Færsluflokkur: Vefurinn

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag halda menn hátíðlegan dag íslenskrar tónlistar og minnast um leið Rúnars Júlíussonar. Um hann segi ég: Hann var samkvæmur sjálfum sér og gafst aldrei upp. Blessuð sé minning hans.

Ég var óþolinmóður og fór inn á mbl.is eftir miðnætti og sótti mér tónlist frá tonlist.is. En mér reyndist ógerlegt að átta mig á því hvernig ég ætti að þiggja tónlistargjöf Smekkleysu. Ef til vill getr einhver ráðið bót á fávisku minni og vankunnáttu.


Farsæl lausn

Sú sem tekur við umsóknum um starfið sem nefnt var í síðustu færslu hefur tilkynnt mér að ég verði látinn njóta vafans. Hins vegar telur hún að láta þurfi umsjónarmenn Starfatorgs vita að síðan sé ekki aðgengileg. Er þessi víðsýni þökkuð af heilum hug.

Nú er Starfatorg ágætlega gerð síða og aðgengileg að flestu eða öllu leyti. Ég var jafngrandalaus og raun bar vitni fyrir þessu óhappi vegna þess að ég hafði álitið síðuna allaðgengilega. Það er sennilegt að skjálesaranum hafi eitthvað brugðist bogalystin eins og Sigrún Þorsteinsdóttir, aðgengisráðgjafi, segir í áliti sínu á þessu vandamáli og fer það hér að neðan öllum til fróðleiks.

"Tölvur eiga að skrá heimsóknir á vefsíður og það sem meira er, hvenær síðan var heimsótt og hvað þú skoðaðir. Það má sjá af t.d. 'history' vefsíðna þ.e. þegar þú heimsóttir Starfatorg sést hvaða dag það var og jafnvel klukkan hvað (sem sérfræðingar eiga að geta séð). Sem þýðir að ef þú heimsóttir Starfatorg þennan ákveðna dag má sjá að þú hefur ekki skoðað þessa tilteknu auglýsingu. Það er mjög líklegt að skjálesarinn hafi einhverra hluta vegna ekki séð auglýsinguna. Þeir eru stundum dyntóttir skjálesararnir og stundum lesa þeir meira að segja "lok síðu" þó þeir hafi ekki einu sinni hafið lestur. Þetta get ég staðfest sem sjáandi manneskja sem nota skjálesara daglega vegna vinnu minnar. Það er erfitt að framkvæma þessa villu aftur því ekki er endilega alltaf fullvissa um hvað veldur. Það getur þó t.d. verið að skjálesarinn sé að lesa kóðann vitlaust, hann grípi upplýsingar sem hann á ekki að grípa o.fl. Ég hef margoft lent í þessu. Það er alveg á hreinu að þú hefðir sótt um þetta starf hefði skjálesarinn "séð það" að það væri í boði. Það er akkúrat enginn möguleiki á því að þú hefðir ekki sótt um starfið nema fyrir tæknilega örðugleika í skjálesaranum. Ég veit þetta bæði af því þú skoðar vefinn nánast daglega og vefurinn sjálfur er aðgengilegur að flestu leyti hvað varðar skjálesarana. Hér er því ekki um mannleg mistök þín að ræða, né mistök af hálfu vefsíðunnar starfatorg.is heldur vegna tæknilegs búnaðar þ.e. skjálesarans. Bestu kveðjur Sigrún "


Tölvuóhapp á Starfatorgi

Í gær var mér bent á starf sem væri auglýst á Starfatorgi og fæli m.a. í sér útgáfu bóka með blindraletri. Fór ég inn á torgið og fann ekki greinda auglýsingu með hefðbundnum aðferðum. Notaði ég því leitarmöguleika skjálesarans til þess að fletta upp á orðinu "blind".

Fannst þá auglýsingin og kom í ljós að umsóknarfrestur var til 1. desember. Gefið var upp netfang sem skila mátti umsóknum til og opnaði ég það. Samdi ég síðan umsóknina og lét ferilskrá fylgja með.

Innan skamms barst mér bréf þar sem mér var tjáð að verklagsreglur ríkisins bönnuðu að tekið væri við umsóknum eftir að frestur væri liðinn. Svaraði ég bréfinu og bað um að fá að njóta vafans. Sagðist ég hafa farið inn á Starfatorgið m.a. mánudaginn 24. fyrra mánaðar og aftur þann 30. Hefði ég aldrei orðið var við auglýsinguna. Hlyti það að stafa af galla í heimasíðunni eða í skjálesaranum sem hugsanlega skautaði yfir einhver svæði.

Nú hefur mér borist svar þar sem ég verð látinn njóta vafans takist mér að sanna að um galla á heimasíðunni hafi verið að ræða. Þá eru góð ráð dýr því að auglýsingin hefur verið fjarlægð.

Ég hef svarað þessu bréfi og boðist til að láta rannsaka tölvu mína ef það þjónar einhverjum tilgangi. Einnig hef ég bent á að stjórnvöldum beri að sanna að aðgengi að Starfatorgi sé óaðfinnanlegt. Vonandi verður þetta mál leyst með sanngirni. Það sýnir þó í hnotskurn hve mikilvægt er að aðgengi að upplýsingum verði tryggt með lögum.

Ég hlýt að vera farinn að eldast því að svona þras og barátta dregur næstum úr mér allan mátt.


Byltingarkenndar breytingar

Bandarísku blindrasamtökin hafa náð samkomulagi við samtök útgefenda og rithöfunda um að lesendur, sem geta ekki nýtt sér prentað mál geti fengið aðgang að bókum gegnum þjónustu Google. Ef samkomulagið verður staðfest verður útgefendum gert skylt að sjá til þess að bækurnar verði aðgengilegar svo að fólk geti beitt nútímatækni til þess að nálgast þær rituðu heimildir sem á boðstólnum eru.

Nú þegar er gríðarlegur fjöldi bóka aðgengilegur fyrir tilstilli Google eða um 7 milljónir titla. Verður þetta einhver mesta bylting sögunnar í bókamálum blindra og sjónskertra auk annarra sem eru lesfatlaðir. Gert er ráð fyrir að lesfatlaðir notendur geti fengið bækur lánaðar eða keytar allt eftir því sem við á hverju sinni og lesið þær með þeirri tækni sem nýtist þeim best. Þetta metnaðarfulla verkefni ætti að verða Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum hvatning til álíka byltingarkenndra verkefna.

Fréttin fylgir hér að neðan og er Sigrúnu Þorsteinsdóttur þakkað af alhug fyrir að vekja athygli á fréttinni.

Google Settlement with Authors, Publishers Will Have Positive Results for the Blind Terms of Proposed Settlement Agreement Will Revolutionize Blind People's Access to Books Baltimore, Maryland (October 31, 2008): The National Federation of the Blind, the nation's leading advocate for access to information by the blind, announced today that the recent settlement between Google and authors and publishers over the Google Books project, if approved by the courts, will have a profound and positive impact on the ability of blind people to access the printed word. The terms of the settlement that was reached on October 28, among Google, the Authors Guild, and the Association of American Publishers, on behalf of a broad class of authors and publishers, allow Google to provide the material it offers users "in a manner that accommodates users with print disabilities so that such users have a substantially similar user experience as users without print disabilities." A user with a print disability under the agreement is one who is "unable to read or use standard printed material due to blindness, visual disability, physical limitations, organic dysfunction, or dyslexia." Blind people, like other members of the public, will be able to search the texts of books in the Google Books database online; purchase some books in an accessible format; or access accessible books at libraries and other entities that have an institutional subscription to the Google Books database. Once the court approves the settlement, Google will work to launch these services as quickly as possible. Dr. Marc Maurer, President of the National Federation of the Blind, said: "Access to the printed word has historically been one of the greatest challenges faced by the blind. The agreement between Google and authors and publishers will revolutionize access to books for blind Americans. Blind people will be able to search for books through the Google Books interface and purchase, borrow, or read at a public library any of the books that are available to the general public in a format that is compatible with text enlargement software, text-to-speech screen access software, and refreshable Braille devices. With seven million books already available in the Google Books collection and many more to come, this agreement means that blind people will have more access to print books than we have ever had in human history. The blind, just like the sighted, will have a world of education, information, and entertainment literally at our fingertips. The National Federation of the Blind commends the parties to this agreement for their commitment to full and equal access to information by the blind." "Among the most monumental aspects of the settlement agreement," said Jack Bernard, assistant general counsel at the University of Michigan, "are the terms that enable Google and libraries to make works accessible to people who have print disabilities. This unprecedented opportunity to access the printed word will make it possible for blind people to engage independently with our rich written culture. Moreover, it is refreshing to find accessibility for people with disabilities explicitly included upfront, rather than begrudgingly added as an afterthought." "One of the great promises of the settlement agreement is improving access to books for the blind and for those with print disabilities," said Dan Clancy, engineering director for Google Book Search. "Google is committed to extending all of the services available under the agreement to the blind and print disability community, making it easier to access these books through screen enlargement, reader, and Braille display technologies." _______________________________________________ To manage your subscription, visit http://list.webaim.org/ Address list messages to webaim-forum@list.webaim.org


Gjörbylting í miðlun upplýsinga

Landsbókasafn Íslands er nú að stíga mikilvæg skref til þess að opna blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að stafrænu gagnasafni á vefnum.

Um nokkurra ára skeið hefur Landsbókasafn Íslands veitt fólki aðgang á vefnum að blöðum og tímaritum. Er þetta ómetanleg heimild ýmsum sem þurfa að nota þessar heimildir við rannsóknir. Þá hefur almenningur tekið þessari nýjung fagnandi.

Við innlestur heimildanna er beitt svokölluðum ljóslestri (Optical Recognition) og verða því ýmsar villur í innlestrinum. Árangurinn er einna bestur á nýjustu blöðunum og tímaritunum.

Sá böggull hefur fylgt skammrifi að efni tímarita og blaða hefur ekki verið aðgengilegt þeim sem nota skjálesara. Nú er hins vegar að verða breyting þar á.

Landsbókasafnið mun innan skamms opna nýjan vef þar sem fólki gefst kostur á að lesa textann sem ljósmyndaður hefur verið. Veitir þetta blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að ýmsum heimildum sem hafa hingað til verið óaðgengilegar.

Slóðin er

http://new.timarit.is

Eru lesendur hvattir til þess að skoða þennan aðgang og gera athugasemdir ef einhverjar eru.

Ég minnist þess að í sumar fann ég stundum til þess að hafa ekki aðgang að blöðum og tímaritum sem höfðu verið lesin inn á vegum Landsbókasafnsins. Er slíkur aðgangur ómetanlegur þeim sem fást við blaðamennsku. Kom ég því þeirri spurningu áleiðis til Landsbókasafnsins hvort unnt væri að birta texta blaðanna í stað myndanna eingöngu. Starfsmenn safnsins hafa brugðið við og leyst að mestu þennan vanda. Ber þetta vott um einstaka lipurð og víðsýni í starfi.

Skert aðgengi veldur mörgu fólki fötlun sem varla fyndi til skerðingar sinnar ef hugað væri að öllum þáttum aðgengisins. Á því Landsbókasafnið hrós skilið fyrir þetta einstaka framtak.


Nýjungar í þágu blindra og sjonskertra

Í nýjustu útgáfu tímaritsins Accessworld sem gefið er út af bandarísku blindrasamtökunum er greint frá nokkrum skemmtilegum nýjungum.

KNF lesarinn er hugbúnaður sem settur er í Nokia N82 farsíma. Með þessum hugbúnaði er hægt að lesa ótrúlegustu hluti: tímarit, jafnvel dagblöð, nafnspjöld, bækur, blöð o.s.frv. Einnig les búnaðurinn bandaríska peningaseðla.

Umboðsfyrirtæki Kurzweil í Belgíu hefur umboð fyrir Norðurlönd og hefur haft góð orð um að hugbúnaðurinn verði íslenskaður. Hann er væntanlegur á norsku innan skamms.

Þá er fjallað um skjálesarann Voiceover sem fylgir Macintosh stýrikerfinu. Miklar umbætur hafa verið gerðar á hugbúnaðinum sem gera blindum notendum kleift að vinna flest sem hægt er að nýta tölvuna til. Þó veit ég ekki um myndvinnslu. ´'Ég man ekki betur en talgervillinn Snorri gnagi með þessum Voice over hugbúnaði.

Þá er í blaðinu einnig fjallað um næstu útgáfu Itune forritsins, en frá og með áramótum verður útgáfa 8 aðgengileg blindum notendum og stefnt er að því að allar Itunes-verslanir verði aðgengilegar blindu fólki í júní árið 2009.

Nú er einungis eftir að vita hvernig tæknióðir, blindir Íslendingar, sem leita allra leiða til þess að spjara sig í samfélaginu, fara að því í kreppunni að fá nauðsynlegan hugbúnað. Hið opinbera þarf að taka sig mjög á ef það ætlar að standa jafnfætis öðrum Norðurlandaþjóðum við útvegun hjálpartækja.

Hér er slóðin á tímaritið handa þeim sem eru áhugasamir. http://www.afb.org/accessworld


Veit markaðsdeild Símans ekki hvað aðgengi að upplýsingum er?

Í dag barst mér tölvupóstur frá Símanum. Heiti skeytisins fjallaði um væntanlegar breytingar á tölvusímanum. Enginn texti var í skjalinu annar en krækjan "hér" sem menn áttu að smella á ef mynd birtist ekki. Þegar smellt var á krækjuna kom upp heimasíða með jpg-mynd. Ég hef áður fjallað um slíka hegðun þeirra símamanna. Nú sendi ég markaðsstjóra Símans bréf sem ég birti hér orðrétt.

Til Petreu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Símans. Sæl, Petrea. Ég vek athygli á meðfylgjandi pósti frá Símanum þar sem boðuð er breyting á Tölvusímanum. Í bréfinu er vísað á krækju http://www.siminn.is:80/servlet/file/tolvusiminn-nov-6.jpg?ITEM_ENT_ID=77418 Þegar smellt er á þessa krækju kemur upp jpg-mynd. Ég hef nokkrum sinnum fengið slíkan tölvupóst að undanförnu frá Símanum og ævinlega vakið athygli á að sú aðferð að senda jpg-myndir í stað texta samræmist EKKI aðgengisstefnu stjórnvalda. Blindir notendur netsins geta með engu móti lesið slíkan póst. Síminn hefur lagt metnað sinn í að gera heimasíðu fyrirtækisins aðgengilega . En veit markaðsdeildin hvað aðgengi að vefnum er? Sé svo, hyggst deildin þá uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um aðgengi að upplýsingum?


Nýjungar í netáskrift Moggans

Í dag eru auglýstar nýjungar á netáskrift Morgunblaðsins. Geta lesendur nú fengið tölvupóst með helstu fréttum og síðan lesið allt blaðið í þeim vafra sem þeir óska.Ég hef góða reynslu af netáskrift Morgunblaðsins. Blaðið sjálft les ég yfirleitt í svokölluðum auðlesnum ham en hann er mun fljótvirkari en pdf-hamurinn. Í auðlesna hamnum er hægt að flakka á milli greina og flokka á fljótvirkan hátt - einkum eftir að skjálesararnir gerðu mönnum kleift með ýmsum hætti að nýta sér flýtilykla.

Morgunblaðið hefur yfirlett tekið afar vel öllum ábendingum um bætt aðgengi. Í morgun brá hins vegar svo við að þegar ég ætlaði að hlusta á kynninguna á áskriftinni af Mogganum mínum vildi spilarinn í tölvunni ekki leyfa mér að skoða kynningarbandið. Veit ég ekki hvað veldur.

mbl.is er án efa sá fjölmiðill sem flestir nýta sér um þessar mundir auk Ríkisútvarpsins. Mér hefur stundum orðið hugsað til þess að undanförnu að tímabært sé að endurskoða útlit forsíðunnar og einfalda það. Nú eru rúmlega 200 krækjur á forsíðunni. Með því að skipta henni í færri yfirflokka yrði öll leit og umferð um hana mun einfaldari.

Að lokum hvet ég Moggamenn til að halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa markað öflugasta fjölmiðli landsins í einkaeign.


Jákvætt framlag mbl.is

Nú geta notendur mbl.is faðmað hver annan. Það er gott því að með þeim hætti geta þeir tjáð vinum og vandamönnumhug sinn. Og í morgun var aðgerðinni breytt þannig að nú geta notendur skjálesara faðmað aðra bloggara á mbl.is.

Heilsurækt - http://heilsuraekt.is

Þegar ég hætti störfum hjá Morgunblaðinu í haust og alvara atvinnuleysisins tók við fór ég að rækta líkamann að nýju hjá Hreyfingu. Það gefur mér tækifæri til að hitta fólk og taka ærlega á. Líður mér ævinlega betur í sálinni eftir vistina í Hreyfingu.

Ég er svo heppinn að hafa afbragðs þjálfara, Jóhann Sveinbjörnsson, íþróttafræðing. Reyndar er það svo að þeir þjálfarar, sem ég hef fengið hjá Hreyfingu, virðast úrvalsfólk.

Jóhann er hugmyndaríkur og hefur nú stofnað heimasíðuna http://heilsuraekt.is. Var síðunni hleypt af stokkunum í gær. Hugsar Jóhann sér m.a. að kynna fyrirtæki vikunnar. Fyrst var riðið á vaðið með ítarlegu myndbandi um Boot Camp.

Myndbandið hófst á fremur ruddalegri graðfolatónlist sem átti vel við vegna þessa kerfis sem byggir á því að ofbjóða líkamanum, ef ég skildi ensku skotna íslensku leiðbeinandans rétt. Í sporum Jóhanns hefði ég sleppt tónlistinni undir viðtalinu sem var að mörgu leyti prýðilega unnið. Hljóðmyndin var skemmtileg og gaf góða mynd af umhverfinu.

Nú veit ég svo lítið um herþjálfun að ég ætla ekki að reyna að leggja til íslenskt heiti á þessa íslensku þjálfunaraðferð, Boot Camp. En miklu væri nú skemmtilegra að finna aðferðinni íslenskt nafn.

Ég fór inn á heimasíðu Boot Camp og þar gaf svo sannarlega á að líta. Svo virðist sem þessi aðferð sé í raun lausnin á þeim vanda nútímamannsins að þurfa að taka ærlega á án þess að nota til þess rándýr tæki. Kynningin mætti þó vera betur samin og ögn snyrtilegar orðuð.

Í pistli mínum í gærmorgun ræddi ég að Íslendingar væru bestir og Boot Camp þjálfunarkerfið er íslenskt eins og kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Það getur vel verið að Boot Camp sé besta þjálfunaraðferð heims. En kynningin er ekki sú besta.

Ég þykist viss um að kynningarmyndband Jóhanns Sveinbjörnssonar veki talsverða athygli og skili meiri árangri en það sem ritað er á heimasíðu Boot Camp.

Á heilsuraekt.is eru upplýsingar um ýmislegt sem tengist heilsurækt og hollum lifnaðarháttum. Er ástæða til að óska Jóhanni Sveinbjörnssyni til hamingju með heimasíðuna. Hér með er honum óskað góðs gengis.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband