Færsluflokkur: Tölvur og tækni
![]() |
Nokia nær ekki í jólapakkann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 8.10.2008 | 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
http://gizmodo.com/5055932/apple-to-make-itunes-8-and-ipod-completely-accessible-to-the-blind
Tölvur og tækni | 5.10.2008 | 21:09 (breytt 6.10.2008 kl. 07:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkissjónvarpinu tekst afar illa að efna til málefnalegra umræðna um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Umræðan endar yfirleitt með eins konar hanaati og menn eru jafnnær eftir atið og áður. Helgi Seljan (man ekki hvers son hann er) hefur einstakt lag á því að grípa fram í fyrir viðmælendum og yfirleitt enda viðtölin hjá honum illa. Þá lýstur stjórnmálamönnum iðulega saman og allt endar með ósköpum.
Stjórnendur Kastljóssins verða að fara að hugsa um hag hlustenda og hætta þessari skrýlsframleiðslu.
Nú kemur það fram að Íslendingar eru hvarvetna bestir. Enn hefur aðeins einn banki lent í fjárþroti og líkur benda til að Landsbankanum hafi tekist að forðast stóráföll að sinni.
Í gær fékk ég enn eina staðfestinguna á því hvað Íslendingar eru frábærir. Ég er í þróunarhópi um hugnúnað fyrir blinda og sjónskerta. Í gær barst tilkynning um að forritið Ragga myndi fylgja næstu útgáfu hugbúnaðarins og er forritið með tilraunaútgáfunni. Engar úrbætur hafa verið gerðar á talgervlinum þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.
Vafalaust eru Íslendingarnir, sem hönnuðu Röggu, ágætlega vel að sér í sínu fagi. En þeir hafa enga reynslu af því að framleiða talgervla. Starfsmenn Dolphin-fyrirtækisins, sem hefur ákveðið að fjárfesta í Röggu, töldu sem eðlilegt var, að talgervillinn hefði verið prófaður með notendum. Nú lítur út fyrir að þeir muni jafnvel hverfa frá því að nota hann.
Það er eins með talgervilinn Röggu og fjármálaveldi Íslendinga. Menn hafa ekki hugsað leikinn til enda og kastað til höndunum við framleiðslu hans.
Hefði talgervillinn verið framleiddur í Kína myndu Kínverjar hafa verið sakaðir um vörusvik. Og nú saka ég Símann um vörusvik. Síðan bætir menntamálaráðherra gráu ofan á svart með því að afhenda þessi ósköp við hátíðlega athöfn.
Tölvur og tækni | 1.10.2008 | 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar tækniupplýsingar eru athugaðar sést að útsendingin er einungis á 64 kb sem er ásættanlegt fyrir einómsútsendingar en ekki víðóm. Þá eru lágmarksgæði talin a.m.k. 128 k, í minnsta lagi 96k.
Fyrir vikið er vart hlustandi á tónlistarþætti sem geymdir eru á vefnum í hálfan mánuð eftir útsendingu vegna þess að högg koma fram í útsendingu þegar tónar eru langir. Á þetta bæði við um söng, fiðlur, orgel og fleiri hljóðfæri
Ef borin eru saman tóngæði íslenska og sænska útvarpsins er munurinn sláandi mikill. Væri ekki ráð að Ríkisútvarpið hressti aðeins upp á gæðin og yki bætafjöldann um helming? Einhvern tíma hljótum við að fá svipuð gæði á netinu og þegar hlustað er á útvarp gegnum sjónvarpsmóttakara Símans.
Tölvur og tækni | 26.9.2008 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komdu sæll, Gissur.
Ég skrifaði þér í janúar 2007 vegna aðgengis að gögnum Vinnumálastofnunar á vefnum. Í bréfi mínu kemur m.a. fram að eyðublöð, sem birt eru á vefnum, eru óaðgengileg þeim sem þurfa að nýta sér skjálesara vegna sjónskerðingar.
Þú svaraðir skjótt og vel og tjáðir mér að unnið væri að úrbótum í þessum efnum. Síðan virðist fátt hafa gerst.
Eyðublöðin eru enn á því sniði að skjálesarar geta ekki eða illa lesið þau. Sjá m.a. umræðu á http://arnthorhelgason.blog.is þar sem tveir forritarar tjá sig um eyðublöðin.
Þá er útfyllingareyðublaðið, "Starfsumsókn" sem er á vef stofnunarinnar og ætlað er til þess að menn geti skráð sig í gagnagrunn hennar, einnig óaðgengilegt að nokkru leyti. Þar vantar raunar aðeins herslumuninn.
Á heimasíðunni er stérstök stilling fyrir sjónskerta. Ég skil ekki til hvers sú stilling er höfð á síðunni þegar efni, sem nauðsynlegt er að fylla út, er ekki aðgengilegt.
Ýmsir einstaklingar standa höllum fæti á vinnumarkaði vegna sjónskerðingar sinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram skýra stefnu í aðgengi að upplýsingasamfélaginu sem ætla má að gildi fyrir allar ríkisstofnanir, sjá m.a. http://ut.is, en þar er m.a. krækjan "Aðgengi allra að vefnum" auk umfjöllunar um hönnun opinberra vefja. Vinnumálastofnun hefur ekki tekist að öllu leyti að framfylgja þeirri stefnu.
Hvers kyns tölvuvinnsla er eitt þeirra sviða sem blint fólk hefur haslað sér völl á erlendis en ekki nema að litlu leyti hérlendis. Þó hafa nokkrir einstaklingar nýtt sér þessa tækni með góðum árangri. Það skýtur skökku við, þegar þessir sömu einstaklingar segja atvinnuráðgjöfum stofnunarinnar að þeir geti nýtt sér tölvur til allrar almennrar vinnslu, þegar kemur í ljós að þeir geta ekki einu sinni fyllt út eyðublöð stofnunarinnar vegna þess að þau eru ranglega hönnuð. Hverju eiga þá atvinnuráðgjafarnir að trúa? Þarna veldur hönnunin fötlun sem kæmi ekki að sök ef umhverfið væri rétilega hannað.
Ég hef unnið að aðgengismálum fatlaðra í rúma tvo áratugi og mikil vakning hefur orðið að undanförnu hér á landi einkum hvað varðar vefaðgengi.
Hvernig stendur á því að Vinnumálastofnun daufheyrist við þeim ábendingum sem lagðar hafa verið fram?
Hefur verið gerð áætlun umhvenær þessum málum verði kippt í liðinn?
Tryggingastofnun ríkisins hefur nú bætt úr aðgengi að eyðublöðum á heimasíðu sinni svo að til fyrirmyndar er. Hið sama má segja um Ríkiskattstjóra, stjórnarráðið og ýmsar opinberar stofnanir.
Ég leyfi mér að birta þetta bréf á bloggsíðu minni og vænti svars frá þér hið fyrsta.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is
Tölvur og tækni | 12.9.2008 | 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í fréttinni er minnst á talgervilinn Röggu. Hann er enn ófullgerður. Röddin er brostin, hann kveður ekki rétt að einstökum bókstöfum og fjölmörg tákn hafa ekki verið skilgreind. Talgervillinn var ALDREI prófaður af notendum á meðan á þróun hans stóð.
Menntamálaráðuneytið hefði átt að sjá til þess að Ragga yrði betrumbætt um leið og ákveðið var að látahana fylgja lestrarforritinu. Hætt er við að flestir notendur gefist upp á að hlusta á hana vegna þess hvað röddin er óþjál. Það er enn hægt að laga.
![]() |
Bót fyrir blinda og sjónskerta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 12.9.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gamla daga var jafnan sagt frá síldveiðum í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Síðan kom þátturinn Auðlindin en nú er varla minnst á fiskveiðar.
Barnsfæðingar eru skemmtilegar fréttir. Ég legg því til að þær verði fastur liður hjá ríkisútvarpinu.
Í morgun fór ég að láta skrá mig atvinnulausan. Var þar slangur af fólki. Einhver hafði dreypt á kaupstaðardropum til þess að örva kjarkinn og lagði ilminn af íslensku brennivíni um allan salinn. Dapurlegt.
Ung kona, sem mér var vísað til, spurði mig í þaula um hitt og þetta. Benti hún mér á að skrá mig í upplýsingagrunn Vinnumálastofnunar og sagði mér hvernig mér bæri að standa að því. Þegar heim kom fann ég ekki krækjuna á heimasíðu Vinnumálastofnunar sem vísar á gagnagrunninn (skráningareyðublað held ég að hann heiti) og velti því fyrir mér hvort verið geti að krækjan sé mynd án alt-texta. Hef ég lagt fram fyrirspurn um þetta mál eftir að hafa leitað af mér allan grun.
Í janúar 2007 skrifaði ég Gissuri Péturssyni, forstjóra stofnunarinnar, og benti honum á að eitthvað þyrfti að gera til að bæta aðgengið. Mér sýnist næsta lítið hafa gerst síðan. Talsvert margar krækjur eru á síðunni sem skjálesarinn les eingöngu sem "link".
Ég hef áðursagt á þessum síðum að óaðgengilegt efni sé í raun mesta hindrun fólks í nútíma samfélagi til þess að njóta jafnréttis. Í raun fela óaðgengilegar heimasíður í sér mismunun. Sú mismunun er engu skárri en mismunun kynjanna.
Tölvur og tækni | 11.9.2008 | 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Talgervillinn hrökk úr sambandi í gærmorgun, en um miðjan dag þóknaðist honum að hrökkva í gang. Notaði ég þá tækifærið og bað Hring minn Árnason að færa fyrir mig uppsetningu tölvunnar fram um þrjár vikur. Komst þá ýmislegt í lag en íslenskan hvarf gersamlega.
Ekki skal ég rekja frekari slagsmál en þau enduðu með því að talgervillinn Snorri komst í gang.
Í dag lét ég Systems Tools þjappa saman gömlum skrám með Disc Cleanup og notaði síðan Disk Defragmenter. Þá brá svo við að talgervillinn Ragga hrökk í gang, en ég haðði reynt að tjónka við Röggu í gærkvöld.
Það er ýmislegt gott um Röggu að segja, en hönnuðuðirnir og framleiðendurnir hafa farið flatt á að hafa ekki samband við notendur og fá þá til að prófa hann. Aðeins þrennt sem ég vil nefna:
Þegar ég skrifa þennan pistil nota ég html-tákn til þess að tákn til þess að búa til greinaskil. Ragga les hvorki heitin á stærra en né minna en merkjunum <>.
Orðið Ísland í þágufalli, þ.e. Íslandi, les hún sem Ísland.
Skrifi ég hins vegar Íslande les hún það sem Íslandi.
Þá er röddin brostin og alls ekki eins og röddin í Ragnheiði Clausen sem ljáði Röggu rödd sína.
Ég man eftir því að framkvæmdastjóri Hex sem framleiddi talgervilinn, sagði mér að Ragnheiður Clausen væri einstakur lesari og hefði ævinlega lesið miskviðalaust. Ég trúi því vel því að það sem ég hef heyrt til Ragnheiðar er prýðilegt.
Ég skora hér með á Blindrafélagið, Öryrkjabandalag Íslands, félag lesblindra á Íslandi, menntamálráðuneytið og tölvusérfræðinga þá sem stóðu að framleiðslu Röggu að láta lagfæra þá annmarka sem eru á talgervlinum. Hann getur ekki talist fullbúinn. Ég þykist þess fullviss að ég þurfi að nota Snorra til þess að lesa yfir þennan pistil áður en ég sleppi honum lausum.
Því miður reyndist þetta rétt. Það sem var þó ennþá verra var að Ragga las ekki sumar línurnar nema ég léti hana lesa orð fyrir orð.
Hvers vegna í ósköpunum vinna menn íslenskri menningu og tungu annan eins skaða og þann sem hlýst af því að setja ófullburða tungumálatól á markaðinn?
Ragga er enn á tilraunastigi og alls ekki tilbúin til sölu. Þó er hún seld og fylgir nú Dolphin-forritum fyrir blinda og sjónskerta. Forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra hefur sagt mér að sumir telji Röggu skýrmæltari en Snorra. Það kann að vera rétt. En afurðin er ekki fullbúin. Hún er eins og súpa sem gleymst hefur að krydda.
Hvað finnst Ragnheiði Clausen sjálfri um þessa meðferð á röddinni í sér?
Tölvur og tækni | 6.9.2008 | 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áðan halaði ég niður Google/chrome. Ég var fremur bjartsýnn og fullur tilhlökkunar. En viti menn. Skjálesarinn minn sýndi aðeins hnappa á skjánum sem hann las ekki. Algengar lyklaborðsskipanir virkuðu ekki einu sinni. Kannski vantar mig Java eða eitthvað annað á þessa vél.
Ég fæ ekki með nokkru móti skilið hvers vegna Google, Open Office og fleiri framleiðendur nota ekki þá windows-staðla sem menn hafa orðið sammála um að nota á undanförnum árum. Í staðinn verða framleiðendur skjálesara að eltast við alls konar sérvitringshátt framleiðendanna.
Annars gerðist það í morgun að talgervillinn í fartölvunni, sem ég nota einna mest hérna heima, drap á sér. Ég hef ekki blindraletussskjá tengdan við hana og þetta leiddi til þess að nokkur verk frestuðust. Nú bíð ég þess að einhver komi og lagfæri þetta fyrir mig undir minni stjórn.
Tölvur og tækni | 5.9.2008 | 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mér sýnist í fljótu bragði að auðvelt sé að fylla út tekjuáætlanir og skoða sitthvað eins og greiðsluseðla. Fagna ég því mjög. Í framtíðinni vona ég að öll bréf og skjöl, sem TR sendir fólki, komi sjálfkrafa inn á vefinn og fólk geti valið einhvers konar aðvörun þegar slík skjöl birtast. Þetta myndi leysa vanda margra sem eru sjónskertir eða blindir og jafnvel nýtast þeim sem eru lesblindir.
Ég sá einungis örfáa hnökra á hönnuninni sem sennilega hefði mátt laga hefðu menn áttað sig á þeim. Til að mynda lesa sumir skjálesarar ekki heiti dálkanna sem fylla þarf út í. En þeir eru ekki mjög margir og því einfalt að muna þá.
Nú þarf TR einungis að stíga það skref að senda fólki sem er ólæst af ýmsum ástæðum og hefur ekki aðgang að tölvum gögn á geisladiski. Það er mörgum metnaðarmál að geta skoðað gögnin sín sjálfir í stað þess að fá einhvern til að hnýsast í þau fyrir sig.
![]() |
Nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 26.8.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 319980
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar