Í haust las ég Dægradvöl, en Skólavefurinn hefur gefið hana út sem rafbók og síðan kom Sæmd Guðmundar Andra Thorssonar.
Í Dægradvöl gerir Benedikt upp líf sitt og horfist í augu við sjálfan sig, kosti sína og galla. Hann gerir m.a. stuttlega grein fyrir söguefni því sem Guðmundur Andri fjallar um í Sæmd. Benedikt virðist álíta sig hafa goldið föður síns, en Vilhjálmur Þ. Gíslason sagði okkur Þorvaldi Friðrikssyni eftir Steingrími Thorsteinssyni, að Sveinbjörn hefði ekki haft embættismannastéttina í Reykjavík með sér, þegar "pereatið" reið yfir. Því fór sem fór. Er það meðal annars rakið til samskipta tengdaföður hans við Jörund hundadagakonung. Um þetta fjallar Benedikt á sinn sérstæða hátt í Dægradvöl.
Guðmundur Andri hefur skapað ódauðlegt listaverk með Sæmd. Þótt ævinlega megi eitthvað að öllu finna er bókin í heild sinni forkunnar vel skrifuð, persónusköpunin heilsteypt og atburðarásin samfelld. Því er full ástæða til að óska Guðmundi Andra hjartanlega til hamingju með þær viðtökur sem bókin hefur fengið og þann heiður sem honum hefur verið sýndur.
Bækur | 4.2.2014 | 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verkin eru dæmi um "smáskrefatónlist" sem átti blómaskeið sitt fram á 9. áratuginn. Þrátt fyrir hæga framvindu verkanna og hljómmálsins er eitthvað seiðandi við tónlistina og maður sogaðist einhvern veginn inn í hana. Í verkunum brá fyrir einföldum undirleik með svo flóknu ívafi að sumir hefðu getað haldið að stundum væri leikið þríhent eða fjórhent.
Það kom í ljós að aldurinn er farinn að segja til sín hjá tónskáldinu. Villur voru óvenju margar og einhvern veginn fannst mér honum mistakast á stundum að beisla hljómflæðið með notkun pedalanna. En meðleikarar hans bættu það svo sannarlega upp. Þau fóru bæði á kostum og túlkuðu bæði með sannfærandi hætti tilfinningar þær sem leyndust í verkunum.
Þegar upp er staðið verður ályktunin sú að etýðurnar séu alls ekki einhæf verk heldur listrænn tónvefur, þar sem efniviðurinn er margslunginn og vandlega spunninn. Úr þessum efnivið einfaldleikans verða til óbrotgjörn listaverk.
Stjórnmál og samfélag | 29.1.2014 | 07:39 (breytt kl. 07:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um daginn fylgdi ég einum af mínum bestu vinum til grafar, en órofavinátta okkar stóð rúma hálfa öld. Þessi góðvinur minn var blindur frá því að hann var 10 ára gamall, en um leið og hann missti sjónina missti hann einnig hægri höndina. Presturinn flutti notaleg minningarorð. Þó varð honum á í messunni.
Hann vitnaði í orð Krists um að menn skyldu njóta ljóssins á meðan það væri á meðal þeirra. Út frá þessum orðum Jóhannesar guðspjallamanns talaði hann um það myrkur sem hinn látni hefði orðið að sætta sig við og ljósið sem hann var sviptur, þótt hann hefði jafnan horft björtum augum til framtíðarinnar.
Þessi vinur minn lifði ekki í neinu myrkri fremur en flestir þeir sem hafa verið án sjónar árum saman. Þeir, sem eru fæddir blindir, vita þar að auki ekki hvað myrkur er. Prestum gengur yfirleitt gott eitt til þegar þeir flytja líkræður og þær eru einkum ætlaðar til að lina sársauka og sorg eftirlifenda. Þess vegna er það í hróplegu ósamræmi að gera líkingar Biblíunnar að beinhörðum staðreyndum sem ekki standast nánari skoðun.
Hugsið ykkur þann sem lifir í eilífu myrkri. Sá sem á enga von um að myrkrinu linni lítur vart glaðan dag og myrkrið leggst af ofurþunga á sálina. Sá sem sér ekki lifir í tómi. En þetta tóm fylla ýmis hughrif. Hinn blindi lærir að beita öðrum skilningarvitum svo sem heyrn og veit því einatt ýmislegt um sitt nánasta umhverfi, sem sjáandi fólk fer á mis við, því að það nýtir ekki heyrnina sem skyldi. Sá, sem eitt sinn hefur séð, man liti og lögun hluta, tunglskin, sólarupprás og sólsetur, já, litbrigði himinsins í öllu sínu veldi, flug fugla og lögun þeirra. Allt þetta mundi vinur minn og lýsti eitt sinn fyrir mér flugi hrossagauksins þegar hann lætur þjóta í fjöðrunum. Þess vegna minnast margir, sem hafa lengi verið blindir, daganna í samræmi við veðrið eins og það var hverju sinni. Ef til vill fundu menn ylinn frá sólargeisla gegnum stofuglugga snemma í febrúar og áttuðu sig á því í minningunni, að þá var úti fagurt vetrarveður og sól farin að hækka á lofti.
Höfundur þessa pistils væntir þess að hinn ágæti prestur, sem jarðsöng vin minn hugsi sig tvisvar um áður en hann umlykur blint fólk myrkri sem það brýst út úr með vongleði sinni. Blint fólk lifir ekki í myrkri og allt tal um sérstaka innri sjón blindra er hjóm eitt. Hver sá, sem er sjáandi eða blindur, fer mikils á mis, hafi hann ekki innri sjón, sem gefur honum sýn á umhverfi sitt og málefni líðandi stundar.
Höfundur fæddist sjóndapur og var létt, þegar honum hvarf sín stöðugt þverrandi sjón.
Stjórnmál og samfélag | 28.1.2014 | 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einatt hefur komið til umræðu að önnur blöð væru aðgengileg. Fyrir nokkrum mánuðum var aðgengi smáforrita fyrir Fréttablaðið og Morgunblaðið athugað og reyndust blöðin ekki aðgengileg til lestrar með talgervli.
Í gær tók ég til í farsímanum og ákvað þá að skoða eintak Morgunblaðsins, sem var á símanum frá því í sumar. Þá kom í ljós að blaðið var vel læsileg í Adobe reader og það sem meira var, að fyrirsagnir voru ágætlega skilgreindar. Að óathuguðu máli ættu því Fréttablaðið, Morgunblaðið, Kjarninn, Fréttatímin og e.t.v. fleir blöð og tímarit að vera aðgengileg á Android-símum og spjaldtölvum. Gallinn er hins vegar sá að smáforritin, sem notuð eru til lestrar, gera ekki ráð fyrir slíku. Hugsanlega er hægt að fara í kringum þetta með því að nota forrit eins og Moonreader, en það ersérstaklega hannað forrit sem gerir blindu fólki kleift að lesa pdf-skjöl. Þetta verður eitt af næstu málum, sem aðkallandi er að kanna.
Stjórnmál og samfélag | 18.1.2014 | 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó hitta þeir stundum naglann á höfuðið eins og Staksteinapistillinn í dag vottar.
"Helgi Seljan fékk Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra til sín í Kastljós Ríkisútvarpsins og hóf viðtalið með þessum orðum: „Byrjum bara aðeins á Evrópusambandinu.“ Svo gekk auðvitað allt viðtalið út á Evrópusambandið enda eitt helsta áhugamál Samfylkingarinnar og Ríkisútvarpsins. Þar með gafst ekki færi á að ræða önnur utanríkismál þó að af mörgu sé að taka.
Gunnar Bragi var augljóslega fenginn í viðtalið til að reyna að sanna að núverandi stjórnarflokkar væru margsaga í aðildarumsóknarmálinu og sérstaklega að þeir væru að svíkja landsmenn um þjóðaratkvæðagreiðsluviðræðurnar.
Utanríkisráðherra svaraði þessu margoft og útskýrði að Helgi væri á villigötum en allt kom fyrir ekki, spyrillinn spurði sömu spurninganna aftur og aftur og aftur svo ekkert annað komst að.
Af mörgum vitlausum spurningum var þó sennilega slegið met í lok þáttarins þegar Gunnar Bragi var spurður að því hvort ekki væri „svolítið sérstakt“ að gera fríverslunarsamning við Kína þegar lýðræðishalli væri í ESB.
Fyrir utan að spurningin var sérkennilega borin fram væri ekki úr vegi að spyrlar Ríkisútvarpsins, þó að þeir séu ákafir stuðningsmenn aðildar að ESB, átti sig á því að með fríverslunarsamningi við Kína væri Ísland ekki að gerast aðili að Kína. Og til viðbótar að Ísland er nú þegar með samning við ESB."
Stjórnmál og samfélag | 15.1.2014 | 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjórtándi janúar árið 2014 verður talinn til tíðindadaga á meðal blindra og sjónskertra Íslendinga. Í dag kom forritið Mobile Accessibility fyrir Android farsíma út í Playstore hjá Google. Heldur gekk treglega að finna forritið, en með því að leita að orðinu skjálesari fannst það. Fólk getur fengið því úthlutað hjá Þekkingarmiðstöðinni.
Uppsetning forritsins gekk með ágætum og við fyrstu heyrn virðast flestir annmarkar hafa verið lagfærðir. Sú breyting hefur nú orðið á forritinu að hægt er að hafa MA opið sem skjálesara um leið og Talkback aðgengislausn símanna. Virðist þá vera hægt að lesa öll forrit símans sem eru aðgengileg.. Vakin skal athygli á því að séu báðir skjálesararnir notaðir samtímis og Mobile Accessibility sem valmynd, þarf iðulega aðþrísnerta skjáinn þegar skipanir eru notaðar.
Þá er hægt að nota Mobile Accessibility skjálesarann eingöngu og gefur hann þá kost á skipunum sem eru afar fljótvirkar. Sá böggull fylgir skammrifi að skjálesarinn les ekki nægilega vel sum forrit og lestrarforritið Ideal Group Reader, sem notað er fyrir EPUB-rafbækur, nýtist ekki. Moonreader, sem er svipað, hefur að vísu ekki verið reynt.
Þá virkar MA einnig sem valmynd í Talkback og eru þá skipanir Talkback virkar.
Mobile Accessibility er þægilegt fyrir byrjendur vegna þess að vaðgerðareitir (hnappar) eru dreifðir um svo stórt svæði á skjánum að lítil hætt er á að menn hitti fyrir tvo hnappa í einu. Þá er íslenska snertilyklaborðið, sem Baldur Snær Sigurðsson hannaði, afbragðsgott. Vilji menn fremur nota þráðlaust borð er hægt að aðlaga það forritinu.
Ástæða er til að óska Blindrafélaginu og Þekkingarmiðstöðinni til hamingju með þennan áfanga. Verður forvitnilegt að fylgjast með nýjum notendum.
Stjórnmál og samfélag | 14.1.2014 | 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í umræðuþætti Gísla Marteins Baldurssonar í morgun var rætt við framsóknarráðherran Sigurð Inga Jóhannsson, sem gegnir stöðu umhverfisráðherra. Sitthvað var fróðlegt í viðtalinu. En þegar kom að umfjöllun um rammaáætlun og stækkun eða breytingar á friðlandinu í Þjórsárverum þyrmdi yfir suma hlustendur.
Ráðherra fullyrti í viðtalinu að hann hygðist fara að ráðum fagfólks. En þegar þáttarstjórnandi þjarmaði að honum kom í ljós að með því að tjá sig á opinberum vettvangi um hugmyndir ráðherrans um svokallaða stækkun á friðlandinu væru fagmenn farnir að taka þátt í stjórnmálum og á honum mátti skilja að þar með væru fagmenn orðnir ómarktækir. Með öðrum orðum: þeir sem hafa grundvallað álit sitt á staðreyndum mega ekki verja skoðanir sínar og útskýra hvers vegna þær eru eins og þær eru. Þetta er hin frjálsa umræða á Íslandi árið 2014!
Mönnum er misjafnlega lagið að tjá skoðanir sínar og þeir sem hafa vafasaman málstað að verja, hrekjast einatt undan spyrlum án þess að svara nokkru. Þannig fór fyrir ráðherranum. Þetta er því miður einkenni margra Íslendinga og í hópi Framsóknar- og Sjálfstæðismanna þykir höfundi þessa pistils hafa borið of oft á þessu heilkenni. Vera má að þar sé um fordóma að ræða, en dæmin eru því miður of mörg.
Fyrr í þættinum var rætt við nokkra einstaklinga um hugmyndir umhverfisráðherra og einn viðmælenda Gísla Marteins, Róbert Marshall, benti m.a. á hvaða afleiðingar breytingar á friðlandi Þjórsárvera gætu haft - ósnortnar víðáttur hálendisins yrðu truflaðar af svokallaðri sjónmeingun.
Ég get rétt ímyndað mér hvernig sjónmeingun verki á þá sem vilja njóta ósnortins landslags með sama hætti og hljóðmeingun nútímans truflar einatt þá sem vilja hlusta á hjartslátt náttúrunnar. Annar viðmælandinn minntist á að nú þyrftu menn að huga fremur að því til hvers ætti að nota rafurmagnið, en ekki að breyta vegna breytinganna.
Flest á þetta rætur að rekja til þess agaleysis sem ríkir í umræðum og við ákvarðanir. Hér á landi er einum of algengt að rifið sé niður það sem aðrir telja sig hafa byggt upp og þegar völdum þeirra sleppit slæst kólfurinn í hina áttina. Ef ekki verður horfið af þessari braut og jafnan lamið í gagnstæðar áttir, fer fyrir Íslendingum eins og Líkaböng á Hólum sem sprakk þegar lík Jóns Arasonar og sona hans voru flutt að Hólum árið 1551. Hún sprakk og einnig önnur klukkan í Landakirkju fjórum og hálfri öld síðar, vegna þess að jafnan hefur verið lamið kólfinum á sömu svæði. Þannig monar samfélagið undan Íslendingum vegna sundurlyndis misviturra stjórnmálamanna.
Stjórnmál og samfélag | 12.1.2014 | 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kostur góðra laga að nota má þau við ýmis tækifæri.
Austrið er rautt,
upp rennur sól.
Ennþá koma þessi blessuðu jól.
Svanni fátækur son Guðs ól -
Halelúja!
Hann vér tignum heims um ból.
Hringur Árnason söng þetta 12. desember 2007, þá á 14. ári. Nú syngur Hringur bassa í Hamrahlíðarkórunum.
Trúmál | 9.12.2013 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þær sögur fóru fjöllunum hærra, þegar núverandi útvarpsstjóri var ráðinn, að hlutverk hans yrði að draga saman stofnunina og sjá til þess að hún yrði eyðilögð. Þetta er þungur áburður en ekki úr lausu lofti gripinn. Með aðgerðum sínum hefur útvarpsstjóri rofið ákveðið samhengi í sögu stofnunarinnar. Slíkt rof er eins og flóð sem enginn ræður við og sópar burtu með sér ómetanlegum verðmætum. Þótt hann haldi því fram að tillögurnar hafi komið frá millistjórnendum er deginum ljósara að hann hafði hvorki þekkingu né reynslu til þess að meta afleiðingarnar.
Þegar litið er yfir þann hóp sem hefur verið látinn hætta hjá Ríkisútvarpinu vekur athygli að engar faglegar ástæður virðast liggja að baki uppsögnunum. Engin stefnumarkandi umræða virðist hafa farið fram um afleiðingarnar. Það er eins og blindur þurs, skini skroppinn, hafi vaðið um, brotið og bramlað það sem fyrir varð.
Stjórnvöld bera einnig sína ábyrgð. Nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn loksins hafa komist í þá aðstöðu að ná tangarhaldi á öllum stærstu fjölmiðlum landsins og Framsóknarflokkurinn fylgir með. Fjármagnið skal ráða en ekki þjóðarheill.
Margir Íslendingar hneykslast mjög á þeim ríkjum sem búa við stjórn eins flokks. Sumir þegnar eins flokks ríkja undrast hins vegar óstöðugleikann sem fylgir lýðræðinu. Hér á landi tekst sjaldan að móta framtíðarstefnu í nokkru máli. Ástæðan er sú að algjör kúvending verður með nýrri ríkisstjórn, hafi fyrri stjórn beðið ósigur. Þrátt fyrir kosti lýðræðisins eru annarkarnir þeir að agaleysi og skammsýni, sem byggja á þröngum hagsmunum, hamla nauðsynlegum breytingum til batnaðar.
Umræðuhefðin á Alþingi ber þessu glöggt vitni. Þar eru sjaldan stundaðar umræður heldur átök. Nú ræður fjármagnið mestu og tveir stærstu fjölmiðlar landsins, Morgunblaðið og 365 miðlar eru í eigu þess. Í þessu umhverfi er öflugt ríkisútvarp nauðsyn, öflugt útvarp sem getur veitt samfélaginu samtímis öflugt aðhald og góða þjónustu.
Stjórnmál og samfélag | 30.11.2013 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ljóst hvert stefnir í starfsemi Ríkisútvarpsins. Stofnunin verður sjálfsagt rekin að nokkru með því að ráða verktaka til þess að sjá um einstaka þætti eða þáttaraðir. Margir þaulreyndir dagskrárgerðarmenn hafa aldrei komist svo hátt að verða starfsmenn Ríkisútvarpsins heldur hefur þeim verið ahaldið sem verktökum, jafnvel áratugum saman. Þannig sparar stofnunin stórfé. Hvorki greiðir hún í lífeyrissjóði verktakanna né kostnað, sem hlýst af starfi þeirra.
![]() |
Uppsagna farið að gæta í dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.11.2013 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar