Augljós merki sjaldnast virt

Sama sagan gerist aftur og aftur í íslensku samfélagi án þess að brugðist sé við.

Þegar fyrirtæki fara að safna skuldum og hætta jafnvel að greiða framlag í lífeyrissjóði er eitthvað að - já, eitthvað alvarlegt á seyði.

Óþarft er að taka dæmi af þeim fjölda fyrirtækja hér á landi sem hafa verið úrskurðuð gjaldþrota löngu eftir að staðreyndir blöstu við.

Það er dæmi gert að eigendur róa lífróður til þess að bjarga því sem bjargað verður og enda oftast nær með því að horfa á brunarústir þess sem þeir byggðu upp.

Öryrkjabandalag Íslands þurfti að horfast í augu við að staða fyrirtækisins Glits var miklu verri en lýst var yfir af fyrri eigendum og hið sama blasir nú við að verið hafi hjá wow.

Enginn gleðst yfir því hvernig komið er. Væri ekki réttara að hefjast handa fyrr þega séð er hvert stefnir? Nú verður fjöldi einstaklinga fyrir stórtjóni auk ríkisfyrirtækis.

 

 


Hvað gerir Bankasýsla ríkisins?

Orð Katrínar Jakobsdóttur í fréttum Ríkisútvarpsins áðan eru merkileg, en þar lét hún að því liggja að hugsanlega yrði um trúnaðarbrest að ræða milli stjórnvalda og bankaráðanna.
Hvað ætli bankasýslan hafi verið að sýsla um leið og bankastjórnirnar dunduðu sér við að hækka laun bankastjóranna í stað þess að fara að tilmælum Benedikts Jóhannessonar? Hefði ekki mátt ætlast til þess að bankasýslan fylgdi tilmælunum eftir?

á vefsíðu stofnunarinnar er erfitt að sjá að henni hafi borið skylda til að vara við því sem gerðist í bönkunum enda fátt eða ekkert fjallað um eftirlit hennar með rekstri bankanna.
Bankasýslan er í raun eins og tannlaus maður!
Hvað ætli Bankasýsla ríkisins hafi verið að sýsla um leið og bankastjórnirnar dunduðu sér við að hækka laun bankastjóranna í stað þess að fara að tilmælum Benedikts Jóhannessonar? Hefði ekki mátt ætlast til þess að bankasýslan fylgdi tilmælunum eftir?

á vefsíðu stofnunarinnar er erfitt að sjá að henni hafi borið skylda til að vara við því sem gerðist í bönkunum enda fátt eða ekkert fjallað um eftirlit hennar með rekstri bankanna.
Bankasýslan er í raun eins og tannlaus maður!

Svo er um fleiri stofnanir. Iðulega eru lög þannig úr garði gerð að erfitt er að beita þeim til hagsbóta þeim sem brotið er á.
Þannig var það um síðustu aldamót þegar ljóst var að Reykjavíkurborg ætlaði að leggja niður blindradeild Álftamýraskóla.
Skrifstofustjóri Menntamálaráðuneytisins viðurkenndi fyrir mér að ráðuneytið bæri ábyrgð á menntun blindra barna. En þar sem ekkert stæði í lögunum um það væri ekkert hægt að gera ef sveitarfélögin stæðu ekki í stykkinu.

Er Bankasýslan slík stofnun?
Er ekki kominn tími til að menn fari að kanna skilvirkni opinberra stofnana og bæta hana?
Hugsanlega þarf skynsamt alþýðufólk sem er ekki úr hópi lögfræðinga til að skrifa fyrstu drög að breytingum á lögum sem verða þá skilvirk.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband