Færsluflokkur: Menning og listir

Dagur íslenskrar tónlistar

Í dag halda menn hátíðlegan dag íslenskrar tónlistar og minnast um leið Rúnars Júlíussonar. Um hann segi ég: Hann var samkvæmur sjálfum sér og gafst aldrei upp. Blessuð sé minning hans.

Ég var óþolinmóður og fór inn á mbl.is eftir miðnætti og sótti mér tónlist frá tonlist.is. En mér reyndist ógerlegt að átta mig á því hvernig ég ætti að þiggja tónlistargjöf Smekkleysu. Ef til vill getr einhver ráðið bót á fávisku minni og vankunnáttu.


Byltingarkenndar breytingar

Bandarísku blindrasamtökin hafa náð samkomulagi við samtök útgefenda og rithöfunda um að lesendur, sem geta ekki nýtt sér prentað mál geti fengið aðgang að bókum gegnum þjónustu Google. Ef samkomulagið verður staðfest verður útgefendum gert skylt að sjá til þess að bækurnar verði aðgengilegar svo að fólk geti beitt nútímatækni til þess að nálgast þær rituðu heimildir sem á boðstólnum eru.

Nú þegar er gríðarlegur fjöldi bóka aðgengilegur fyrir tilstilli Google eða um 7 milljónir titla. Verður þetta einhver mesta bylting sögunnar í bókamálum blindra og sjónskertra auk annarra sem eru lesfatlaðir. Gert er ráð fyrir að lesfatlaðir notendur geti fengið bækur lánaðar eða keytar allt eftir því sem við á hverju sinni og lesið þær með þeirri tækni sem nýtist þeim best. Þetta metnaðarfulla verkefni ætti að verða Íslendingum og öðrum Evrópuþjóðum hvatning til álíka byltingarkenndra verkefna.

Fréttin fylgir hér að neðan og er Sigrúnu Þorsteinsdóttur þakkað af alhug fyrir að vekja athygli á fréttinni.

Google Settlement with Authors, Publishers Will Have Positive Results for the Blind Terms of Proposed Settlement Agreement Will Revolutionize Blind People's Access to Books Baltimore, Maryland (October 31, 2008): The National Federation of the Blind, the nation's leading advocate for access to information by the blind, announced today that the recent settlement between Google and authors and publishers over the Google Books project, if approved by the courts, will have a profound and positive impact on the ability of blind people to access the printed word. The terms of the settlement that was reached on October 28, among Google, the Authors Guild, and the Association of American Publishers, on behalf of a broad class of authors and publishers, allow Google to provide the material it offers users "in a manner that accommodates users with print disabilities so that such users have a substantially similar user experience as users without print disabilities." A user with a print disability under the agreement is one who is "unable to read or use standard printed material due to blindness, visual disability, physical limitations, organic dysfunction, or dyslexia." Blind people, like other members of the public, will be able to search the texts of books in the Google Books database online; purchase some books in an accessible format; or access accessible books at libraries and other entities that have an institutional subscription to the Google Books database. Once the court approves the settlement, Google will work to launch these services as quickly as possible. Dr. Marc Maurer, President of the National Federation of the Blind, said: "Access to the printed word has historically been one of the greatest challenges faced by the blind. The agreement between Google and authors and publishers will revolutionize access to books for blind Americans. Blind people will be able to search for books through the Google Books interface and purchase, borrow, or read at a public library any of the books that are available to the general public in a format that is compatible with text enlargement software, text-to-speech screen access software, and refreshable Braille devices. With seven million books already available in the Google Books collection and many more to come, this agreement means that blind people will have more access to print books than we have ever had in human history. The blind, just like the sighted, will have a world of education, information, and entertainment literally at our fingertips. The National Federation of the Blind commends the parties to this agreement for their commitment to full and equal access to information by the blind." "Among the most monumental aspects of the settlement agreement," said Jack Bernard, assistant general counsel at the University of Michigan, "are the terms that enable Google and libraries to make works accessible to people who have print disabilities. This unprecedented opportunity to access the printed word will make it possible for blind people to engage independently with our rich written culture. Moreover, it is refreshing to find accessibility for people with disabilities explicitly included upfront, rather than begrudgingly added as an afterthought." "One of the great promises of the settlement agreement is improving access to books for the blind and for those with print disabilities," said Dan Clancy, engineering director for Google Book Search. "Google is committed to extending all of the services available under the agreement to the blind and print disability community, making it easier to access these books through screen enlargement, reader, and Braille display technologies." _______________________________________________ To manage your subscription, visit http://list.webaim.org/ Address list messages to webaim-forum@list.webaim.org


Gjörbylting í miðlun upplýsinga

Landsbókasafn Íslands er nú að stíga mikilvæg skref til þess að opna blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að stafrænu gagnasafni á vefnum.

Um nokkurra ára skeið hefur Landsbókasafn Íslands veitt fólki aðgang á vefnum að blöðum og tímaritum. Er þetta ómetanleg heimild ýmsum sem þurfa að nota þessar heimildir við rannsóknir. Þá hefur almenningur tekið þessari nýjung fagnandi.

Við innlestur heimildanna er beitt svokölluðum ljóslestri (Optical Recognition) og verða því ýmsar villur í innlestrinum. Árangurinn er einna bestur á nýjustu blöðunum og tímaritunum.

Sá böggull hefur fylgt skammrifi að efni tímarita og blaða hefur ekki verið aðgengilegt þeim sem nota skjálesara. Nú er hins vegar að verða breyting þar á.

Landsbókasafnið mun innan skamms opna nýjan vef þar sem fólki gefst kostur á að lesa textann sem ljósmyndaður hefur verið. Veitir þetta blindum og sjónskertum tölvunotendum aðgang að ýmsum heimildum sem hafa hingað til verið óaðgengilegar.

Slóðin er

http://new.timarit.is

Eru lesendur hvattir til þess að skoða þennan aðgang og gera athugasemdir ef einhverjar eru.

Ég minnist þess að í sumar fann ég stundum til þess að hafa ekki aðgang að blöðum og tímaritum sem höfðu verið lesin inn á vegum Landsbókasafnsins. Er slíkur aðgangur ómetanlegur þeim sem fást við blaðamennsku. Kom ég því þeirri spurningu áleiðis til Landsbókasafnsins hvort unnt væri að birta texta blaðanna í stað myndanna eingöngu. Starfsmenn safnsins hafa brugðið við og leyst að mestu þennan vanda. Ber þetta vott um einstaka lipurð og víðsýni í starfi.

Skert aðgengi veldur mörgu fólki fötlun sem varla fyndi til skerðingar sinnar ef hugað væri að öllum þáttum aðgengisins. Á því Landsbókasafnið hrós skilið fyrir þetta einstaka framtak.


Tvær gullgóðar leiksýningar

Það dreifir huganum að njóta góðra leiksýninga og annarra lista. Á fimmtudaginn fórum við hjónin ásamt hópi fólks að sjá Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Verk þetta er margfrægt og löngu orðið ein af sígildum perlum íslenskra bókmennta. Það endist vonandi betur en Gullna hliðið. Texti verksins er svo meitlaður að engar sérstakar myndrænar tilfæringar þarf til þess að halda sýningunni uppi.Leikur Gunnars Eyjólfssonar bar af enda hlutverk hans mest. Einhverjum þótti samt Gunnar helsti unglegur og fágaður. Mér þótti hann skila hlutverkinu með stakri prýði og hugsaði til þess að gunnar hefur verið aðsem leikari á 6. áratug.

Með þessum orðum kasta ég þó engri rýrð á aðra leikara sem tóku þátt í sýningunni. Persónusköpun Jökuls er nær alfullkomin og allir skiluðu leikararnir sínum hlutverkum með stakri prýði.

Hart í bak höfðar einkar vel til samtímans sem hefur nærst á blekkingum og hjómi. Þess vegna ættu allir sem vettlingi geta valdið að sjá þessa sýningu. Hún er bæði skemmtileg og alvarleg í senn auk þess að skilja eftir ýmis álitamál í huga þeirra sem kæra sig um að láta eftir sér að brjóta heilann um efni og boðskap verksins.

Á laugardaginn slettum við úr klaufunum og fórum að sjá Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem sýnt er á stóra sviði Borgarleikhússins eða þannig. Áhorfendur sitja á sviðinu og þeim er snúið til hægri og vinstri eftir því hverju fram vindur í leikmyndinni. Leikritið gerist að mestu í kjallara fjölbýlishúss en áhorfendur fá að skyggnast inn á heimili nokkurra fjölskyldna. Eins og gengur í góðu leikerki er ein fjölskyldan í aðalhlutverki.

Ýmsir halda því vafalítið fram að hér sé um fremur ódýra ástarsögu að ræða. Svo er alls ekki. Verkið er fullt af tilvísunum í þann raunveruleika sem flestir Íslendingar þekkja. Verkið er vel skrifað, orðfærið skemmtilegt og tónlist með ágætum. Nokkrum sinnum var hún heldur hátt stillt og þá skilaði textinn sér illa.

Ég mæli eindregið með þessari sýningu og spái því að hún lengi líf nokkurra Íslendinga því að fáir komast hjá því að hlæja dátt.


Fremur óspennandi framhaldsleikrit

Í dag var fluttur fjórði þáttur leikritsins "Dauði trúðsins" sem gert er eftir sögu Árna Þórarinssonar.

Ég hef fylgst með leikritinu frá upphafi. Því er ágætlega leikstýrt og margt vel gert. Þó eru nokkrir smáhnökrar sem stafa e.t.v. af því að leikhljóðasafn Ríkisútvarpsins vantar viðeigandi leikhljóð. Sem dæmi má nefna að þegar tvær manneskjur ganga saman og spjalla heyrist einungis skóhljóð annarrar og sama skóhljóðið er notað inni sem úti. Það rýrir gildi leikmyndarinnar.

Söguþráðurinn er eins og Don sem streymir áfram lygn. Ekki tekst höfundi að ná upp neinni spennu. Það er einhvern veginn orðið afskaplega óspennandi að vita hvers vegna þær Viktoría og Pálína Halldóra voru drepnar. Ég ætla nú samt að hlusta á síðasta þáttinn. Kannski verður þá lokadómur minn annar og betri.


Yndislegt sakleysi og trúnaðartraust

Hér er slóð á pistilinn um Birgi Þór, Kristu Sól og börnin í Tjarnarási. Njótið þessara yndislegu frásagna og söngsins.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4416420/4


Apinn sem keypti alla peningana og líka grænmeti og aura

Birgir Þór Árnason og Krista Sól Guðjónsdóttir eru á fjórða ári og stunda nám í leikskólanum Tjarnarási í Hafnarfirði. Í dag segja þau hlustendum þáttarins Vítt og breitt á Rás eitt söguna um apa sem féll ofan úr tré og litla mús sem renndi sér niður rennibrautina. Útsendingin hefst um kl. 13:45. Þá heyrist einnig söngur barnanna á Tjarnarási og leikhljóð. Missið ekki af þessari útsendingu. Hún hressir sálina í darraðardansi og amstri dagsins.

Ég hef borið gæfu til að halda úti pistlum í þættinum Vítt og breitt einu sinni í viku frá árinu 2006. Þar hefur ýmislegt borið á góma. Í vetur verða pistlar og frásagnir um hitt og þetta og nokkur áhersla lögð á að birta hljóðrit sem ég hef gert undanfarna þrjá áratugi. Þótt hljóðritasafnið sé ekki mjög stórt í sniðum leynist þó þar ýmislegt sem er harla athyglisvert og ber vitni um horfinn hljóðheim.

Um daginn afritaði ég gamla snældu á tölvudisk. Þegar afrituninni var lokið tók ég eftir því að snældan var slitin. Hún verður því ekki notuð framar.

Þeir sem eiga gamlar snældur með efni sem þeir telja dýrmætt ættu hið fyrsta að huga að afritun þeirra. Leynist þar efni sem fólk telur að aðrir geti haft gaman af, væri fróðlegt að fá að hlusta á það og athuga hvort það væri ekki hæft til útsendingar.

Munið svo að hljóðrita börnin ykkar. Til þeirra hluta eru nú til býsnagóð tæki á mörgum heimilum, en yfirleitt eru góðir hljóðnemar á stafrænum kvikmyndavélum.


Ný tækifæri handa íslensku hljómlistar- og íþróttafólki

Að undanförnu hafa birst fréttir um að íslensk íþróttafélög hyggist flest segja upp samningum við erlenda leikmenn sem starfa hérlendis.

Í fyrradag var á morgunvakt Ríkisútvarpsins athyglisvert samtal við framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hann lýsti þeim vandræðum sem hljómsveitin horfir fram á vegna samninga við erlenda hljómlistarmenn.

Í breyttum aðstæðum felast ný tækifæri. Nú eiga íþróttafélögin að einbeita sér að íslenskum íþróttamönnum og skila þeim árangri sem aðstæður leyfa.

Hið sama á við um Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hér á landi er sveit úrvals hljóðfæraleikara sem geta jafnvel tekið að sér öll þau einleikshlutverk sem áður var ætlað að erlendir hljóðfæraleikarar sinntu. Þá eigum við einnig nokkra stjórnendur sem hafa sjaldan fengið að reyna sig.

Ef rétt verður á málum haldið getur þetta orðið til þess að efla metnað á meðal íslenskra íþrótta- og tónlistarmanna.


Verðskulduð viðurkenning

Örnólfur Thorlacius er einstakur fræðari og heiðursmaður. Hann hefur ekki einungis lagt sig í líma við að fræða almenning heldur hefur hann einnig skemmt fólki með þýðingum sínum og umfjöllun um hvers kyns efni sem eru á mörkum skemmtunar og vísinda. Fyrst man ég eftir að hafa heyrt Örnólf í útvarpi þegar hann las vísindaskáldsögu um mikið ský sem nálgaðist jörðina. Í sögunni var fjallað um viðbrögð mannkynsins og lýst margs konar tækni sem menn héldu að myndi þróast. Skýið var í raun gríðarlega umfangsmikil vitsmunavera sem jarðarbúar þurftu að ná sambandi við og það tókst.

Örnólfur hefur sýnt og sannað að hægt er að beita íslenskri tungu til að fjalla um hvað eina sem fjallað er um. Nýyrði sem hann hefur smíðað eru bæði þjál og auðskilin. Verðskuldar hann því svo sannarlega þennan heiður.

Enn heldur Örnólfur áfram að fræða fólk og skemmta með visku sinni og fróðleik. Haldi hann því sem lengst áfram.


mbl.is Örnólfur Thorlacius fær viðurkenningu fyrir vísindastörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefvarp Ríkisútvarpsins - betur má ef duga skal

Eftir að Ríkisútvarpið tók við umsjón eigin vefvarps af Símanum hefur þjónustan batnað nokkuð.

Þegar tækniupplýsingar eru athugaðar sést að útsendingin er einungis á 64 kb sem er ásættanlegt fyrir einómsútsendingar en ekki víðóm. Þá eru lágmarksgæði talin a.m.k. 128 k, í minnsta lagi 96k.

Fyrir vikið er vart hlustandi á tónlistarþætti sem geymdir eru á vefnum í hálfan mánuð eftir útsendingu vegna þess að högg koma fram í útsendingu þegar tónar eru langir. Á þetta bæði við um söng, fiðlur, orgel og fleiri hljóðfæri

Ef borin eru saman tóngæði íslenska og sænska útvarpsins er munurinn sláandi mikill. Væri ekki ráð að Ríkisútvarpið hressti aðeins upp á gæðin og yki bætafjöldann um helming? Einhvern tíma hljótum við að fá svipuð gæði á netinu og þegar hlustað er á útvarp gegnum sjónvarpsmóttakara Símans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband