![]() |
Sigurði Einarssyni sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2014 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins um árabil og þótt farsæll í starfi. Tveir fyrrverandi formenn félagsins hafa lýst undrun sinni á þessari uppsögn, sem kemur fólki í opna skjöldu.
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2014 | 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Ég hef þó ekki logið að þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2014 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er einkennilegt að fólk safnist nú saman á Austurvelli til þess að mótmæla því að ekki séu greidd atkvæði um eitthvað sem er óframkvæmanlegt að ráða fram úr. Einnig er undarlegt að stjórnin skyldi ana svona áfram með þingsályktunartillöguna og hleypa stjórnarandstöðunni í uppnám. Það er eins og allt verði Alþingi til álitshnekkis og þingmenn virðast lítið læra. Í dag var hringt til mín frá einu ríki Evrópusambandsins og ég spurður hvort Íslendingar væru gengnir af göflunum. EES væri að þróast í áttina að lögregluríki og vildu menn vita hvernig færi fyrir smáþjóðum í vanda innan þess skyldu menn hafa örlög Grikkja til hliðsjónar.
Það er undarlegt til þess að hugsa að mótmælin vegna tillögunnar skuli nú standa um svipað leyti og mótmælin í Kænugarði hafa fjarað út. Sú hugsun læðist að mönnum hvort öfl, hliðholl Evrópusambandinu, séu hér að verki á báðum stöðum. Alþekkt er að erlend ríki, sem seilast vilja til áhrifa, beita ýmsum brögðum til þess og er þar Evrópusambandið vart undanskilið. Helstu sérfæðingar í slíkri aðferðafræði eru Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn. Það skyldi þó ekki vera að leyniskytturnar í Kænugarði væru á vegum slíkra afla og tilgangurinn hafi verið að auka andstöðuna við Rússa?
Áður en menn halda áfram að mótmæla því sem í raun er þegar orðið, eru þeir hvattir til að kynna sér þingsályktunartillöguna. Hlekkur á hana er hér fyrir neðan. http://www.althingi.is/altext/143/s/0635.html
![]() |
Mótmælunum á Austurvelli lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2014 | 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eitt sinn kom ónefndur aðdáandi Ólafs Thors til hans og tilkynnti að hann ætlaði að borða hjá honum hádegismat. Þegar borin var fram ýsa með kartöflum og smjöri sagði gesturinn: "Ég hélt að hér væri betri matur á borðum." Þvílíks sníkjuleiðangurs vildi Samfylkingin efna til ásamt Vinstri grænum - kanna hvað væri í boði og greiða síðan atkvæði gegn samningunum. En á meðan átti að venja Íslendinga af matvendni með aðlögun íslensks lagaumhverfis að lögum Evrópusambandsins.
![]() |
Ranglega stofnað til málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2014 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisstjórnin hefði samt sem áður ekki þurft að fara fram með slíkum æðibunuhætti sem raun ber vitni. Vitlegra hefði verið að fara sér hægar og leggja fram þingsályktunartillöguna með hefðbundnum hætti.
Þeir sem aðhyllast áframhaladandi umsóknarferli hafa valið andstæðingum sínum ýmis orð og telja að nú séu Íslendingar fyrst orðnir ómarktækir á alþjóða vettvangi. en Samfylkingin sá til þess í síðustu ríkisstjórn að Íslendingar urðu marklausir, þar sem fullvíst var að ríkisstjórnin var ekki samstíga í málinu og annar stjórnarflokkurinn lét til leiðast að halda í umsóknarleiðangur til þess að fá sæti í ríkisstjórninni.
Þá eru yfirlýsingar Evrópusinna um hagstjórnina og EES undarlegar. Ýmislegt þarf að gerast hér á landi áður en íslenskt efnahagskerfi getur lotið lögmálum EES og þetta vita þeir, sem vita vilja.
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2014 | 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 23.2.2014 | 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, hafði orð á því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að sér fyndist þessi tillaga bera vott um ofbeldi því að þjóðin ætti að ráða. Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa ríkisstjórn sem nú situr og þar við situr. Á meðan ekki fást reyndar aðrar aðferðir við að taka ákvarðanir, en tíðkast á Alþingi, er jafnan hætt við að meirihlutinn beiti minnihluta einhvers konar ofbeldi og það er þjóðarinnar að ákveða hverjir það verða hverju sinni.
Hvor um sig, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Benediktsson hafa verið sjálfum sér samkvæmir í Evrópusambandsmálinu og fátt getur komið í veg fyrir að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Í áður nefndri útvarpsfrétt talaði Guðmundur Steingrímsson um að Íslendingar mættu ekki sýna hringlandahátt á alþjóðavettvangi með því að draga umsóknina til baka í stað þess að fresta henni. Því er spurt: Hvað telst hringlandaháttur?
![]() |
Á ekki að koma neinum á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 21.2.2014 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir hófust með einu stórfenglegasta tónverki, sem íslenskt tónskáld hefur samið að undanförnu, Slagverkskonsert eftir Áskel Másson. Flutningurinn var fumlaus hjá hljómsveit og einleikaranum, Colin Currie. Konsertinn hófst með ástríðuþrunginni tónaflækju en síðan skiptust á skin og skúrir, gleði, íhugun, fyndni og tröllsháttur auk blíðlyndis og einurðar - allt þetta orkaði á hugann eins og fjölbreytt landslag. Fögnuður áheyrenda var enda mikill.
Eftir hlé var flutt tónverkið First Essay eftir Samuel Barber, samið árið 1938 og í beinu framhaldi án klapps Doctor Atomic Symphony eftir John Adams. Nokkuð fannst mér upphaf ritgerðar Samuels ástríðuþrungið en þessi stutta hugleiðing er áhrifamikil og leiðir hugann að ýmsu sem varð á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar. Verk Johns Adams er í raun svíta úr samnefndri óperu sem fjallar um sálarstríð þeirra sem stóðu að smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Dýpt þessa smáskammtaverks er svo mikil að það verður vart flutt við annað er bestu hljómburðaraðstæður. John Adams hefur samið nokkrar athyglisverðar óperur um atburði 20. aldar. Einna þekktust er óperan "Nixon í Kína", en Sinfóníuhljómsveitin hefur flutt stuttan þátt úr henni, "Formaðurinn dansar".
Hjalti Rögnvaldsson hafði eftir Halldóri Blöndal að hann hefði vart heyrt glæsilegra íslenskt verk að undanförnu. Þessi orð Halldórs og hrifning okkar hjónanna og Hjalta ásamt almennu lofi áheyrenda leiða hugann að þeirri staðreynd að fá íslensk tónskáld virðast eiga upp á pallborðið hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Í raun ætti hljómsveitin að flytja eitt verk eigi sjaldnar en á einna tónleika fresti. Nú má telja þau tónskáld á fingrum annarrar handar sem flutt eru eftir tónverk á vegum hljómsveitarinnar á hverjum vetri.
Undirritaður spurði Misti Þorkelsdóttur hvernig henni hefði þótt konsert Áskels Mássonar. Lauk hún miklu lofsorði á verkið og urðum við sammála um að konsertinn væri hinn áskelskasti og langt umfram það.
Öllum aðstandendum eru fluttar einlægar hamingjuóskir og þá ekki síst Áskatli Mássyni sem hefur enn einu sinni sannað að hann er á meðal fremstu slagverkstónskálda heims.
Þeim sem hafa hug á að lesa nánar um tónleikana skal bent á síðu Sinfóníuhljómsveitarinnar
http://www.sinfonia.is/tonleikar/nr/2163
Stjórnmál og samfélag | 20.2.2014 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er vandlifað þegar ekki er hægt að berja á ríkisstjórninni eins og Morgunblaðið gerði undanfarin ár. Þá er borgarstjórnin í Reykjavík eftir, Ríkisútvarpið og einstaklingar í stjórnarandstöðu, einku þeir, sem sátu í síðustu ríkisstjórn. Skrif Morgunblaðsins ganga jafnvel svo langt að grunur leikur á að leiðarahöfundur sé annaðhvort haldinn "alvarlegum ranghugmyndum, geðklofa eða þráhyggju," eins og einn lesenda blaðsins komst að orði við höfund þessa pistils í dag.
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2014 | 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 319993
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar