Færsluflokkur: Vefurinn
Eins og komið hefur fram er ég einnig áskrifandi DV og Fréttablaðið glugga ég stundum í. Við lestur þessara blaða þarf ég að notast við pdf-sniðið sem er flestum tiltölulega auðvelt. Gallinn er sá að þar er ekki hægt að fara milli greina og greinaflokka eins og hjá Morgunblaðinu.
Aðgengi að mbl.is er á við það besta sem gengur og gerist að erlendum blöðum. Að vísu mætti ýmislegt bæta í þeim efnum og hefur ábendingum iðulega verið tekið vel.
Ef bornar eru saman netútgáfur blaðanna hefur Morgublaðið vinninginn.
Vefurinn | 1.10.2009 | 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá ég þá að auglýst var ný heimasíða fyrirtækisins. Við nánari athugun reyndist hún að mestu leyti óaðgengileg. Enginn texti var við krækjurnar heldur einungis myndir.
Í ljósi þess sem fram kom í athugasemdum vegna fyrri skrifa á þessari síðu er ljóst að sum hugbúnaðarhús hér á landi virðast ekki þekkja hugtakið "Aðgengi".
Ég hef átt ánægjuleg samskipti við starfsfólk Capacent á undanförnum árum. Nokkrum sinnum hef ég komist í atvinnuviðtöl fyrir tilstilli þess en ekki fengið fast starf. Að vísu hélt ég að mér hefði hlotnast ssölumannsstarf í sumar vegna auglýsingar á mbl.is. Það hefur þó dregist úr hömlu og verð ég því enn að láta skrá mig atvinnulausan.
Vonandi bæta þeir Capacent-menn úr þeim vanköntum sem eru á nýrri heimasíðu fyrirtækisins.
Vefurinn | 21.9.2009 | 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég átti hlut að máli þegar þessi skilgreining sem notuð er við vottun aðgengis að heimasíðum var gerð. Ég hef síðan tekið þátt í að votta heimasíður með því að athuga tiltekin atriði sem þurfa að vera aðgengileg áður en síðurnar eru vottaðar. Þetta hef ég gert mér til mikillar ánægju.
Aðgengi að heimasíðum fyrirtækja og stofnana hér á landi er skárra en víða annars staðar og er það vel. Þótt útlit vefsíðna opinberra stofnana fylgi yfirleitt aðgengisstöðlum vantar mikið á að einstakir hlutar þeirra uppfylli þessi skilyrði. Verða hér nefnd nokkur dæmi:
Tryggingamiðstöðöin er eina fyrirtækið sem ég veit um að hafi gert eyðublöð sín aðgengileg þeim sem nota skjálesara. Þau voru sérstaklega hönnuð og notendur hafðir með í ráðum.
Fyrir nokkru var notendum skjálesara gert kleift að telja fram á vefnum og var það framför. Aðrir hlutar úttfyllingaforma ríkisskattstjóra eru ekki vel aðgengilegir. Það slampast með virðisaukaskattinn vegna þess hversu reitirnir eru fáir. En þegar kemur að staðgreiðslu skatta vandast málið. Starfsmaður embættisins hefur viðurkennt fyrir mér að sá hluti versins sé óaðgengilegur. Ríkisskattstjóri sagði mér í samtali að fjárskortur hamlaði. Sannleikurinn er sá að starfsmenn embættisins hafa haft 3 ár í hið minnsta til þess að lagfæra aðgengið og ekkert hefur miðað. Nú horfir til mikils niðurskurðar´hjá embætti ríkisskattstjóra og óttast skúli Eggert Þórðarson að úrbætur geti dregist á langinn. Þetta eru hins vegar ódýrar úrbætur og vel getur verið að skipta þurfi um verkefnisstjóra til þess að úrbæturnar gangi eftir.
Tryggingastofnun ríkisins lét gera talsverðar breytingar á vef stofnunarinnar á síðasta ári og voru þær flestar til mikilla bóta. Eyðublöðin hafa alls ekki verið hönnuð með þarfir sjónskerts fólks í huga. Haustið 2005 var talið að þessu yrði hrint í framkvæmd um leið og ný vefsíða sæi dagsins ljós. Það hefur enn ekki orðið.
Í janúar 2007 skrifaði ég forstjóra Vinnumálastofnunar og vakti athygli á óaðgengilegum eyðublöðum. Þakkaði hann mér fyrir ábendingarnar. Lítið sem ekkert hefur breyst síðan. Nú lætur hann ekki svo lítið að svara fyrirspurnum og starfsmenn stofnunarinnar þverskallast við öllum tillögum um breytingar.
Ég held því statt og stöðugt fram að með framferði sínu leggi forstöðumenn þessara stofnana stein í götu þeirra sem reyna að bjarga sér sjálfir og þurfa að gera það. Mér væri skapi næst að fara í greiðsluverkfall opinberra gjalda og neita að greiða önnur gjöld en þau sem ég get greitt sjálfur. Tæknin er til sem þarf til að útfylla eyðublöð og það er tiltölulega einfalt að breyta forminu þótt vefur sé ekki endurhannaður frá grunni. Fari svo að ég hætti að greiða opinber gjöld væri fróðlegt að láta reyna á það fyrir dómi hvor beri ábyrgðina, ég eða sú stofnun sem hefur lagt stein í götu mína og annarra sem svipað er ástatt um. Hverfi ég hins vegar frá því og reyni að greiða þessi gjöld með því að fá einhvern til aðstoðar, sem þiggur e.t.v. laun fyrir, hver á þá að greiða kostnaðinn? Sá sem uppfyllir ekki skyldur sínar eða hinn sem reynir að standa í skilum og þarf að greiða aðstoðarmanni til þess að inna slík skil af hendi?
Það er ótrúlegt að enginn stjórnarþingmaður skuli taka þetta mál upp og engum virðist detta í hug að setja þurfi löggjöf hér á landi sem tryggi upplýsingaaðgengi fatlaðra. Það er ekki nóg að fága yfirborðið heldur verður verður að vanda undirlagið.
Vefurinn | 17.9.2009 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að undanförnu hef ég leitað að fræðigreinum um nokkur álitamál í hljóðritunartækni, einkum atriðum sem fjalla um viðtalstækni. Á leitarvef Google birtast m.a. útdrættir úr fræðiritum um þessi mál.
Galli virðist þó á gjöf Njarðar. Einungis eru myndir af bókasíðunum sem vitnað er í en skjálesarar geta ekki lesið.
Á vegum Landsbókasafns Íslands hefur að hluta verið ráðin bót á þessu vandamáli. En ýmsar villur fylgja með sem ekki voru leiðréttar þegar blöðin eða tímaritin voru skimuð inn. Þessi leið hefur þó opnað ýmsar upplýsingar sem ómetanlegt er að geta gluggað í.
Nú vona ég að bandarísku blindrasamtökin láti hendur standa fram úr ermum og beiti sér fyrir því að aðgengi verði bætt að þeim gríðarlega bókakosti sem Google býður aðgang að - annaðhvort til skoðunar eða kaups.
Hér á landi er nær ekkert fjallað um upplýsingaaðgengi á heimasíðum samtaka fatlaðra og er það miður. Metnaðarleysi forystufólksins ríður hreinlega ekki við einteyming.
Vefurinn | 17.9.2009 | 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Útlitið var svipað og í fyrra, en mér var þásagt að úr því yrði bætt í ár. Notað er svokallað flash-skjal ef ég kann að nefna það rétt sem gerir notendum skjálesara óhægt um vik að skoða síðurnar.
Opinberar stofnanir hegða sér sumar hverjar eins og sjónskert fólk eigi ekki rétt á að afla sér þeirra upplýsinga sem í boði eru. Þó verður að taka fram að flestar vefsíður þeirra eru til fyrirmyndar, en nokkur leið dæmi eru um hið gagnstæða. Þannig hefur lítið þokast hjá ríkisskattstjóra og umsjonarmenn menningarnætur eru enn við sama heygarðshornið. Ef til vill er vonlítið að berjast gegn margnum einkum þegar samtök fatlaðra eins og Blindrafélagið og Öryrkjagbandalag Íslands virðast láta sig þessi mál litlu skipta. A.m.k. hef ég lítið séð af áberandi efni á heimasíðum þeirra um aðgengismál.
Dropinn holar steininn og því mun undirritaður ótrauður halda baráttu sinni fyrir bættu upplýsingaaðgengi áfram.
Vefurinn | 19.8.2009 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í raun væri það kjörið upplýsingaverkefni fyrir blind eða sjónskert ungmenni að fara svona upplýsingaherferð til þess að sýna hverju hægt er að áorka með tölvutækninni og hvað geti staðið í vegi fyrir því að fólk sem sér ekki fótum sínum forráð fái þrifist í tölvuumhveri nútímans. Ríkið greiðir fyrir rándýran búnað sem á að auðvelda blindu fólki aðgengi að tölvum. Opinberir atvinnuveitendur og forystumenn einkafyrirtækja vita hins vegar ekki hvað auðvelt er að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Kannski ætti ég að taka þetta að mér á eigin spýtur í sumar og hefja trúboðsleiðangur. Ég gæti verið með falinn hljóðnema eða myndavél og gert sjónvarpskvikmynd um efnið. Hér með óska ég eftir samstarfsaðila til nokkurra mánaða.
Vefurinn | 25.5.2009 | 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef áður ritað embætti yðar vegna aðgengis að einstökum þáttum skattskila.
Nú vill svo til að ég er á atvinnuleysisskrá en hef dálitlar tekjur af verktakastarfsemi. Ég greiði virðisaukaskatt á tilskildum tíma og er hið rafræna eyðublað ágætlega aðgengilegt þeim sem eru blindir eða sjónskertir.
Ég hugðist greiða staðgreiðslu af tekjum mínum til þess að þurfa ekki að greiða gjöldin eftir á. Rafræna eyðublaðið um staðgreiðsluskil er hins vegar óaðgengilegt. Skjálesarinn les ekki heiti dálkanna og þeir raðast þannig að útilokað er án aðstoðar að fylla í þá. Þó skal tekið fram að starfsfólk skattstofu Reykjanesumdæmis hefur verið mér afar hjálplegt.
Vegna óaðgengilegrar heimasíðu hefur staðgreiðslan tafist. Í raun er lagður steinn í götu þeirra sem eru blindir með því að huga ekki að þessum aðgengisþáttum. Blindum og sjónskertum tölvunotendum á eftir að fjölga að mun hér á landi og búast má við því að þeir vilji hafa sama eða sambærilegan aðgang að þjónustu opinberra stofnana og áður en þeim dapraðist sýn.
Á heimasíðu ríkisskattstjóra kemur fram að stofnuninn hafi verið útnefnd fyrirmyndarstofnun 2009. Þrátt fyrir ábendingar um skort á aðgengi hefur það ekkert lagast undanfarið ár.
Það eru eindregin tilmæli mín að gengið verði svo frá öllum þáttum rafrænna skila að þeir verði aðgengilegir. Það erí þágu allra. Vefurinn á að vera ætlaður öllum en ekki sumum.
Með von um svar,
Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is
Vefurinn | 12.5.2009 | 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég gerði mér grein fyrir mistökum mínum hugðist ég skrá mig út af Fésbókinni. Virtist það jafnerfitt og reyndist að skrá sig úr Framsóknarflokknum á 8. áratug síðustu aldar. Sennilega er eina leiðin sú að láta fésbókina algerlega ósnerta og opna aldrei síðuna. Þá hlýtur henni að verða eytt.
Vefurinn | 9.5.2009 | 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðlögun Þulunnar er jákvætt skref sem vissulega er allrar athygli vert. Standa þarf þannig að hönnun búnaðarins að unnt verði að hlaupa á milli greina og blaða þannig gegnum efni blaðsins. Nú er það harla erfitt í pdf-útgáfunni því að skjálesarar skynja ekki fyrirsagnir og stundum fara dálkar á tvist og bast. Þetta hefur mbl.is þó leyst farsællega með auðlesnu útgáfunni sem er til fyrirmyndar á heims vísu.
Ég leyfi mér að vona að einhver notandi verði hafður með í ráðum þegar hinn nýi hugbúnaður verður prófaður. Útgáfa talgervilsins Röggu, sem kom á markaðinn í fyrra, er glöggt dæmi um það hvernig farið getur séu notendur ekki hafðir með í ráðum.
Mbl.is er framsækinn netmiðill á heimsvísu sem Íslendingar, hvar í flokki sem er, geta verið stoltir af. Metnaður starfsmanna er til hreinnar fyrirmyndar.
![]() |
Þulan færir út kvíarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | 4.4.2009 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var skemmtilegt að fylgjast með því hvað karlmennirnir og konurnar voru ólíkir spyrjendur. Þeir Karl og Björn vignir voru kurteisin uppmáluð en þær Agnes og Þóra Kristín gengu stundum í skrokk á viðmælendum sínum. Einkum átti þetta við um Steingrím, enda er hann margreyndur stjórnmálamaður og hefur unun af pólitískum slagsmálum. Þór Sari svaraði ágætlega því sem til hans var beint, en ekki var mjög hart að honum sótt. Agnes var einkar heimilislegur og grimmur spyrjandi, sjálfri sér lík í einu og öllu.:)
Það er mikill akkur í því að jafnreyndir frétta- og blaðamenn taki til sig og yfirheyri forystumenn þeirra framboða sem í boði verða fyrir kosningarnar.
Í morgun hóf svo Lýðvarpið hans Ástþórs Magnússonar útsendingar. Mér þótti rétt að líta þar við öðru hverju í dag og hlusta. Stundum heyrði ég að Ástþór lét samstarfsmann sinn spyrja sig og síðan yfirheyrði Ástþór hann og aðra og reyndi þannig að brjóta mál til mergjar.
Vefurinn | 23.3.2009 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar