs virði þeim sem velta því nú fyrir sér hvort þeir vilji verða þjófsnautar. Bréf Hrafns til hinnar hollensku Önnu hreyfir einnig við þeim sem velta því fyrir sér hvers vegna sumar bankainnistæður voru tryggðar en ekki allar.

Opið bréf til Önnu í Hollandi.

Kæra Anna.

Ég skrifa þér þessar línur til að biðja þig að hafa þjóðina mína afsakaða, í öllu falli þann hluta hennar sem kemur fram í fjölmiðlum fyrir hana. Hefði ég vitað að þú ætlaðir að leggja þessa peninga þína inn í þennan banka og hefði ég vitað hverjir áttu hann og hvernig hann var kynntur hefði ég örugglega varað þig við, fyrirgefðu vina mín. Ég var búinn að hlusta á sölumenn þessarar tegundar þjónustu, halda tölu yfir pólsku og thailensku verkafólki hér, og varð flökurt.

Ég veit nú, að þetta var útibú frá bankanum sem líka hafði útibú til að geyma lítilræði af peningum sem ég "átti". Mér hefði funndist að fyrst hefði átt að skila þér þínum peningum, mér ef eitthvað var eftir. Einfaldlega vegna þess að hér voru peningarnir í notkun, byggt fyrir þá tónlistarhús m.a..

Mér þykir það leitt vina mín hvað margt af ráðaandi fólki á Íslandi er þeirrar skoðunar að það sé annarra að standa þér skil. Það mundi að hluta til sama fólkið og barg innistæðum sínum með neyðarlögunum, innistæðum sem sumar voru þarna vegna sölu þess á fjölskyldufyrirtækjum til eigenda bankanna.

En mig langar til að minna þig, sem ert fróð í heimspólitíkinni, á að í þessu moldviðri er ekki allt sem sýnist. Við sitjum uppi með stjórn sem ekki hentar því kerfi sem heiminum er stjórnað eftir, og við eigum eftir að blæða fyrir þann herkostnað sem lagður er í, til að koma henni frá, ofan á allt hitt. Í þessu ljósi má skoða sjálfshjálparhópinn með enska heitið. Við sem lásum "Skuldagildru" bandaríska lögfræðingsins og blaðamannsins Cheryl Payer eigum að þekkja þetta.

Mér líður eins og ég sé þjófsnautur í þessu máli og það án þess að fá þar nokkru breytt, að vísu með líkum hætti og verið hefur gagnvart þriðja-heiminum á liðnum árum.

Það þarf svo ekki tiltakanlega frjótt ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund orðræðuna hér ef þessum hlutum hefði verið öfugt farið, ég hefði lánað þér peninga til að byggja í Hollandi.

En endilega, komdu í heimsókn meðan gengið er svona og ég skal benda þér á kennileiti þess sem nú hýsir fyrrum sparnaðinn þinn, og skilaðu þökkum mínum til þíns fólks að hlaupa undir bagga og borga þér þetta út, eins þótt ég viti vel að þar hugsuðu þeir nú fyrst og síðast um eigið skinn.

Kveðja, Hrafn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kærasta föður míns er hollensk og átti hún peninga hér hjá íslenskum bönkum sem hún fékk bætt til jafns og Íslenskir ríkisborgarar.  Hún átti líka aura í litlum hollenskum banka sem rúllaði, en fær ekkert greitt þaðan þar sem hún var með heimilisfesti utan Hollands.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.1.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Það er fullsnemmt að fullyrða að íslenskur almenningur sé þjófsnautur, þar sem ekki er búið að upplýsa hvernig bankarnir ráðstöfuðu blekkingarpeningunum sem þeir fengu í Icesave- og Kþ Edge-lánunum eða hvert peningarnir fóru raunverulega. Að því er vonandi unnið hörðum höndum, m.a. með aðstoð Evu Joly, að afhjúpa það.
Eftir því sem þó má ráða af fréttaflutningi virðist mikið hafa farið í glórulaus lán til vildar-viðskiptavina stjórnenda bankanna vegna "fjárfestinga" út um víðan heim og í geymslu í skattaskjólum á fyrrum sjóræningjaeyjum í Suðurhöfum (og ekki síst í mesta skattaskjóli heims að mati Evu Joly, Stóra-Bretlandi, þar sem ríki mikil spilling í ríkisfjármálum undir verndarvæng stjórnmálamanna). Tiltölulega lítið af þessum peningum hafi farið í neysluna hérlendis, heldur til afborgana og endurfjármögnunar hjá bönkunum á sínum erlendu lánum þegar að kreppti með erlent lánsfé 2006.

En, þetta verður vonandi upplýst sem nákvæmlegast fyrr en seinna. Þangað til er ekki réttmætt að væna íslenskan almenning í góðri trú um að vera þjófsnaut óprúttinna fyrrum bankastjórnenda.

Auk þess hefðu íslensku bankarnir ekki getað framkvæmt fjárglæfra sína ef ekki hefði komið til lánsfé til þeirra frá erlendum bönkum. Spyrja má hvers vegna þeir héldu áfram að lána íslensku bönkunum þegar þeim mátti fyrir löngu vera ljóst orðið að skuldsetning þeirra var orðin margföld á við greiðslugetu þeirra.
Væri því nær að halda því fram að hinir gæfulausu snillingar í stjórnunarliði íslensku einkabankanna hafi verið fórnarlömb og syndaselir erlendu bankanna sem með þeim hætti hafa e.t.v. getað "látið" vænt töpuð útlán sín daga uppi hjá íslensku bönkunum fremur en beint hjá sjálfum sér. Í því sambandi væri fróðlegt að fá upplýst að hvaða leyti lán íslensku bankanna til erlendrar starfsemi fóru til aðila sem annars hefðu verið viðskiptavinir hinna sömu erlendu banka. Eva Joly og sérstakur saksóknari Íslands eru væntanlega og vonandi að kanna þetta meðal annarra mála um hvað varð af peningunum sem íslensku bankarnir ráðstöfuðu.

Kristinn Snævar Jónsson, 3.1.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband