Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Jón segir m.a.: "Verkefnið sem mér var falið að vinna á vegum stjórnmálafræðideildar var að undirbúa námsáætlun, annast kennslu (fimmtán fyrirlestrar og fimm umræðutímar); einnig að annast námsmat (ritgerðir og próf) nemenda til B.A.- og M.A.-prófa, í samstarfi við tvo aðra starfsmenn deildarinnar. Þetta var mér falið að gera með bréfi þann 9. júlí."
Þegar fréttist af máli Jóns Baldvins og Háskóla Íslands flaug mér í hug að þetta er ekki í fyrsta sinn sem háskólasamfélagið hagar sér með líkum hætti. Árið 2002 kom ég að svipuðu máli, en þá tók Páll Skúlason í taumana og bjargaði því sem bjargað varð. Þar var um það að ræða að erlendur einstaklingur hafði verið ráðinn til að halda tiltekið námskeið, en endurmenntun ákvað að hætta við það og skjóta að manni, sem þeir töldu að laðaði að fleiri nemendur. Þar sem ég var í vinfengi við þennan einstakling átti að fá mig til þess að greina honum frá ákvörðun stjórnar Endurmenntunar, en afsökunin átti að verða sú að gleymst hefði að prenta síðuna þar sem námskeiðið væri auglýst. Þegar ég benti á að slíkum síðum hefði verið skotið inn sem lausum blöðum kom hið sanna í ljós.
Mál Jóns Baldvins er sýnu verra viðfangs þar sem menn finna sér útgönguleið með ósannindum og nýta sér jafnframt dómstól götunnar sem er óvenju virkur hér á landi. Þvílíkir menn lenda iðulega í öngstræti. Hvað sem öðru líður setur Háskóli Íslands mjög ofan. Rektor getur enn tekið í taumana eins og Páll Skúlason forðum.
Stjórnmál og samfélag | 11.9.2013 | 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissulega ber blaðið nokkur einkenni byrjandans, en þó er greinilegt að þeir sem rita í blaðið, hafa vandað vel til verka. Fréttaskýringar eru bæði fróðlegar og skemmtilega skrifaðar. Þó er hætt við að sumt af því, sem skrifað er um erlend málefni, sé næstum orðið úrelt. Kosturinn er þó sá að umfjöllunin er vönduð svo langt sem hún nær og skrifuð á íslensku. Þá hefur mikil vinna verið lögð í innlendar stjórnmálaskýringar og þar ýmislegt tínt til sem fengur er að.
Höfundur þessa pistils getur ekki leynt því að hann hlakkaði jafnmikið til útkomu fyrsta tölublaðsins og hann hlakkaði áður til jólanna. Blaðið er skemmtilegt og fróðlegt og afar auðvelt aflestrar. Gildir það jafnt um hvort lesið er í tölvu eða í snjallsíma. Notalegt er að halda á símanum í lófanum og láta talgervil lesa fyrir sig.
Stjórnmál og samfélag | 6.9.2013 | 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Danir eru drengir gópir og duga jafnan þeim sem betur mega," sagði Þorleifur Repp. Þessi orð komu mér í hug þegar ég las eftirfarandi viðtal við Steingrím J. Sigfússon, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. september. Menn athugi að munurinn á Dönum og Íslendingum er sá að hinir síðarnefndu eru ekki í Evrópusambandinu og Færeyingar reyndust Íslendingum vinir á raunastundu.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að í óformlegum samskiptum við færeysk stjórnvöld hafi Íslendingar komið þeim sjónarmiðum á framfæri að ekki væri heppilegt að Færeyingar lönduðu makrílafla á Íslandi.
Verja sig ásökunum
Hann segir að menn hafi metið stöðuna sem svo að ágætt væri ef ekki reyndi á að Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til þess hvort Færeyingum yrði leyft að landa makríl eða síld á Íslandi. ,,Það var farið yfir þetta á þeim nótum að kannski væri ágætt ef ekki reyndi á það. Þá voru menn að huga að hinni taktísku stöðu. Að verja sig fyrir ásökunum frá Norðmönnum og ESB um að þessar þjóðir stunduðum einhvers konar stjórnlausar veiðar. Því töldum við það hag beggja að betra væri ef ekki reyndi á það að ríkin þyrftu á hvort öðru að halda með gagnkvæmum löndunum. Auðvitað er það líka sterkast fyrir hvort ríki um sig að ná sínum hlut án þess að þurfa að landa í höfnum annarra ríkja eða veiða í lögsögu annarra ríkja. Það styrkir samningsstöðu Íslands jafnt og þétt að við getum náð makrílnum í eigin lögsögu og löndum honum í okkar eigin höfnum," segir Steingrímur.
Þetta sagði Steingrímur þegar hann var spurður út í orð Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í færeyska ríkisútvarpinu. Þar sagði hann að í fyrra hefðu Færeyingar fengið þau skilaboð að íslensk yfirvöld vildu ekki að færeysk skip kæmu til Íslands til að landa makríl og síld.
Sigurgeir Þorgeirsson, samningamaður Íslands í makríldeilunni, sendi færeyska ríkisútvarpinu bréf í kjölfar fréttarinnar. Sagði hann þar að ekkert bann væri í gildi um að ekki mætti landa síld úr færeyskum skipum í íslenskum höfnum og að slíkt bann hefði aldrei verið í gildi.
Sjálfvirkt löndunarbann
Hvað makrílinn varðar benti hann á að ekkert samkomulag væri um veiðarnar. Við slíkar aðstæður er í raun um sjálfvirkt löndunarbann að ræða á öll erlend skip sem vilja landa makríl á Íslandi. Sjávarútvegsráðherra gæti á hinn bóginn gert undantekningar á þessu banni við sérstakar aðstæður, eins og gert hefði verið fyrir grænlensk skip í sumar sem og árið 2012. Steingrímur tekur undir orð Sigurgeirs og bætir við. Það reyndi aldrei á það hvort Færeyingar vildu landa makríl á Íslandi."
Færeyingar gera ráðstafanir
Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum tóku gildi á miðnætti sl. þriðjudag. Þær fela m.a. í sér löndunarbann á makríl og síld í höfnum innan sambandsins. Hefur m.a. höfnum í Danmörku verið lokað fyrir færeyskum skipum sem hyggjast landa síld eða makríl. Þá bönnuðu yfirvöld í Noregi löndun á síld frá Færeyjum fyrir helgi.
Um helmingur útflutnings Færeyinga á makríl hefur farið til landa innan Evrópusambandsins en um þriðjungur síldarinnar.
Sjávarútvegurinn í Færeyjum hefur gert ráðstafanir til þess að koma makríl og síld á markað. Tegundirnar verða seldar í Rússlandi og í Afríkuríkjum.
Stjórnmál og samfélag | 3.9.2013 | 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímaritið birtist sem rafbók á EPUB- og Kindle-sniði eða sem hljóðbók. Menn geta því halað það niður á snjallsíma, spjaldtölvur eða borðtölvur, sem eru með búnað til lestrar á rafbókum. Þá geta menn einnig náð í hljóðskrár með efni tímaritsins.
Höfundi þessa pistils virðist það í fyrsta sinn sem þess er gætt að hafa aðgengi í fyrirrúmi og er það aðstandendum Skástriks til mikils sóma. Eykur það möguleika allra á að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni.
Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.
Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is
Aðstandendum er óskað til hamingju með framtakið um leið og þeim er árnað allra heilla.
Upplýsingar um tímaritið er að finna á slóðinni http://skastrik.is
Stjórnmál og samfélag | 2.9.2013 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudaginn 19. Ágúst birti Bylgjan við mig símaviðtal þar
sem fjallað var um íslensku í farsímum. Nokkrir einstaklingar hafa haft samband
við mig og beðið um þetta viðtal. Er það því birt hér.http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20431
Bylgjuviðtalið
Stjórnmál og samfélag | 20.8.2013 | 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Austrið er rautt,
upp rennur sól.
Austur í Kína fæddist Mao Tsetung.
Ykkur sendum við hjónum hól,
því með sanni þið ákváðuð
að sameinast í dag.
Myndina tók Elín í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en þangað leiddi brúðgaumi gesti í ratleik úr garðveislunni, "veislunni okkar".
Stjórnmál og samfélag | 17.8.2013 | 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verði Kindils- og EPUB-viðmótið valið ættu tímaritið að verða aðgengileg öllum.
Fréttablaðið hefur að undanförnu auglýst smáforrit fyrir spjaldtölvur og farsíma og á mbl.is er slíkt forrit einnig auglýst.
Aðgengi þessara forrita var athugað í dag. Fréttablaðsforritið reyndist óaðgengilegt og hið sama var að mestu leyti upp á teningnum með Morgunblaðsforritið. Unnt reyntist að hala niður blaðinu í dag, en undirritaður fékk lánaða áskrift að Android-hlutanum á meðan á prófunum stóð. Morgunblaðsforritið halar niður pdf-útgáfu blaðsins að sögn Snorra Guðjónssonar, tölvumanns hjá blaðinu og gera má ráð fyrir hinu sama hjá Fréttablaðinu. Gallinn er sá að blindir eða sjónskertir lesendur geta ekki valið hvaða skjálesari er nýttur.
Þau smáforrit, sem gefin hafa verið út fyrir íslenskan markað að undanförnu, valda nokkrum áhyggjum. Svo virðist sem aðgengisþátturinn hafi gleymst. Áður hefur verið minnst á Strætó-forritið á þessum síðum sem er algerlega óaðgengilegt.
Morgunblaðið hefur verið í forystu fjölmiðla um aðgengi í rúman áratug og er vefsíða þess á meðal aðgengilegustu fjölmiðlasíðna heims. Hið sama verður vart sagt um Fréttablaðið. Það er með ólíkindum að þeir 365-miðla menn setji ekki fyrirsagnir eða krækjur á einstaka hluta og greinar blaðsins eins og Morgunblaðið gerir á auðlesna hluta blaðsins, samanber http://www.mbl.is/mm/greinilegur/mogginn/bladid/?dagur=0.
Í þeirri byltingu, sem nú er framundan í fjölmiðlun hér á landi, ríður á að Blindrafélagið og Öryrkjabandalag Íslands haldi vöku sinni. Hið sama á við um útgáfu rafbóka og námsefnis. Verði ekki vakin athygli á þörfum blindra og sjónskertra fyrir aðgengileg smáforrit, getur farið illa og einangrunin aukist að mun.
Íslenskir forritarar eru hugmyndaríkir og snjallir. Hafi þeir aðgengi í huga frá upphafi er betur af stað farið en heima setið.
Stjórnmál og samfélag | 22.7.2013 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í kvöld nutum við hjónin þess að hlusta á söngkonurnar
Hallveigu Rúnarsdóttur og Sigríði Ósk Kristjánsdóttur flytja ýmsar söngperlur
íslenskra tónmenntar í Kaldalóni Hörpu. Með þeim lék Hrönn Þráinsdóttir á
flygil og reyndist einnig góður liðsmaður í þríraddaðri útsetningu Jóns
Ásgeirssonar í síðasta erindi vögguvísunnar, Sofðu unga ástin mín. Á dagskrá
voru auk þess lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Emil Thoroddsen, Karl Ó. Runólfsson og Jórunni Viðar auk stórkarlalegrar
útsetningar Jóns Leifs á laginu Ísland farsældarfrón.
Flutningur þessara þriggja kvenna var jöfnum höndum -
fágaður, fagur og skemmtilegur. Þær hrifu áheyrendur með sér. Skýringarnar, sem
voru ætlaðar erlendum áheyrendum. Voru vel samdar og juku áhrif lags og ljóðs.
Bjarni Thor Kristinsson, hinn mikilhæfi bassasöngvari, hefur
staðið fyrir tónleikahaldi handa ferðamönnum í Hörpu undanfarin sumur og er svo
víðsýnn, að hann fær með sér aðra söngvara og veitir þeim tækifæri til að tjá
list sína. Þegar við hugðumst þakka honum fyrir var hann horfinn af vettvangi.
Þessi kvöldstund verður ógleymanleg. Eindregið er mælt með
því að Íslendingar bendi erlendum kunningjum og vinum á fjársjóð íslenskra
sönglaga og njóti sjálfir hins fágaða flutnings. Ekki spillir að brugðið er upp
myndum og hljóðritum. Sem dæmi má nefna að þær stöllur fluttu bæði lag Jóns
Ásgeirssonar við Maístjörnu Halldórs Laxness og finnska tangóinn, sem ljóðið
var upphaflega samið við. Síðasta erindið söng Halldór sjálfur við undirleik
Hrannar, hló síðan og sagði að sennilega hefði maður nú ekki verið lengi að
yrkja þetta.
Söngdagskráin er breytileg frá einu kvöldi til annars og er
því víst að enn verður haldið í Hörpu við tækifæri að njóta íslenskra
söngperlna.
Stjórnmál og samfélag | 11.7.2013 | 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.7.2013 | 21:12 (breytt kl. 21:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auglýsing þessarar ferðar er illa gerð og dapurlegt til þess að hugsa að starfsfólk auglýsingastofunnar, sem gaf e.t.v. vinnu sína, skyldi kasta til hennar höndunum. Sem dæmi má nefna að staðarnöfn eru í nefnifalli og dagsetningarnar einnig. Þennig verða tónleikarnir á eftirtöldum stöðum (ekki bein tilvitnun): "Seyðisfjörður fimmti júlí, Vestmannaeyjar sjöundi júlí o.s. frv., þótt lesa hefði átt Vestmannaeyjum sjöunda júlí o.s.frv.
Eitt sinn vann Þórhallur Guttormsson við að fara yfir auglýsingar í sjónvarpi. Nú virðist sem Ríkisútvarpið hirði ekki lengur um orðfæri auglýsenda. Auglýsingalestur er hluti menningarstarfsemi stofnunarinnar og málfar þeirra hefur mikil áhrif á málskynjun fólks.
Húni annar er varðveittur til þess að bjarga menningarverðmætum og sýna þeim virðingu. Leitt er til þess að hugsa að þeir sem orðuðu auglýsingarnar stuðli með vanþekkingu sinni eða kæruleysi að eyðileggingu annarra verðmæta. Hvers á íslensk tunga að gjalda?
Stjórnmál og samfélag | 1.7.2013 | 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar