Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Starfsmenn Vodafones viðurkenna að ljósleiðari Gagnaveitunnar sé ekki fullreyndur og því sé varan gölluð.
Ég er feginn að þessu leiðindamáli er lokið. Fyrirtækið á þakkir skildar fyrir viðbrögðin.
Tölvur og tækni | 2.10.2007 | 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú hefur okkur hjónum borist reikningur vegna þess að við riftum samningi við Vodafone sem gerður hafði verið til 6 mánaða, en ljósleiðarinn verkaði ekki sem skyldi. Hefur það verið rakið á þessum síðum og verður ekki endurtekið hér..
Þeir Vodafone-menn vísuðu mér á fyrirtækið Mömmu sem geði samninginn. Hitti ég þar á starfsmann sem kannaðist við mál mitt frá því í sumar og upplýsti hann mig um að komið hefði í ljós galli í hugbúnaði Gagnaveitunnar. Taldi starfsmaðurinn að komist hefði verið fyrir hann og hefðu nú öll tengiboxin verið uppfærð, en gefið hefði verið leyfi til að halda áfram tengingum í síðustu viku. Ég varð að hryggja starfsmanninn með því að segja honum að kl. 14:20 fimmtudaginn 20. sept hefði ég fengið vissu fyrir því að sum símanúmer gátu ekki náð sambandi hingað.
Áðan var síðan hringt frá Vodafone og var það viðgerðarmaður. Hafði þá komið í ljós að eitthvað var undarlegt við símann minn og var það rakið til 16. ágúst. Fórum við yfir samskiptasögu mína og fyrirtækisins. Sagðist hann vera gamall starfsmaður Símans og verða að segja eins og er að Gagnaveitan hefði alls ekki prófað ljósleiðarabúnaðinn til hlítar. Sagði hann mér að allmargir Seltirningar hefðu hrökklast af ljósleiðaratengingunni yfir á koparinn.
Það er greinilegt að Gagnaveitan hefur stórskaðast á þessu frumhlaupi sínu. Við vorum svo vitlaus að greiða skilvíslega reikninga fyrir tenginguna við ljósleiðarann. Gagnaveitan ætti að sjá sóma sinn í að endurgreiða Seltirningum þessi gjöld enda hefur hvorki þjónusta Gagnaveitunnar né búnaðurinn staðið undir væntingum.
Kapp er best með forsjá.
Tölvur og tækni | 28.9.2007 | 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
við rákum augun í að flestar íslensku útvarpsstöðvarnar eru einnig í boði. Komst ég að því að yfirleitt er um hágæðaútsendingu að ræða. Ég komst einnig að því að hægt er að tengja hljómtæki beint við myndlykilinn.
Eins og rakið hefur verið á þessari síðu hafa sumar útvarpsstöðvar tekið upp hágæðaútsendingu á internetinu. Má þar nefna norrænu útvarpsstöðvarnar. Íslenska ríkisútvarpið er nokkur eftirbátur hinna stöðvanna því að Ríkisútvarpið sendir ekki víðómsvarp á netinu. Skýringin er víst sú að síminn, sem sér um þetta, sendir merkið út gegnum útvarpstæki og of mikið suð verður af víðóminu.
Þegar ég las þessa lýsingu sem komin var frá starfsmanni Símans ætlaði ég vart að trúa eigin eyrum. Hvers vegna er ekki hægt að varpa útvarpsmerkinu út á netið á sama hátt og gert er þegar mönnum er boðið hágæðaefni í sjónvarpið?
Hvenær verður ráðin bót á þessu og ætlar Ríkisútvarpið ohf ekki að taka við þessum útsendingum sjálft?
Tölvur og tækni | 24.9.2007 | 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við áttum athyglisverðar umræður um þjónustu Gagnaveitunnar. Eins og greint hefur verið frá á þessari síðu var ástandið þannig að fjöldi fólks náði ekki sambandi við símanúmer okkar eftir að við fluttum símann yfir á ljósleiðarann og sjónvarp ásamt internetsambandi brást stundum. Taldi símvirkinn þetta m.a. stafa af því að Gagnaveitan hefði ekki lagt nægilega góðan endabúnað inn í fjölbýlishúsið.
Það væri fróðlegt að heyra álit fólks um þetta atriði hér á þessari síðu. Ef rétt reynist að Gagnaveitan spari í endabúnaði er það minnsta sem fyrirtækið getur gert að bjóða notendum að leigja fullkomnari búnað. Miðað við það hvernig ástandið var hjá okkur trúi ég því vart að Seltirningar þyrpist með tengingar sínar til Gagnaveitunnar.
Tölvur og tækni | 21.9.2007 | 08:02 (breytt kl. 08:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er varasamt að gefa þennan talgervil út áður en notendur hafa prófað hann. Mér er ókunnugt um a nokkur vanur talgervilsnotandi hafi verið fenginn til að prófa talgervilinn og skrá þær villur sem hann gerir hugsanlega.
Ég beini þeim eindregnu tilmælum til hönnuða talgervilsins að fá einhverja, sem eru vanir að nota slík tól, til þess að prófa Röggu og fresta heldur útgáfunni. Reynsla mín af Snorra og forföður hans er sú að eftir að talgervlarnir voru gefnir út voru þeir aldrei lagfærðir. Ekki var farið eftir ráðeggingum notenda varðandi fyrsta talgervilinn og Snorri var framleiddur án nokkurs samráðs við notendur. Það eru alls konar vitleysur í báðum talgervlunum enda var blandað saman frönsku og íslensku tali.
Þótt Hex hugbúnaðarhús sé alls góðs maklegt hafa þeir ALDREI átt nokkurt samstarf við íslenska notendur talgervils. Þess vegna er enn mikilvægara að prófa talgervilinn vandlega og koma því svo fyrir að sem flestir verði ánægðir.
Tölvur og tækni | 19.9.2007 | 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég sagði henni að hringingin hefði borist of seint, ég hefði sagt upp áskriftinni hjá þeim og hygðist segja upp ljósleiðaranum. Við hjónin vildum ekki vera tilraunadýr um óákveðinn tíma með öllum þeim óþægindum sem því fylgja: fólk nær ekki sambandi hingað nema úr ákveðnum símanúmerum og netið dettur úr sambandi á álagstímum.
Stúlkan varð ákaflega aum og sagði að sér þætti þetta afar leitt. Það væri aumt, eins og hún orðaði það, að fá hverja hringinguna á fætur annarri um sama efni. Ég sagðist skilja það. Vafalaust væru ýmsir æstir en ég forðaðist það enda væri þetta starfsfólki Vodafones ekki að kenna. Ég minntist ekki á í góðsemi minni að pilturinn sem kom hingað að tengja netið um ljósleiðarann lagði leiðslur um íbúðina enda var hann fenginn til þess á vegum Mömmu. Hann festi þær upp með föndurlími sem er nú löngu þornað og verðum við að grípa til einhverra ráðstafana til þess að festa snúrurnar aftur. Þetta er meiri frágangurinn og Mömmu (ekki minni mömmu) til skammar.
Orkuveitan hefur prangað inn á okkur Seltirninga vöru sem er ekki tilbúin til nokunar. Þetta gerði fyrirtækið líka þegar það hugðist selja aðgang að internetinu um raflagnir. Það var nú meiri vitleysan og furða hvað margir entust lengi í þeirri þjónustu.
Ég legg til að Seltirningar bindist samtökum um að segja upp ljósleiðaratengingunni. Hægt er að fá jafnhraðvirkar og öruggari tengingar eftir öðrum leiðum.
Ef einkafyrirtæki hegðaði sér eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert væri það löngu skaðabótaskylt. Kannski er eina leiðin sem fær er sú að einkavæða fyrirtækið svo að það fari að haga sér almennilega í almennum samskiptum við fólk.
Orkuveitumenn, hættið að selja fólki gagnadreifingu en beinið kröftunum að rafurmagni og vatni.
Tölvur og tækni | 31.8.2007 | 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1. Fljótlega eftir að síminn hafði verið tengdur tók að bera á því að fólk næði ekki sambandi við okkur. Í ljós kom að þeir sem nota tölvusíma geta ekki hringt, ekki virðist hægt að hringja úr öðrum síma sem tengdur er ljósleiðara og sum símanúmer ná hreinlega ekki sambandi. Árangurslaust hefur verið leitað eftir upplýsingum um þetta frá vodafone en án árangurs. Afgreiðslufólkið er hið kurteisastaen segist ekki fá nein svör frá tæknimönnum.
2. Fljótlega uppgötvaði ég að um 10-leytið á kvöldið rofnaði netsambandið. Ýmislegt bendir til þess að um álag sé að ræða. Okkur var talin trú um að gagnaflutningsgetan væri svo mikil að þetta myndi ekki gerast. En þetta hefur nú samt gerst. Ég viðurkenni vað vísu að við fengum hraðari gagnaflutning gegn lægra gjaldi en netsambandið er óstöðugra og það vegur gæfumuninn.
3. Við fórum austur í sveitir um verslunarmannahelgina. Þá sá ég svo að ekki varð um villst að símasamband mitt í GSM var mun verra en eiginkonunnar sem hafði haldið sig við Símann með GSM-símann sinn. Hljóðgæðin hjá vodafone voru þar að auki mun lakari.
Ég las um daginn athyglisverða grein eftir íslenskan doktor í fjarskiptaverkfræði þar sem hann heldur því fram að hægt sé að ná svipuðum hraða í koparstrengjum og ljósleiðurum. Hann heldur því einnig fram að gagnaflutningur virðist ekki henta orkufyrirtækjum. Sé þetta rétt staðfestist enn sá ásetningur minn að skipta aftur yfir til Símans. Það er að vísu dýrara en þjónustan og gæðin vart sambærileg. Þetta þýðir með öðrum orðum að við munum segja upp öllum notum af ljósleiðaranum. Hann er greinilega ekki fullbúinn til notkunar og þeir Orkuveitumenn virðast vart hafa vitað hvað þeir lögðu út í.
Tölvur og tækni | 27.8.2007 | 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hala niður pdf-útgáfunni, afrita hana á klippispjaldið og lími síðan inn í Word. Eftir smástund verður blaðið allvel læsilegt.
Tölvur og tækni | 21.7.2007 | 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það vekur furðu mína að í hvert skipti sem ég reyni að hala niður Fréttablaðinu á PDF-sniði frjósa þær þrjár tölvur sem ég hef aðgang að. Þá virðist html-útgáfan vera einhver brandari sem lesbúnaður blindra ræður ekki við.
Ég velti fyrir mér að gerast áskrifandi að DV á netinu og sendi blaðinu póst þar sem ég fór fram á að fá að prófa aðganginn áður en ég tæki ákvörðun. Ég veit því ekki um aðgengið að netútgáfu DV því að svar barst aldrei og ég tímdi ekki að kaupa áskrift sem ég gæti e.t.v. ekki notað.
Um daginn skoðaði ég PDF-útgáfu Blaðsins og virtist hún mjög aðgengileg. Allar skilgreiningar skiluðu sér svo að auðvelt var að blaða í því í Adobe forritinu. Þetta mætti Fréttablaðið taka sér til fyrirmyndar.
Um mbl.is ræði ég ekki því að sá vefur tekur öllu öðru fram hér á landi. Hið sama gildir um vef Ríkisútvarpsins þótt ýmislegt mætti þar til betri vegar færa.
Tölvur og tækni | 19.7.2007 | 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í vor var lagður inn í húsið ljósleiðari og ákváðum við að taka hann í notkun. Hófst það með því að sjónvarpið var tengt og stórbötnuðu myndgæði.
Þá ákváðum við að kanna hvort ekki væri rétt að taka símann og netið gegnum ljósleiðarann. Þurftum við þá að skipta um símafyrirtæki og varð Vodafone fyrir valinu. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að þetta þýði sáralítið rof á símasambandi. En raunin varð önnur:
Pöntunin var dagsett 21. júní og þann 26. rauf Síminn föstu línuna. Sagt var að vodafone hefði tekið við henni.
Hjá Vodafone var mér tjáð að fyrirtækið gæfi sér viku til 10 daga til þess að koma tengingum á hreint. Ég háði næstu daga nokkrar kappræður við sölu- og tækniráðgjafa en ekkert gekk.
Í gær missti ég loks þolinmæðina og gafst söluráðgjafinn upp á mér og gaf mér samband við tæknideildina hjá Mömmu. Þar tók við mér Kristín nokkur og sagði að ég kæmist að í fyrsta lagi í dag. Ég tjáði henni óánægju mína og taldi umsaminn dagafjölda liðinn og spurði hvernig ég ætti að senda frá mér pistil sem ég þyrfti að setja inn á netþjón Ríkisútvarpsins. Skýrði hún þá fyrir mér ýmislegt í sambandi við ljósleiðaratenginguna og viðurkenndi að vodafone fari ekki að öllu leyti með rétt mál á heimasíðunni. Féllst hún á að senda mér mann eftir kl. 7 í gærkvöld til þess að tengja netið. Þetta var hin alúðlegasta kona og virtist vita um hvað málið snerist. Kann ég henni bestu þakkir.
Pilturinn kom um 6-leytið og reyndist hinn alúðlegasti. Hann skilaði verki sínu prýðilega vel.
Í dag kom svo annar piltur og tengdi símann.
Elín var ekki að öllu leyti sátt því að ég hafði framið eitthvert hermdarverk á nettengingunni hennar og gat hún ekki sent póst. Því kipptum við hjónin í lag í kvöld. Við erum ekki svo galin þegar við tökum á samann.
Þá er notkun ljósleiðarans nú þríþætt: net, sími og sjónvarp. Fróðlegt verður að sjá hort þetta sparar einhver útgjöld. Mér skilst að við getum hringt úr heimilissímanum ótakmarkaðan fjölda símtala innanlands og hefði slíkt komið sér vel í vetur. Þá er nú móttökuhraðinn orðinn 12 mb en sendingarhraðinn nokkru hægari. Það tók um 4 mín að senda um 50 mb af efni inn á netþjón RÚV.
Mér hefur verið tjáð að fjöldi fólks hverfi nú frá Símanum vegna þess að fyrirtækið þverskallast að veita þjónustu um ljósleiðarann á Seltjarnarnesi. Það er leitt að jafnágætt fyrirtæki standi ekki betur en svo að það neiti að selja þjónustu sína um fleiri gáttir en sínar eigin. Þetta minnir óþægilega á þau undirtök sem fyrirtækið hafði á markaðinum þegar bræður mínir voru að alast upp á stríðsárunum. Þá varð einum þeirra á að tengja síma upp í svefnherbergi foreldra okkar og sætti kærum fyrir. Ég minnist þess að fyrir tæpum 40 árum hélt einn af forystumönnum Símans því fram að fyrirtækið hefði jafnvel einkaleyfi á að tengja dyrabjöllur.
Þessi tími er nú liðinn og kemur væntanlega seint aftur. Ljósleiðarinn verður hér í jörðu næstu áratugina og Síminn mun eingöngu tapa á því að taka ekki þátt í þessari byltingu.
Háværar sögusagnir eru um að fyrirtækið hyggist nú leggja sinn eigin ljósleiðara um Seltjarnarnes. Vonandi verður það ekki, heldur beinir síminn kröftum sínum að þeim svæðum sem eru enn án þessa búnaðar.
Vonandi bera fjarskiptafyrirtækin gæfu til þess að nýta með skynsamlegum hætti búnað sinn til þess að dreifa þjónustunni sem best og víðast um landið.
Tölvur og tækni | 5.7.2007 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar