Íslenskir spyrlar falla í sama pyttinn

Mikið hefði spyrill sjónvarpsins í kvöld verið skynsamur hefði hann ekki sífellt klifað á sömu spurningunni, kosningasvikum, kosningasvikum og aftur kosningasvikum. Rifrildið sem hann reyndi að efna til við formann Sjálfstæðisflokksins skilaði þó því að formaðurinn gat útskýrt hvers vegna ekki var hægt að halda áfram með þjóðaratkvæðagreiðslumálið. Þá fyrst hefðu Íslendingar orðið að athlægi Evrópubúa.

Eitt sinn kom ónefndur aðdáandi Ólafs Thors til hans og tilkynnti að hann ætlaði að borða hjá honum hádegismat. Þegar borin var fram ýsa með kartöflum og smjöri sagði gesturinn: "Ég hélt að hér væri betri matur á borðum." Þvílíks sníkjuleiðangurs vildi Samfylkingin efna til ásamt Vinstri grænum - kanna hvað væri í boði og greiða síðan atkvæði gegn samningunum. En á meðan átti að venja Íslendinga af matvendni með aðlögun íslensks lagaumhverfis að lögum Evrópusambandsins.


mbl.is Ranglega stofnað til málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

þetta er magnað vel orðað hja þer og hárrett !

rhansen, 24.2.2014 kl. 21:30

2 identicon

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 21:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð grein og ég er samþykk henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2014 kl. 21:56

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var það ekki kosningaloforð hjá síðustu ríkisstjórn að sparka AGS úr landi, flengja bankamennina, og slá skjaldborg um heimilin?

Það er beinlínis ósiðlegt að sama fólk tali nú um svik á einhverju.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2014 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband