Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Elsa á Bítlatónleikum

Um þessar mundir er þess minnst að þekkt Bítlalag kom út í Bretlandi. Á Rás tvö í morgun voru taldir upp nokkrir einstaklingar sem vitað var að sótt hefðu Bítlatónleika.
Elsa Guðmundsdóttir, kennari,  er ein þeirra sem nutu þess að fara á tónleika Bítlanna árið 1964. Hún sagði mér sögu sína fyrir nokkrum árum:
http://hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1100086/

 


Hákarlaljóð - nýtt ljóðskáld kveður sér hljóðs

Staksteinar Morgunblaðsins eru stundum skemmtilegir. Í dag birtist þar þetta nútímaljóð. Höfundurinn er ókunnur. Ljóðið er birt á þessum síðum í heimildarleysi.

Hákarlaljóð


Menn muna eftir forsætisráðherranum sem sagði að
á Íslandi brysti á efnahagslegt öngþveiti ef þjóðin
segði ekki já við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
Menn muna eftir vitringnum sem stóð fyrir birtingu
hræðsluáróðurs sem sýndi ógnvænlegan hákarl
sem éta myndi hina heimsku þjóð ef hún segði ekki
já við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
O g menn muna eftir öllum fyrrverandi ráðherrunum
úr öllum flokkum sem látnir voru fylgja
hákarlaauglýsingunni eftir með þunglyndislegum
áhyggjum og dómsdagsspám ef þjóðin segði ekki já
við Icesave.
Hún sagði nei og aftur nei.
Fullyrt er að hákarlahópurinn hafi komið saman á
dögunum og enn þóst eiga meira erindi við þjóðina
en aðrir.
Augljóst virðist að áróðursherferð sem staðið hefur
í rúman áratug um að nei skuli þýða nei mun seint
og illa ná eyrum hóps, sem hlustar ekki á neitt sem
sagt er utan hans.


Gengur Mogginn af göflunum?

 

Nú fara margir hamförum vegna þess að ófullgerðri skýrslu Ríkisendurskoðunar var komið til fjölmiðla. Málið er þannig vaxið að eðlilegt er að gerðar séu athugasemdir við vinnubrögð stofnunarinnar.

formaður fjárveitinganefndar Alþingis átti vart annarra kosta völ en taka undir gagnrýni þá, sem fram kom í kastljósi í síðustu viku, en sú gagnrýni virtist undirrituðum vel ígrunduð en ekki ruglingsleg, eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins taldi, nema undirritaður sé sjálfur ruglaður.

 

Umræðan um skýrsluna og viðbrögð hafa verið hápólitísk og úr öllu samhengi við mannlega skynsemi. Hún sýnir glögglega í hvert óefni er komið hér á landi. Menn grafa sig í skotgrafir: stjórnarliðar á aðra hönd og stjórnarandstæðingar á hina með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi. Morgunblaðið hamast sem aldrei fyrr vegna þessa máls og telur leiðarahöfundur í dag, að eitthvað annað kunni að búa undir en áhyggjur af vanhæfni Ríkisendurskoðunar til þess að hafa eftirlit með athöfnum þeirra, sem selja ríkinu þjónustu sína. Grípur hann m.a. til uppnefna eins og „handlangara", sem er notað sem lítilsvirðandi orð um einn af stjórnarþingmönnum. Slíkur götustrákastíll hefur vart tíðkast fyrr í leiðurum Morgunblaðsins, en er að verða eitt helsta einkenni annars ritstjórans.

 

Leiðarahöfundi Morgunblaðsins, sem hrósar sér af því að hafa átt þátt í að Íslendingar greiddu ekki skuldir óreiðumanna, þykir víst að einhverjar duldar kenndir búi undir hjá stjórnarliðum í hinni ógagnsæju stjórnsýslu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem honum þykir ónýtur stjórnmálamaður. Hann gleymir því, að sjálfur var hann sakaður um að brugga óvönduð meðul, þegar klekkja þurfti á meintum andstæðingum hans í lok síðustu aldar. Hvernig var til að mynda háttað aðför eins af aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins að þáverandi varaformanni þess, sem hermt er að þáverandi forsætisráðherra hafi staðið fyrir? Og hvaða kenndir lágu að baki þeirri ákvörðun þáverandi stjórnarliða að setja hefndarlög til þess að klekkja á Öryrkjum í kjölfar öryrkjadómsins í ársbyrjun 2001? Voru þær hefndaraðgerðir gagnsæjar?

 

Auðvitað eiga menn ekki að lifa stöðugt í fortíðinni og það hyggst undirritaður ekki gera. En hitt dylst honum ekki að enn virðast sömu úrræðin uppi á borðinu hjá Sjálfstæðisflokknum: lægri skattar og meiri álögur á þá sem minnst hafa handa á milli. Þess vegna er rétt að lifa í nútíðinni og horfa til framtíðar um leið og hugað er að hinu liðna, einkum þegar hugsað er til þess að meintur leiðarahöfundur virðist ekki skynja hverjir áttu upptökin af þeim ósköpum, sem nú dynja yfir Ríkisendurskoðun. Eða hverjir voru við stjórnartaumana í upphafi aldarinnar?.

 


Soðningaríhaldið og sóknarnefnd Landakirkju

 

Á fésbókinni fer nú sem logi um akur grein sem birtist í Eyjafréttum um sölu útgerðarfyrirtækis í Vestmannaeyjum. Á síðu eyjafrétta eru tvær færslur um þetta mál í dag: Miskunnsami Samherjinn og Ískalt vald útgerðarmannsins.

 


Sýning auglýsingamyndar stöðvuð um borð í Herjólfi

Nokkuð hefur verið fjallað um brot á sæmdarrétti vegna ógeðfelldrar endurvinnslu lagsins Þú og ég. Kvikmyndagerðarmenn hefur hent nokkrum sínum að gleyma að leita heimildar höfunda til þess að nota tónlist þeirra í kvikmyndum.

Fyrir um aldarfjórðungi varð sá atburður að farið var að sýna kynningarmynd um Vestmannaeyjar um borð í Herjólfi. Lag nokkurt, Vestmannaeyjar, sem ég er höfundur að, var notað sem undirstaða hljómgrunnsins.

Eftir því sem mér var tjáð var ætlunin að sýna þessa mynd í nokkra mánuði og átti að fjármagna hana með auglýsingum. Þar sem ekki hafði verið leitað heimildar höfundar til þess að nýta lagið var STEF fengið til að stöðva sýningu myndarinnar og var það gert bæði fljótt og vel. Framleiðandi myndarinnar hafði að engu bréfaskriftir þar til hótað var málsókn.

Heimildir herma að einungis hafi einn auglýsandi greitt auglýsingu sína og varð því tap af framleiðslu myndarinnar. Þegar upp var staðið nam greiðslan einungis 5.000 krónum. Þannig tapaði kvikmyndagerðarmaðurinn bæði fjármunum og ærunni.


Rannsóknarblaðamaður óskast

Þegar Gunnlaugur Sigmundsson eignaðist Kögun fór það fjöllunum hærra að stjórnmála- og kunningjatengslin hefðu skipt meira máli en flest annað.

Hér skal ekki fullyrt hvort þetta var satt eða dylgjur einar. Umræðan er þannig hér á landi að einatt skortir mjög á að mál séu brotin til mergjar og sannleikurinn leiddur í ljós. Hitt þykjast þó fleiri vita að ekki skiluðu allar tekjur Gunnlaugs af viðskiptum sínum sér inn í íslenska samneyslu.


mbl.is „Fullt tilefni til þess að íhuga áfrýjun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppdráttarsýki morgunútarps Rásar eitt

Að því hefur verið vikið á þessum síðum að ekki sé allt með felldu í morgunútvarpi Rásar eitt.

Nú annast morgunútvarpið þrír umsjónarmenn: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, Jónatan Garðarsson og K.K.

Þau Sigurlaug Margrét og Jónatan eru margreyndir dagskrárgerðarmenn og hafa staðið sig að flestu leyti vel. Tónlistarvalið er þó fremur einhæft og of mikið ber á bandarískri tónlist. Þá eru hin löngu símtöl, sem þau inna af hendi, væbast sagt hvimleið. Símtækin virðast fremur léleg og viðmælendur beita ekki ævinlega röddinni.

Víða er farið að nota Skæpið til slíkra samtala á erlendum útvarpsstöðvum og virðist það gefast vel svo fremi sem ekki sé notuð þráðlaus tenging. Við það batna tóngæðin og málflutningur verður skýrari.

Morgunstundin er orðin "hreinasti hryllingur," eins og Skagfirðingur nokkur orðaði það. Hann hsagðist hafa tekið saman lista yfir tónlistina sem leikin væri í þættinum og væri hún endurtekin á tveggja vikna fresti nær óbreytt. Taldi hann hljómplötuúrvalið mjög takmarkað. Þátturinn er í svo föstum skorðum að þeim, sem aka til vinnu á morgnana á milli kl. hálf níu og níu, er meinað að hlusta á íslenska tónlist. Þá hljómar mestmegnis bandarísk tónlist á rás eitt. Á eftir fréttum kl. 8:05 er hafist handa við Morgunstundina. Sama upphafsstefið er leikið, síðan hefjast kórar handa, kvartettar eða einsöngvarar og sama úrvalið dag eftir ag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Þegar kórarnir, kvartettarnir og einsöngvararnir hafa lokið sér af, taka við hljómsveitir og söngvarar, sem voru upp á sitt besta á 6. og 7. áratugnum. Það gefur auga leið að tónlistarúrvalið er takmarkað, enda var hljómplötuútgáfa lítil og safn Ríkisútvarpsins fremur bágborið, enda mörgu hent. Einstaka lag frá 8. 9. og 10. áratugnum slæðist inn og örsjaldan ný tónlist.

Umsjónarmaður Morgunstundarinnar er þekktur fyrir vönduð vinnubrögð að sögn. Undir það skal tekið að hann hefur vandað valið, en ekki gætt þess að endurnýja tónlistarforðann. Það kom hins vegar í ljós á hlaupársdaginn síðasta að hann gat gert býsna vel, en þá lék hann lausum hala á Rás tvö á meðan Hallgrímur Thorsteinson kryddaði Morgunstund Rásar eitt með fjölbreyttu lagavali.

Það ber brýna nauðsyn til að endurskoða frá grunni morgunútarp Ríkisútvarpsins. Yfirstjórn stofnunarinnar virðist hafa þjarmað svo að dagskrárgerð að hún er vart svipur hjá sjón. Það eru allir burðir til þess að búa til gott morgunútvarp allra landsmanna með meiri samtengingum en hingað til hefur tíðkast. Morgunvaktin, sem hleypt var af stokkunum í mars 2003, var góð tilraun, en hún fékk ekki að þróast. Í staðinn er nú morgunútvarp Rásar eitt látið veslast upp. Hver ætli tilgangurinn sé?


Er þróun vistvænnar orku í hættu?

Ýmsir hafa haft áhyggjur af væringum á sviði viðskipta sem eru á milli Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Kína. Sumir sérfræðingar í efnahagsmálum hafa haft á orði að leiðtogar heimsins þurfi að finna önnur ráð en átök og deilur, ef komast eigi hjá meiriháttar hörmungum fyrir mannkynið. Nú óttast sumir að þrengt verði að nýjungum á sviði orkuvinnslu og neyslu. Í morgun barst þetta ákall:

Dear friends,

There's new hope on climate change, with 20% of the world's electricity being produced by renewables! China's aggressively invested billions in solar energy, making it almost as cheap as fossil fuels. But, instead of meeting that investment, the EU and US may be about to slap tariffs on Chinese solar panels, preventing a green revolution. Sign the petition to stop a trade war, and hold talks to save solar:


Climate change is accelerating, but there’s a massive ray of hope: clean energy is booming, producing nearly 20% of the world's electricity! Incredibly, the US and EU are threatening to stifle this breakthrough -- but together we can stop them.

In the last decade the Chinese government has invested billions in solar, sending panel prices plummeting and making clean green tech almost as cheap as dirty fossil fuels. But the US and EU, who give billions in taxpayer subsidies to Big Oil and Coal, are about to drive solar prices back up by putting tariffs on China, and now China is threatening to retaliate. A full on trade war is brewing that could kill the crucial green energy revolution.

The EU and US are deciding right now. Most of the solar industry is against tariffs -- and now massive public support could tip the balance. Sign the urgent petition to save solar – if we build a 500,000 strong petition, Avaaz will make a formal submission to the US International Trade Commission and EU trade Commissioner calling for talks not tariffs:

http://www.avaaz.org/en/a_ray_of_hope_on_climate/?bGPNudb&v=17606

China has a poor human rights and environmental record, and its strategy of flooding the global market with subsidised goods could be found to be too aggressive. But the right response to this is not tariffs, it is investment. While China, the EU, and the US all funnel billions into Big Coal and Oil to destroy our planet, China is also providing huge loans and subsidies to the solar industry. And that's exactly what other governments have failed to do.

Following the bankruptcy of a handful of US and EU solar manufacturers, some lobbyists are pushing politicians to blame China, instead of their own insufficient and inappropriate subsidies. Some claim that domestic jobs are threatened by low cost Chinese panels, but the truth is the opposite -- experts predict that tariffs could cost 60,000 jobs in the US alone. The vast majority of jobs in the solar sector outside of China are in installing and servicing panels, not manufacturing them, so cheaper panels now means more work, and more jobs. And less climate change.

The EU trade Commissioner initiated the investigation into tariffs today and the US ITC proceedings are about to kick off. Written statements to both must be submitted in days to be considered. We're in a race against the clock to green our economies and prevent catastrophic climate change, and Chinese success in green tech could be the perfect catalyst for the rest of the world to scale up the technology and sustainably bring down prices. Let's make sure the EU and the US don't kill our ray of hope:

http://www.avaaz.org/en/a_ray_of_hope_on_climate/?bGPNudb&v=17606

In the world most of us everywhere want, our governments would incentivise clean energy, and not hand out our tax money to polluters making record profits from dirtying our land, air and water and destroying our planet. Today, we can save solar, and take one step closer to that future.

With hope,

Iain, Joseph, Alice, David, Julien, Emma, Ricken and the rest of the Avaaz team

PS - Avaaz has launched Community Petitions, an exciting new platform where it's quick and easy to create a campaign on any issue you care strongly about. Start your own by clicking here: http://www.avaaz.org/en/petition/start_a_petition/?do.ps.solar

More information:

BBC -- "China solar panel imports investigated by European Union"
http://www.bbc.co.uk/news/business-19498382

Forbes – "Solar Trade War Widens To Europe, SolarWorld Called 'Crazed Agent Provocateur'"
http://www.forbes.com/sites/toddwoody/2012/07/24/solar-trade-war-widens-to-europe-solarworld-called-crazed-agent-provocateur/

CBS -- "Chinese solar industry faces weak sales, price war"
http://www.cbsatlanta.com/story/19337660/chinese-solar-industry-faces-weak-sales-price-war

NYT -- "U.S. Slaps High Tariffs on Chinese Solar Panels"
http://www.nytimes.com/2012/05/18/business/energy-environment/us-slaps-tariffs-on-chinese-solar-panels.html?pagewanted=all

Bloomberg – "U.S. Solar Tariffs On Chinese Cells May Boost Prices"
http://www.bloomberg.com/news/2012-05-17/u-s-solar-tariffs-on-chinese-cells-may-boost-prices.html

The Butler Firm -- "Fighting Fair: A legal analysis of SolarWorlds trade dispute with China"
http://www.thebutlerfirm.com/fighting-fair-a-legal-analysis-of-solarworlds-trade-dispute-with-china/


Support the Avaaz Community!
We're entirely funded by donations and receive no money from governments or corporations. Our dedicated team ensures even the smallest contributions go a long way.

________________________________________

Avaaz.org is a 15-million-person global campaign network that works to ensure that the views and values of the world's people shape global decision-making. ("Avaaz" means "voice" or "song" in many languages.) Avaaz members live in every nation of the world; our team is spread across 19 countries on 6 continents and operates in 14 languages. Learn about some of Avaaz's biggest campaigns here, or follow us on Facebook or Twitter.

You are getting this message because you signed "President Zardari: Save my daughter!" on 2012-08-30 using the email address arnthor.helgason@gmail.com.
To ensure that Avaaz messages reach your inbox, please add avaaz@avaaz.org to your address book. To change your email address, language settings, or other personal information, https://secure.avaaz.org/act/index.php?r=profile&user=8453606e5d501827698c540db59c777c&lang=en, or simply go here to unsubscribe.

To contact Avaaz, please do not reply to this email. Instead, write to us at www.avaaz.org/en/contact or call us at +1-888-922-8229 (US).


Hvert skammarstrikið rekur annað

Nú ríkir um sinn jafntefli hjá ráðherrum Samfylkingar og Vinstrigrænna. Ögmundur Jónasson getur með engu móti útskýrt hvers vegna hann brýtur jafnréttislögin og Guðbjartur Hannesson þarf ekki lengur á kjararáði að halda. Þar með verða sjálfsagt Kjararáð og Jafnréttisnefnd lögð niður. Dæmi eru fyrir slíku, en fyrir nokkrum árum lagði Davíð Oddsson Þjóðhagsstofnun niður, því að hann var orðinn leiður á henni og vildi fá að stjórna óáreittur.

Það setur að mörgum ugg þegar horft er á hvernig ríkisstjórnin svívirðir stjórnsýsluna. Í hádegisfréttum upplýsti velferðarráðherrann að laun forstjóra Landspítalans hefðu verið hækkuð með þeim hætti að leyfa honum að "stunda læknisverk" eins og það var orðað. Hefur engum flogið í hug að það kunni að brjóta gegn lögum um vinnuvernd? Gera má ráð fyrir að skyldur forstjórans séu svo miklar að honum veiti vart af 60 stunda vinnuviku. Talan 450.000 fyrir læknisverk er allhá. Sé forstjórinn á lágum lögfræðingataxta tekur hann sjálfsagt um 15.000 kr á tímann sem þýðir að hann vinnur sér inn hækkunina með 30 klst á mánuði. Það er um hálf önnur klst á dag.

Þegar málið er því skoðað nánar ætti pistilshöfundur eiginlega að skammast sín fyrir að agnúast út í ráðherran fyrir þetta. Það ruglar menn einungis í ríminu að heyra heildarupphæðina nefnda og er hér með beðist afsökunar á skrifunum. En getur ráðherrann ekki búið til eða fundið einhverjar sposlur handa þeim öryrkjum, sem hafa enga eða litla atvinnu? Þá gæti munað um þriðjung þeirrar hækkunar, sem forstjórinn fékk. Hér með er þessari auðmjúku bón komið á framfæri.


Dómgreindur ráðherra

Enn einu sinni hefur kærunefnd jafnréttismála komist að raun um að ráðherra vinstri stjórnarinnar hafi brotið jafnréttislög.

Ívilnandi ákvæði í lögum, sem ætlað er að rétta hlut þeirra, sem taldir eru standa höllum fæti í þjóðfélaginu, eiga sér nokkurra áratuga sögu. Sjaldnast hefur verið farið eftir þeim, þar sem engin viðurlög liggja við broti á þeim og stjórnvöld eru undantekningalaust sá aðilinn, sem brýtur þessi lög.

Sjaldan eða aldrei hefur tekist að rétta hlut þeirra fáu einstaklinga sem hafa kært ráðningu ófatlaðra í störf sem hinir fötluðu voru fullfærir um að valda og hið sama virðist eiga við um konur. Eitt sinn var kært vegna brota á lögum um endurhæfingu, en þar sagði að þeir, sem notið hefðu endurhæfingar og væru jafnhæfir öðrum einstaklingum til starfans, skyldu "að öðru jöfnu" ráðnir. Fatlaður einstaklingur leitaði árið 1979 til þekkts lögmanns og bað hann að höfða mál á hendur opinberri stofnun vegna ráðningar í fulltrúastarf, sem hann hafði sótt um, en verið hafnað. Lögmaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að orðin "að öðru jöfnu" yllu því að málatilbúnaður teldist ónýtur. Hann ritaði hins vegar stjórnendum stofnunarinnar og óskaði eftir því að hlutur hins fatlaða umsækjanda yrði réttur. Svo varð ekki. Tveimur áratugum síðar sótti þessi sami einstaklingur um starf hjá þessari stofnun. Þá trúði starfsmannastjórinn kunningja sínum fyrir því að þessi einstaklingur kæmi aldrei inn fyrir dyr stofnunarinnar sem fastur starfsmaður, því að hann hefði eitt sinn höfðað mál á hendur stjórnendum hennar. Þannig er þetta því miður í íslensku samfélagi. Leiti fatlað fólk eða konur réttar síns gegn kerfinu eru slíkar sakir geymdar en ekki gleymdar. Margir hafa því heykst á að standa á rétti sínum af ótta við að fá ekki starf við sitt hæfi.

Hvert misréttismálið rekur nú annað hjá stjórnvöldum, þar sem konur eiga í hlut. Stundum hafa karlmenn verið teknir fram yfir þær, þótt þær séu taldar hæfari og í önnur skipti eru konurnar jafnvel taldar of hæfar. Ráðherrar bregðast jafnvel ókvæða við, séu þeir spurðir í þaula og kunna jafnvel ekki við orðbragð fréttamanna. Hvenær skyldi almenningur fá nóg af dómgreindarskorti ráðherranna?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband