Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Á föstudaginn var kveiktum við á vélinni en hún hafði þá ekki verið notuð í rúman sólarhring. Upp á skjáinn komu skilaboð þess efnis að vélin fyndi ekki tiltekna skrá og var ráðlagt að setja leyfisdiskinn í. Það dugði ekki.
Í morgun fór ég með vélina í viðgerð. Fundust á vélinni nokkrar veirur og svokallaðir Trojuhestar. Var það hreinsað. Þegar átti að lagfæra stýrikerfið vandaðist málið. Leyfisnúmerið vantaði. Fyrir tveimur árum keypti ég Windowsleyfi eftir að komið hafði í ljós að ég var með óleyfilega útgáfu. Mér er sagt að mér ætti að hafa borist tölvupóstur með leyfisnúmerinu. Ég hef ekki áttað mig á að vista hann annars staðar en í póstforritinu.
Stundum eru tölvumál óþarflega flókin og erfið viðureignar. Nú verða sjálfsagt góð ráð dýr.
Tölvur og tækni | 4.5.2009 | 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðlögun Þulunnar er jákvætt skref sem vissulega er allrar athygli vert. Standa þarf þannig að hönnun búnaðarins að unnt verði að hlaupa á milli greina og blaða þannig gegnum efni blaðsins. Nú er það harla erfitt í pdf-útgáfunni því að skjálesarar skynja ekki fyrirsagnir og stundum fara dálkar á tvist og bast. Þetta hefur mbl.is þó leyst farsællega með auðlesnu útgáfunni sem er til fyrirmyndar á heims vísu.
Ég leyfi mér að vona að einhver notandi verði hafður með í ráðum þegar hinn nýi hugbúnaður verður prófaður. Útgáfa talgervilsins Röggu, sem kom á markaðinn í fyrra, er glöggt dæmi um það hvernig farið getur séu notendur ekki hafðir með í ráðum.
Mbl.is er framsækinn netmiðill á heimsvísu sem Íslendingar, hvar í flokki sem er, geta verið stoltir af. Metnaður starfsmanna er til hreinnar fyrirmyndar.
![]() |
Þulan færir út kvíarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | 4.4.2009 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spilarinn notar Itunes 8 til þess að hala niður tónlist. Vafalaust er það gert til þess að menn kaupi tónlistina eða séu a.m.k. með lögleg eintök. Þó kann að vera að fólk geti halað niður mp3-skrám af eigin tölvum og þá ætti Apple Shuffle að nýtast m.a. til að hlusta á hljóðbækur.
Síðast þegar ég las úttekt á Itunes vantaði dálítið upp á að það væri aðgengilegt blindu fólki, en það hlýtur að verða lagað. Þá sýnist mér á tæknilegum lýsingum á tækinu að auðvelt verði að þýða hugbúnaðinn á íslensku.
Þetta með tölvuþýðingarnar og íslenskt tölvutal er allalvarlegt mál. Vegna smæðar markaðarins er einatt erfitt að fá framleiðendur sérhæfðs búnaðar til þess að fallast á samvinnu um þýðingu talbúnaðar á íslensku. En markaðurinn hér á landi fyrir Apple Shuffle er nægilega stór til þess að slík þýðing borgaði sig. Mig minnir að fólk þurfi að hala niður talbúnaðinum af þeirri tölvu sem það notar og séu heiti laganna geymd sem Wave-skjöl. Þar með ætti vandinn að vera auðlestur. Sagt er að nú þegar hafi spilarinn á valdi sínu 14 tungumál.
Einu sinni sá ég Faðirvorið í lítilli bók á hótelherbergi. Var það á 25 helstu tungumálum heims. Vitanlega var íslenska þar á meðal.
Ítarlegar lýsingar á Apple Shuffle eru á heimasíðu Apple. Þar er skemmtilegt myndskeið með lýsingum á raddbúnaðinum.
Tölvur og tækni | 12.3.2009 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag keyrði ég svokallaðan UAX manager sem ég halaði niður af Digigram heimasíðunni. Þar er hægt að stilla ýmislegt svo sem tíðni og bitafjölda auk þess sem hægt er að láta hugbúnað tölvunnar stjórna þessu. Ég brá á það ráð að stilla bitafjöldann á 16 og tíðnina á 44,1, en það er útvarpsstaðallinn. Þá bar svo við að allt gekk eins og í sögu.
Þetta er sett hér inn ef vera skyldi að það kæmi einhverjum að notum í framtíðinni. Öllum þeim sem lögðu mér lið í þessu máli eru færðar þakkir.
Tölvur og tækni | 2.3.2009 | 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er þetta eitt af hinum svo kölluðu Plug and Play tækjum. Einhverjir héldu því fram að um reklavandamál væri að ræða. Svo virðist vart vera. Í kvöld halaði ég niður einhverjum rekli frá Digigram en það skipti engu. Ég tengdi hljóðkortið við borðvélina og þar virkaði það eins og best varð á kosið.
Mér þykir í raun slæmt að geta ekki notað hljóðkortið við fartölvuna. Á hana vinn ég útvarpspistla mína og það myndi spara mér talsverðan tíma að geta hljóðritað kynningar beint á tölvuna í stað þess að færa þær af Nagra-hljóðrita yfir á tölvu.
Greinilegt er að þetta er eitthvert USB-vandamál. Annaðhvort koma fram truflanir, tölvan frýs eða rekur hreinlega upp öskur. Þá þýðir ekkert annað en aftengja hljóðkortið.
Tölvan sem ég nota er HP eins og ég sagði áðan með tveimur USB-tengjum. Ég er með 1 gb í innra minni. Um tíma hélt ég að talgervillinn truflaði hljóðkortið en svo virðist ekki vera. Ég hef reynt að slökkva á honum og séð hef ég til þess að hann ræsi sig ekki sjálfkrafa. En allt kemur fyrir ekki. Á heimasíu Digigram er mönnum ráðlagt að taka allar orkusparnaðarleiðir úr sambandi og gerði ég það einnig. Það dugði ekki að heldur. Þetta verður því víst óleyst vandamál um tíma.
Tölvur og tækni | 27.2.2009 | 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En tíminn líður og ævinlega er hægt að sýsla talsvert sér til gagns og gamans. Í gær hljóðritaði ég nokkur heimilishljóð. Ég hef svo sem dundað mér við slíkt nokkuð lengi en ákvað að bæta í safnið enda lengi ætlað að útvarpa slíkri samantekt. Á morgun verður því útvarpað heimilishljóðum í þættinum "Vítt og breitt", en pistlar mínir eru yfirleitt á dagskrá upp úr kl. 13:45. Við hljóðritanir þessar hef ég notað Nagra ARES-M og ARES BB+ auk Shure VP88 víðómshljóðnema. Gallinn við hann er sá að honum fylgir dálítið suð sem þó kemur ekki að sög þegar hávaðinn dynur yfir. En þessi hljóðnemi hentar ekki til að hljóðrita umhverfishljóð i náttúrunni.
Það hefur valdið mér nokkrum vandræðum að USB-hljóðkort, sem ég á, nýtist ekki við ferðatölvuna af einhverjum ástæðum. Vélin frýs og gefur jafnvel frá sér 800 riða óánægjutón. Ég hljóðrita því allar kynningar á Nagra-hljóðritann og færi síðan yfir á tölvuna.
Ýmislegt er á döfinni í pistlum mínum og vænti ég þess að geta bætt við einhverjum hljóðritum á næstunni auk einhvers fróleiks. Hljóðrit úr atvinnulífinu væri fróðlegt að gera og eru allar tillögur vel þegnar.
Tölvur og tækni | 25.2.2009 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. Leitið að orðinu kosning með því að fara inn á mbl.is, styðja á f3 og lykla það inn. Síðan er stutt á færslulykilinn (enter).
2. Virkið undirsíðuna með því að styðja á færsluhnappinn við kosningavefinn.
3. Leitið nú að orðunum "Beint frá Alþingi" eða hreinlega beint og þá finnið þið krækjuna á beinu útsendinguna.
Tölvur og tækni | 16.2.2009 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar tónhlaðan er tengd við tölvu, t.d. pc-vél, geta menn valið þær raddir sem fylgja Windows-stýrikerfinu. Ekki er vitað til þess að íslenska sé enn í boði.
Um leið og tónlist er halað niður á Nanóinn fylgja með textaskrár með lýsingum á því sem halað hefur veriðniður. Það er því ekki um eiginlegan skjálesara að ræða eins og í farsímum. Er þetta gert til þess að nýta betur minni Nanósins.
Eftir að talið hefur verið sett upp eru flestar valmyndir aðgengilegar. Leikir, klukka, dagatal o.fl. eru þó ekki þar á meðal.
Þá er skjárinn á Nano4 mun betri þeim sem eru sjóndaprir. Hægt er að velja mun meiri litaskerpu en áður.
Lyklaborð Nanósins er eins konar hjól sem notað er til þess að stilla styrkinn og fara á milli valmynda. Flestum gengur vel að átta sig á virkni þess á skömmum tíma.
Apple hefur einnig stórbætt aðgengið að Itunes-forritinu. Á það einkum við um notendur Apple-tölva. Enn vantar talsvert á að pc-umhverfið sé orðið aðgengilegt en unnið er að lausnum.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nánar efni um Apple Nano 4 er bent á vefsíðuna
http://www.afb.org/aw/main.asp
Tölvur og tækni | 23.1.2009 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svo brá við að myndlykillinn náði ekki sambandi við sjónvarpið. Eftir allmiklar bollaleggingar og prófanir taldi tæknimaður Símans eitthvað vera að leiðslunni sem liggur úr beininum inn í stofu. Þótti mér það með ólíkindum enda hafði hún ekki orðið fyrir neinu hnjaski.
Áðan kom í ljós hvers kyns var. Leiðslan er samsett og hafði tengingin rofnað.
Í þau skipti sem ég hef leitað til þjónustuversins hefur starsfólk brugðist skjótt við og leyst málin með prýði.
Tölvur og tækni | 12.1.2009 | 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvur og tækni | 12.1.2009 | 10:56 (breytt kl. 10:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar