Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Ég hef lengi haft gaman af að kaupa skartgripi handa konunni minni og hef iðulega gertþað þegarég hef haft efni og ástæður til. Fór ég því glaður inn á vefinn skart.is til þess að forvitnast um það sem þar er á boðstólnum.
Í fljótu bragði virtist mér vefurinn prýðilega hannaður. Uppsetningin er skipuleg og vöruflokkarnir vel aðgreindir.
En svo fór í verra. Ég fór í ýmsa vöruflokka og hugðist skoða þá. Byrjaði ég auðvitað á herraskartinu. Vér lágtekjuatvinnuleysingjar látum oss stundum dreyma. Viti menn. Enginn lýsandi alt-texti var við hlekkina. Einungis myndir. Vörukarfan virtist hins vegar aðgengileg svo að ég hefði hreinlega getað keypt mér alls kyns skart alveg blindandi og ekkert vitað hvaðan á mig stæði veðrið þegar ég fengi það afhent.
Ef hönnuðurinn hefði skoðað vefverslun Flugleiða (fyrirgefið, Iceland Air) hefði hann séð að á bak við hvern hlekk er lýsing. Þessar lýsingar gerðu það að verkum að ég hef iðulega skoðað vörulýsingar Sögubúðarinnar þegar ég hef átt leið á milli landa og ákveðið hvort ég kaupi eitt eða spyrjist fyrir um annað.
Hér með er þessari ábendingu komið á framfæri. Fallegar myndir af skartgripum ásamt góðum lýsingum selja betur en eingöngu myndir og eins og sakir standa er vefurinn skart.is ætlaður sumum en ekki öllum.
Tölvur og tækni | 29.12.2008 | 23:20 (breytt 30.12.2008 kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tölvur og tækni | 25.12.2008 | 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fannst þá auglýsingin og kom í ljós að umsóknarfrestur var til 1. desember. Gefið var upp netfang sem skila mátti umsóknum til og opnaði ég það. Samdi ég síðan umsóknina og lét ferilskrá fylgja með.
Innan skamms barst mér bréf þar sem mér var tjáð að verklagsreglur ríkisins bönnuðu að tekið væri við umsóknum eftir að frestur væri liðinn. Svaraði ég bréfinu og bað um að fá að njóta vafans. Sagðist ég hafa farið inn á Starfatorgið m.a. mánudaginn 24. fyrra mánaðar og aftur þann 30. Hefði ég aldrei orðið var við auglýsinguna. Hlyti það að stafa af galla í heimasíðunni eða í skjálesaranum sem hugsanlega skautaði yfir einhver svæði.
Nú hefur mér borist svar þar sem ég verð látinn njóta vafans takist mér að sanna að um galla á heimasíðunni hafi verið að ræða. Þá eru góð ráð dýr því að auglýsingin hefur verið fjarlægð.
Ég hef svarað þessu bréfi og boðist til að láta rannsaka tölvu mína ef það þjónar einhverjum tilgangi. Einnig hef ég bent á að stjórnvöldum beri að sanna að aðgengi að Starfatorgi sé óaðfinnanlegt. Vonandi verður þetta mál leyst með sanngirni. Það sýnir þó í hnotskurn hve mikilvægt er að aðgengi að upplýsingum verði tryggt með lögum.
Ég hlýt að vera farinn að eldast því að svona þras og barátta dregur næstum úr mér allan mátt.
Tölvur og tækni | 2.12.2008 | 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það sem veldur einkum vandræðum og því að menn nota ekki íslenskt viðmót er að íslenskan nær ekki niður úr efstu lögum Windows-stýrikerfisins. Um leið og farið er í innviði þess og leitað eftir flóknari skipunum tekur enskan við. Þá bætir heldur ekki úr skák að forrit frá öðrum en Microsoft hafa sjaldan verið þýdd.
Það væri óskandi að fundin yrði leið til þess að auka veg íslenskrar tungu í tölvuumhverfinu.
![]() |
Innan við fimmtungur velur íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 1.12.2008 | 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um nokkurra ára skeið hefur Landsbókasafn Íslands veitt fólki aðgang á vefnum að blöðum og tímaritum. Er þetta ómetanleg heimild ýmsum sem þurfa að nota þessar heimildir við rannsóknir. Þá hefur almenningur tekið þessari nýjung fagnandi.
Við innlestur heimildanna er beitt svokölluðum ljóslestri (Optical Recognition) og verða því ýmsar villur í innlestrinum. Árangurinn er einna bestur á nýjustu blöðunum og tímaritunum.
Sá böggull hefur fylgt skammrifi að efni tímarita og blaða hefur ekki verið aðgengilegt þeim sem nota skjálesara. Nú er hins vegar að verða breyting þar á.
Landsbókasafnið mun innan skamms opna nýjan vef þar sem fólki gefst kostur á að lesa textann sem ljósmyndaður hefur verið. Veitir þetta blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að ýmsum heimildum sem hafa hingað til verið óaðgengilegar.
Slóðin er
http://new.timarit.is
Eru lesendur hvattir til þess að skoða þennan aðgang og gera athugasemdir ef einhverjar eru.
Ég minnist þess að í sumar fann ég stundum til þess að hafa ekki aðgang að blöðum og tímaritum sem höfðu verið lesin inn á vegum Landsbókasafnsins. Er slíkur aðgangur ómetanlegur þeim sem fást við blaðamennsku. Kom ég því þeirri spurningu áleiðis til Landsbókasafnsins hvort unnt væri að birta texta blaðanna í stað myndanna eingöngu. Starfsmenn safnsins hafa brugðið við og leyst að mestu þennan vanda. Ber þetta vott um einstaka lipurð og víðsýni í starfi.
Skert aðgengi veldur mörgu fólki fötlun sem varla fyndi til skerðingar sinnar ef hugað væri að öllum þáttum aðgengisins. Á því Landsbókasafnið hrós skilið fyrir þetta einstaka framtak.
Tölvur og tækni | 14.11.2008 | 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KNF lesarinn er hugbúnaður sem settur er í Nokia N82 farsíma. Með þessum hugbúnaði er hægt að lesa ótrúlegustu hluti: tímarit, jafnvel dagblöð, nafnspjöld, bækur, blöð o.s.frv. Einnig les búnaðurinn bandaríska peningaseðla.
Umboðsfyrirtæki Kurzweil í Belgíu hefur umboð fyrir Norðurlönd og hefur haft góð orð um að hugbúnaðurinn verði íslenskaður. Hann er væntanlegur á norsku innan skamms.
Þá er fjallað um skjálesarann Voiceover sem fylgir Macintosh stýrikerfinu. Miklar umbætur hafa verið gerðar á hugbúnaðinum sem gera blindum notendum kleift að vinna flest sem hægt er að nýta tölvuna til. Þó veit ég ekki um myndvinnslu. ´'Ég man ekki betur en talgervillinn Snorri gnagi með þessum Voice over hugbúnaði.
Þá er í blaðinu einnig fjallað um næstu útgáfu Itune forritsins, en frá og með áramótum verður útgáfa 8 aðgengileg blindum notendum og stefnt er að því að allar Itunes-verslanir verði aðgengilegar blindu fólki í júní árið 2009.
Nú er einungis eftir að vita hvernig tæknióðir, blindir Íslendingar, sem leita allra leiða til þess að spjara sig í samfélaginu, fara að því í kreppunni að fá nauðsynlegan hugbúnað. Hið opinbera þarf að taka sig mjög á ef það ætlar að standa jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum við útvegun hjálpartækja.
Hér er slóðin á tímaritið handa þeim sem eru áhugasamir. http://www.afb.org/accessworld
Tölvur og tækni | 13.11.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til Petreu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Símans. Sæl, Petrea. Ég vek athygli á meðfylgjandi pósti frá Símanum þar sem boðuð er breyting á Tölvusímanum. Í bréfinu er vísað á krækju http://www.siminn.is:80/servlet/file/tolvusiminn-nov-6.jpg?ITEM_ENT_ID=77418 Þegar smellt er á þessa krækju kemur upp jpg-mynd. Ég hef nokkrum sinnum fengið slíkan tölvupóst að undanförnu frá Símanum og ævinlega vakið athygli á að sú aðferð að senda jpg-myndir í stað texta samræmist EKKI aðgengisstefnu stjórnvalda. Blindir notendur netsins geta með engu móti lesið slíkan póst. Síminn hefur lagt metnað sinn í að gera heimasíðu fyrirtækisins aðgengilega . En veit markaðsdeildin hvað aðgengi að vefnum er? Sé svo, hyggst deildin þá uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um aðgengi að upplýsingum?
Tölvur og tækni | 6.11.2008 | 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaman væri að vita hvort nýi gullsíminn sé nokkru betri.
Tölvur og tækni | 6.11.2008 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunblaðið hefur yfirlett tekið afar vel öllum ábendingum um bætt aðgengi. Í morgun brá hins vegar svo við að þegar ég ætlaði að hlusta á kynninguna á áskriftinni af Mogganum mínum vildi spilarinn í tölvunni ekki leyfa mér að skoða kynningarbandið. Veit ég ekki hvað veldur.
mbl.is er án efa sá fjölmiðill sem flestir nýta sér um þessar mundir auk Ríkisútvarpsins. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að undanförnu að tímabært sé að endurskoða útlit forsíðunnar og einfalda það. Nú eru rúmlega 200 krækjur á forsíðunni. Með því að skipta henni í færri yfirflokka yrði öll leit og umferð um hana mun einfaldari.
Að lokum hvet ég Moggamenn til að halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa markað öflugasta fjölmiðli landsins í einkaeign.
Tölvur og tækni | 4.11.2008 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tölvur og tækni | 17.10.2008 | 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar