Sýningu Möguleikhússins á einleiknum Eldklerkinum hefur
nokkuð borið á góma að undanförnu á síðum dagblaðanna tveggja auk netheima.
Undrun margra vakti leikdómur Hlínar Agnarsdóttur sem fór ómildum orðum um
sitthvað í sýningunni.
Suðursalur Hallgrímskirkju var fullsetinn á sýningu
Möguleikhússins sunnudaginn 17. Þessa mánaðar. Pétur Eggerz var alla tíð einn á
sviðinu. Leikmyndin var einföld og menn urðu að láta ímyndunaraflið um að skoða
sitthvað sem gerðist á sviðinu. Dauf hljóðmynd studdi sum atriðin og leikræn
tjáning leikarans, sem ef til vill er ekki lengur á léttasta skeiði", skilaði
áhorfendum ýmsu sem sagan bjó yfir.
Undirrituðum þótti saga Jóns Steingrímssonar einkar vel
sögð. Jafnvægið var gott á milli tímabila frásagnarinnar, en einleiknum má
skipta í fjögur tímaskeið: Árin fram að 1755, búskaparár Jóns í Mýrdalnum,
búsetuna að Prestbakka og eldinn og að lokum afleiðingar eldsumbrotanna. Fáu
var ofaukið og enn færra skorti til þess að sýningin yrði heilsteypt, enda var
greinilegt að Pétur lagði alla sína orku og anda í leikinn, sem er heilsteypt
listaverk.
Framsögnin var yfirleitt prýðileg. Þó hefði mátt betur
hyggja að flutningi þeirra kvæðabrota, sem farið var með á sviðinu. Leikurum
hættir um of til að flytja kvæði eins og samtal og skortir þá talsvert á
hrynjandi kveðskaparins. En þetta eru smávægileg lýti sem auðvelt er að laga.
Pétri er óskað til hamingju með þennan leiksigur. Hann er nú
með þann þroska reynds leikara að honum lætur vel að túlka ýmis aldurskeið,
enda fór honum það vel úr hendi. Því verður hiklaust haldið fram að
eldklerkurin sé með bestu einleikjum, sem sést hafa á sviði hér á landi að
undanförnu.
Menning og listir | 18.11.2013 | 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um daginn var greint frá fyrstu háskólaritgerð á blindraletri, sem skilað hefði verið hér á landi. Leiðrétting var send til fréttastofunnar að fyrstu ritgerðinni á blindraletri hefði verið skilað við Háskóla Íslands árið 1978. Fréttastofan hefur ekki séð ástæðu til að leiðrétta þetta.
Laugardaginn 19. október var greint frá formannaskiptum á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands. Sagt var að atkvæðisrétt hefðu haft allir formenn bandalagsins, en samtals voru greidd tæplega 100 atkvæði á fundinum. Nú eru aðildarfélögin 37. Hvernig stenst þessi frétt? Hvert aðildarfélag sendir þrjá fulltrúa á aðalfund bandalagsins og er því nær að áætla að fundinn hafi ekki setið allir kjörnir fulltrúar, en kosningaréttur er ekki einskorðað eingöngu við formennina.
Þriðja dæmið er afleitt. Í fréttum dagsins í dag, 20. október, hefur Kári gylfason, fréttamaður, tönnlast á Djei Pí Morgan. Hvers vegna les hann ekki skammstöfunina J. P. á íslensku? Hvernig myndi hann lesa þýsku skammstöfunina BMV eða FW?
Það er ekki einungis hroðvirknin sem ræður ríkjum, heldur virðist hluti fréttamanna taka virkan þátt í þeirri aðför að íslenskri tungu sem nú á sér víða stað. Eitt dæmið í hádegisfréttum var eignarfall orðsins bygging. Í frétt var a.m.k. tvítekið eignarfallið byggingu.
Guð varðveiti íslenska tungu og Fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Stjórnmál og samfélag | 20.10.2013 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 27.9.2013 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á þessum síðum hefur komið fram að flest íslensk smáforrit fyrir Android-síma og spjaldtölvur séu óaðgengileg blindu og sjónskertu fólki. Er því sjálfsagt um að kenna að ekki hefur verið vakin athygli á nauðsyn þess að gætt sé að þessum þætti við hönnun forrita.
Á bak við smíði flestra smáforrita, sem er að finna á íslensku, er fyrirtækið Stokkur í Hafnarfirði. Hér er enn eitt málið á ferðinni sem Blindrafélagið og fleir þurfa að sinna.
Í kvöld ritaði ég þeim Stokksmönnum eftirfarandi bréf:
Ágætu Stokkverjar.
Ég hef að undanförnu nýtt mér snjallsíma með Android-4.1.2 stýrikerfi. Nota ég einkum aðgengislausn sem nýtir Talkback-aðgengisviðmótið sem fylgir Android-símum.
Ég hef prófað nokkur íslensk smáforrit fyrir snjallsíma. Þau virðast flest þeim annmörkum háð að ekki hefur verið gert ráð fyrir að þeir, sem nýta talgervil og aðgengislausnir frá Android, geti nýtt þau.
Miklar framfari hafa orðið á vefaðgengi blindra og sjónskertra hér á landi og víða erlendis er nú unnið hörðum höndum við að gera Android-kerfið aðgengilegt, enda er gert ráð fyrir því við hönnun stýrikerfisins.
Sjá m.a.
http://developer.android.com/guide/topics/ui/accessibility/apps.html
Ýmislegt, sem ég hef heyrt um Stokk, bendir til að þið séuð afar hugmyndaríkir og snilldar forritarar. En getur verið að aðgengisþátturinn hafi farið framhjá ykkur? Í raun og veru ætti að hanna öll forrit þannig að aðgengi sé virt. Með því að sniðganga aðgengið eru lagðir ótrúlegir steinar í götu þeirra sem þurfa á því að halda að tæknin sé aðgengileg.
Mig langar að nefna þrjú dæmi um óaðgengileg forrit:
Strætóappið er algerlega óaðgengilegt þeim sem nota talgervil í símanum.
Forritið Leggja er einnig óaðgengilegt. Þar eru hnappar sem ekki eru með textalýsingu.
Þá er Veður að mestu aðgengilegt, en það hefur þann annmarka að forritið virðist ævinlega undirliggjandi þegar það er notað með Talkback og þvinga þarf fram stöðvun þess.
Ég bendi ykkur m.a. á hópinn Blindratækni á Facebook, en þar hefur farið fram nokkur umræða um notkun snjallsíma að undanförnu. Nú standa málin þannig að aðgengisforritið Mobile Accessibility hefur verið þýtt á íslensku og má búast við að blindum og sjónskertum snjallsímanotendum fjölgi að mun á næstunni. Þá er einnig í bígerð að þýða annað forrit svipaðs eðlis, Equaleyes, til þess að gefa fólki völ á fleiri lausnum.
Gangi ykkur vel í störfum ykkar.
Bestu kveðjur,
Arnþór Helgason
Stjórnmál og samfélag | 22.9.2013 | 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fréttum sjónvarpsins í gærkvöld kom fram að lokaritgerð til háskólaprófs hefði í fyrsta sinn verið skilað hér á landi á blindraletri nú fyrir skömmu.
Fyrsti blindi Íslendingurinn útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-próf í íslenskum fræðum árið 1978. Námið var þá samsett úr sögu og íslensku. Ba-ritgerðin, sem skilað var, var svo sannarlega skrifuð á blindraletri og síðan vélrituð af höfundi. Ólafi Hanssyni var skilað báðum eintökum ritgerðarinnar, en hann taldi ekki ástæðu til að halda blindraleturseintakinu eftir, enda gat hann ekki lesið það.
Þá kom fram í skýringu fréttamanns að blindraletrið væri á undanhaldi og nú væru fáir blindraleturslesendur eftir. Þetta er ekki alls kosta rétt. Notendur Blindraleturs eru nú sennilega á þriðja tug hér á landi og hafa ALDREI verið fleiri. Ef Íslendingar ættu að bera sig saman við aðrar þjóðir ættu lesendur blindraleturs að vera a.m.k. 70. Ástæður þess, að þeir eru ekki fleiri, má rekja til fortíðarinnar, þegar útgáfa bóka var mjög takmörkuð.
Virðingarfyllst, Arnþór Helgason, BA í íslenskum fræðum og norsku
Stjórnmál og samfélag | 15.9.2013 | 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenski talgreinirinn frá Google hefur vakið athygli og hrifningu margra. Notendur snjallsíma hafa áttað sig á því hvað þetta er handhægt tæki þegar leitað er á vefnum.
Þegar talgreinirinn er fenginn til að lesa samfelldan texta vandast málið. Þá fer hann að semja sjálfur og útkoman er ekki mjög greindarleg.
Í kvöld las ég greinilega eftirfarandi texta:
Elsku Elín. Þetta er tilraun til að skrifa þér bréf með því að sjá hvort hægt sé að tala við símann.
Síminn og talgreinirinn ákváðu að hafa þetta þannig:
"Elsku elín þetta er tilraun til að skrifa þér bréf með því að sjónvarpi símans vona að ég veit þetta hjá mér finnið elskandi eiginmaður af sjúkdómur a"
Þetta lofar samt góðu. Greinilegt er þó að talsvert starf er eftir áður en áhaldið verður nothæft sem skriftartól. Vafalítið verður nú lögð vinna í að fullkomna þennan hugbúnað svo að hann nýtist sem flestum. Ýmsir í hópi fatlaðra bíða þess með eftirvæntingu að geta notað tölvur fyrir tilstilli talgreinis. Slíkur búnaður hefur verið til fyrir tungur fjölmennra þjóða í rúm 40 ár og þar hafa menn náð býsna langt.
Aðstandendum talgreinisins eru færðar einlægar hamingjuóskir með þann árangur sem náðst hefur á undraskömmum tíma.
Spaugilegt | 12.9.2013 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón segir m.a.: "Verkefnið sem mér var falið að vinna á vegum stjórnmálafræðideildar var að undirbúa námsáætlun, annast kennslu (fimmtán fyrirlestrar og fimm umræðutímar); einnig að annast námsmat (ritgerðir og próf) nemenda til B.A.- og M.A.-prófa, í samstarfi við tvo aðra starfsmenn deildarinnar. Þetta var mér falið að gera með bréfi þann 9. júlí."
Þegar fréttist af máli Jóns Baldvins og Háskóla Íslands flaug mér í hug að þetta er ekki í fyrsta sinn sem háskólasamfélagið hagar sér með líkum hætti. Árið 2002 kom ég að svipuðu máli, en þá tók Páll Skúlason í taumana og bjargaði því sem bjargað varð. Þar var um það að ræða að erlendur einstaklingur hafði verið ráðinn til að halda tiltekið námskeið, en endurmenntun ákvað að hætta við það og skjóta að manni, sem þeir töldu að laðaði að fleiri nemendur. Þar sem ég var í vinfengi við þennan einstakling átti að fá mig til þess að greina honum frá ákvörðun stjórnar Endurmenntunar, en afsökunin átti að verða sú að gleymst hefði að prenta síðuna þar sem námskeiðið væri auglýst. Þegar ég benti á að slíkum síðum hefði verið skotið inn sem lausum blöðum kom hið sanna í ljós.
Mál Jóns Baldvins er sýnu verra viðfangs þar sem menn finna sér útgönguleið með ósannindum og nýta sér jafnframt dómstól götunnar sem er óvenju virkur hér á landi. Þvílíkir menn lenda iðulega í öngstræti. Hvað sem öðru líður setur Háskóli Íslands mjög ofan. Rektor getur enn tekið í taumana eins og Páll Skúlason forðum.
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2013 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissulega ber blaðið nokkur einkenni byrjandans, en þó er greinilegt að þeir sem rita í blaðið, hafa vandað vel til verka. Fréttaskýringar eru bæði fróðlegar og skemmtilega skrifaðar. Þó er hætt við að sumt af því, sem skrifað er um erlend málefni, sé næstum orðið úrelt. Kosturinn er þó sá að umfjöllunin er vönduð svo langt sem hún nær og skrifuð á íslensku. Þá hefur mikil vinna verið lögð í innlendar stjórnmálaskýringar og þar ýmislegt tínt til sem fengur er að.
Höfundur þessa pistils getur ekki leynt því að hann hlakkaði jafnmikið til útkomu fyrsta tölublaðsins og hann hlakkaði áður til jólanna. Blaðið er skemmtilegt og fróðlegt og afar auðvelt aflestrar. Gildir það jafnt um hvort lesið er í tölvu eða í snjallsíma. Notalegt er að halda á símanum í lófanum og láta talgervil lesa fyrir sig.
Stjórnmál og samfélag | 6.9.2013 | 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Danir eru drengir gópir og duga jafnan þeim sem betur mega," sagði Þorleifur Repp. Þessi orð komu mér í hug þegar ég las eftirfarandi viðtal við Steingrím J. Sigfússon, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. september. Menn athugi að munurinn á Dönum og Íslendingum er sá að hinir síðarnefndu eru ekki í Evrópusambandinu og Færeyingar reyndust Íslendingum vinir á raunastundu.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að í óformlegum samskiptum við færeysk stjórnvöld hafi Íslendingar komið þeim sjónarmiðum á framfæri að ekki væri heppilegt að Færeyingar lönduðu makrílafla á Íslandi.
Verja sig ásökunum
Hann segir að menn hafi metið stöðuna sem svo að ágætt væri ef ekki reyndi á að Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til þess hvort Færeyingum yrði leyft að landa makríl eða síld á Íslandi. ,,Það var farið yfir þetta á þeim nótum að kannski væri ágætt ef ekki reyndi á það. Þá voru menn að huga að hinni taktísku stöðu. Að verja sig fyrir ásökunum frá Norðmönnum og ESB um að þessar þjóðir stunduðum einhvers konar stjórnlausar veiðar. Því töldum við það hag beggja að betra væri ef ekki reyndi á það að ríkin þyrftu á hvort öðru að halda með gagnkvæmum löndunum. Auðvitað er það líka sterkast fyrir hvort ríki um sig að ná sínum hlut án þess að þurfa að landa í höfnum annarra ríkja eða veiða í lögsögu annarra ríkja. Það styrkir samningsstöðu Íslands jafnt og þétt að við getum náð makrílnum í eigin lögsögu og löndum honum í okkar eigin höfnum," segir Steingrímur.
Þetta sagði Steingrímur þegar hann var spurður út í orð Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í færeyska ríkisútvarpinu. Þar sagði hann að í fyrra hefðu Færeyingar fengið þau skilaboð að íslensk yfirvöld vildu ekki að færeysk skip kæmu til Íslands til að landa makríl og síld.
Sigurgeir Þorgeirsson, samningamaður Íslands í makríldeilunni, sendi færeyska ríkisútvarpinu bréf í kjölfar fréttarinnar. Sagði hann þar að ekkert bann væri í gildi um að ekki mætti landa síld úr færeyskum skipum í íslenskum höfnum og að slíkt bann hefði aldrei verið í gildi.
Sjálfvirkt löndunarbann
Hvað makrílinn varðar benti hann á að ekkert samkomulag væri um veiðarnar. Við slíkar aðstæður er í raun um sjálfvirkt löndunarbann að ræða á öll erlend skip sem vilja landa makríl á Íslandi. Sjávarútvegsráðherra gæti á hinn bóginn gert undantekningar á þessu banni við sérstakar aðstæður, eins og gert hefði verið fyrir grænlensk skip í sumar sem og árið 2012. Steingrímur tekur undir orð Sigurgeirs og bætir við. Það reyndi aldrei á það hvort Færeyingar vildu landa makríl á Íslandi."
Færeyingar gera ráðstafanir
Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum tóku gildi á miðnætti sl. þriðjudag. Þær fela m.a. í sér löndunarbann á makríl og síld í höfnum innan sambandsins. Hefur m.a. höfnum í Danmörku verið lokað fyrir færeyskum skipum sem hyggjast landa síld eða makríl. Þá bönnuðu yfirvöld í Noregi löndun á síld frá Færeyjum fyrir helgi.
Um helmingur útflutnings Færeyinga á makríl hefur farið til landa innan Evrópusambandsins en um þriðjungur síldarinnar.
Sjávarútvegurinn í Færeyjum hefur gert ráðstafanir til þess að koma makríl og síld á markað. Tegundirnar verða seldar í Rússlandi og í Afríkuríkjum.
Stjórnmál og samfélag | 3.9.2013 | 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímaritið birtist sem rafbók á EPUB- og Kindle-sniði eða sem hljóðbók. Menn geta því halað það niður á snjallsíma, spjaldtölvur eða borðtölvur, sem eru með búnað til lestrar á rafbókum. Þá geta menn einnig náð í hljóðskrár með efni tímaritsins.
Höfundi þessa pistils virðist það í fyrsta sinn sem þess er gætt að hafa aðgengi í fyrirrúmi og er það aðstandendum Skástriks til mikils sóma. Eykur það möguleika allra á að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni.
Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.
Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is
Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.
Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is
Stjórnmál og samfélag | 2.9.2013 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar