Færsluflokkur: Vefurinn
Sameiginlegt þessum ritum virðist að fremur auðvelt er að fletta upp í þeim. Ókosturinn er e.t.v. sá að tölvunotandi blaðar ekki í þeim eins og í prentuðu uppsláttarriti. En kostirnir eru þó augljósir þeim sem vinna mest á tölvur.
Hér er um merkilegt og þarft framtak að ræða. Fyrir tæpum tveimur áratugum ræddi ég við útgefendur alfræðiorðabóka um nauðsyn þess að koma þeim á tölvutækt snið. Þá var tæknin vart fyrir hendi og þegar hún varð loksins aðgengileg töldu útgefendur vart markað fyrir slíka útgáfu. Þó tókst okkur hjá Blindrabókasafni Íslands að fá barnaorðabók og Hugtök og heiti í bókmenntum á tölvutæku sniði. Var það m.a. að þakka ágætu samstarfi við Mál og menningu og fyrirgreiðslu ritstjórans, dr Jakobs Benediktssonar sem var mikill áhugamaður um skráningu gagna í tölvur.
Ég hvet lesendur þessarar síðu til þess að kynna sér kosti vefbókasafns Snörunnar og njóta þess sem er þar á borð borið. Flestir aðgengisstaðlar eru virtir svo að notendur skjálesara geta einnig nýtt sér vefbókasafnið.
Vefurinn | 2.3.2009 | 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vefurinn | 21.2.2009 | 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1. Leitið að orðinu kosning með því að fara inn á mbl.is, styðja á f3 og lykla það inn. Síðan er stutt á færslulykilinn (enter).
2. Virkið undirsíðuna með því að styðja á færsluhnappinn við kosningavefinn.
3. Leitið nú að orðunum "Beint frá Alþingi" eða hreinlega beint og þá finnið þið krækjuna á beinu útsendinguna.
Vefurinn | 16.2.2009 | 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég undirritaður er að reyna að basla dálítið sem verktaki. Ég hef því virkjað aftur vsk-númer og hugðist standa skil á staðgreiðslu gegnum netið. Talsvert vantar á að þjónustusíðurnar á vefskilum séu að öllu leyti aðgengilegar blindu eða sjónskertu fólki sem reiðir sig á sérstaka skjálesara. Það gengur fremur vel að greiða virðisaukaskattinn enda er það form heldur einfalt. Þegar kemur að útfyllingu vegna staðgreiðslu skatta vandast heldur málið því að erfitt er að finna íhvaða reit upplýsingar eiga að lenda. Ég vænti þess að bót verði ráðin á þessum ágöllum hið fyrsta. Óaðgengilegar heimasíður eru heimatilbúinn vandi sem hindra nokkurn hóp fólks í að njóta almennra mannréttinda og hasla sér völl í nútímasamfélagi sem byggir á upplýsingatækni. Virðingarfyllst, Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is
Vefurinn | 9.2.2009 | 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar til átti að taka vandaðist málið. Ég þurfti að skrá mig inn og til þess að það væri hægt þurfti ég að skrifa með hástöfum eitthvað sem birtist á skjánum.
Slíkar upplýsingar eru yfirleitt myndrænar og í raun gersamlega óþarfar við innskráningu. Skjálesarar, sem blintog sjónskert fólk notar, lesa ekki þessar myndir. Mbl.is hefur leyst málið með spurningum sem svarað er og Google að hluta til með því að bjóða fólki að hlusta á hljóðritanir.
Stöðugt fleiri hafa ánægju af Fésbókinni og hasla sér þar völl. Ég er ekki einn þeirra. Svo verður væntanlega ekki fyrr en bandarísku blindrasamtökin höfða mál á hendur eigendum síðunnar og fá þá til samstarfs um að hlýða lögum sem gilda um upplýsingaaðgengi þar í landi. Að sinni nægir Moggabloggið mér.
![]() |
Facebook fimm ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 5.2.2009 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar tónhlaðan er tengd við tölvu, t.d. pc-vél, geta menn valið þær raddir sem fylgja Windows-stýrikerfinu. Ekki er vitað til þess að íslenska sé enn í boði.
Um leið og tónlist er halað niður á Nanóinn fylgja með textaskrár með lýsingum á því sem halað hefur veriðniður. Það er því ekki um eiginlegan skjálesara að ræða eins og í farsímum. Er þetta gert til þess að nýta betur minni Nanósins.
Eftir að talið hefur verið sett upp eru flestar valmyndir aðgengilegar. Leikir, klukka, dagatal o.fl. eru þó ekki þar á meðal.
Þá er skjárinn á Nano4 mun betri þeim sem eru sjóndaprir. Hægt er að velja mun meiri litaskerpu en áður.
Lyklaborð Nanósins er eins konar hjól sem notað er til þess að stilla styrkinn og fara á milli valmynda. Flestum gengur vel að átta sig á virkni þess á skömmum tíma.
Apple hefur einnig stórbætt aðgengið að Itunes-forritinu. Á það einkum við um notendur Apple-tölva. Enn vantar talsvert á að pc-umhverfið sé orðið aðgengilegt en unnið er að lausnum.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nánar efni um Apple Nano 4 er bent á vefsíðuna
http://www.afb.org/aw/main.asp
Vefurinn | 23.1.2009 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi sending rifjar upp ýmislegt sem gekk á og gerðist í B-bekk MR á þessum árum. Sumir hafa orðið svo glaðir að þeir telja að nauðsynlegt sé að endurvekja Dreifbýlistíðindi á vefnum og hafa meira að segja heyrst þær raddir að blaðið verði notað til að styrkja Framsóknarflokkinn:.
Vefurinn | 23.1.2009 | 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á sínum tíma valdi ég hvíta stafi á rauðum grunni. Hugsanlegt er að það sé einhverjum óheppilegt aflestrar. Mér væri þökk í því að fá ábendingar um þetta mál.
Vefurinn | 20.1.2009 | 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vefurinn | 12.1.2009 | 10:56 (breytt kl. 10:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef lengi haft gaman af að kaupa skartgripi handa konunni minni og hef iðulega gertþað þegarég hef haft efni og ástæður til. Fór ég því glaður inn á vefinn skart.is til þess að forvitnast um það sem þar er á boðstólnum.
Í fljótu bragði virtist mér vefurinn prýðilega hannaður. Uppsetningin er skipuleg og vöruflokkarnir vel aðgreindir.
En svo fór í verra. Ég fór í ýmsa vöruflokka og hugðist skoða þá. Byrjaði ég auðvitað á herraskartinu. Vér lágtekjuatvinnuleysingjar látum oss stundum dreyma. Viti menn. Enginn lýsandi alt-texti var við hlekkina. Einungis myndir. Vörukarfan virtist hins vegar aðgengileg svo að ég hefði hreinlega getað keypt mér alls kyns skart alveg blindandi og ekkert vitað hvaðan á mig stæði veðrið þegar ég fengi það afhent.
Ef hönnuðurinn hefði skoðað vefverslun Flugleiða (fyrirgefið, Iceland Air) hefði hann séð að á bak við hvern hlekk er lýsing. Þessar lýsingar gerðu það að verkum að ég hef iðulega skoðað vörulýsingar Sögubúðarinnar þegar ég hef átt leið á milli landa og ákveðið hvort ég kaupi eitt eða spyrjist fyrir um annað.
Hér með er þessari ábendingu komið á framfæri. Fallegar myndir af skartgripum ásamt góðum lýsingum selja betur en eingöngu myndir og eins og sakir standa er vefurinn skart.is ætlaður sumum en ekki öllum.
Vefurinn | 29.12.2008 | 23:20 (breytt 30.12.2008 kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 319934
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar