Færsluflokkur: Íþróttir
Mér þótti vænt um hvað menn gættu tungu sinnar og töluðu hvorki um að einhverjir lægju í valnum né notuðu niðrandi orðalag um andstæðingana. Í því felst hinn sanni Ólympíu- og íþróttaandi.
Íþróttir | 22.8.2008 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elín var strandvörður og kvikmyndaði svamlið. Það var talsverð fjara og hvergi mjög djúpt.
Ég viðurkenni að mér varð dálítið kalt. En hressandi var þetta og nærði sálartetrið. Annars líður mér svo vel á vinnustað að það út af fyrir sig er mikil sálarnæring.
Íþróttir | 27.6.2008 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér er ekki í nöp við knattspyrnu. En mér er í nöp við hvernig knattspyrnuáhugamenn beita fjármagni til þess að troða áhugamáli sínu upp á aðra svo að allt verður að víkja og öll viðmið samfélagsins snúast um tuðrusparkara. Þetta er svo yfirþyrmandi að sjónvarpsáhorfarar, sem kunna ekki að hlusta á rás 1 fara að horfa á þessi ósköp og verða spennufíklar á þessu sviði sem öðrum.
Íslendingar eru fíklar og þar er ég engin undantekning. Við hjónin lesum stundum saman Dan Brown og einstaka sinnum tek ég hressilega í nefið. Ég legg þá tóbakshornið á nös mér og sýg, fyrst í þá vinstri og síðan í hina hægri. Áhrifin eru slík að ég kemst næstum í vímu og tíminn herðir á sér.
Hins vegar verður Dan Brown stundum svo leiðinlegur að tíminn ætlar aldrei að líða. Aðra stundina verður hann svo æsispennandi að tíminn stendur alveg kyrr.
Um daginn var þáttaröð í BBC um Davinci-lykilinn og hvernig sá samansetningur, sem mér þótti vel saminn og skemmtilegur, eyðilagði næstum regluna Opus Dei. Rakið var hvernig reglan hefði mótast í áranna rás og hvernig ráðist hefði verið í breytingar á henni. Einnig var vikið að því hver áhrif Dans Browns hefðu orðið á þá sem voru í reglunni og það líknarstarf sem unnið hefur verið á henni. Rætt var við Dan og varð han heldur tvísaga um margt.
Fyrir nokkru spjallaði ég um bækur Dans við kunningja og benti þá einn á að ónefndur höfundur íslenskur hefði ekki þorað að nota nafn Halldórs Laxness í bókinni "Höfundur Íslands". Slíkt hefði þótt óhæfa.
Það er ekki nema von að kirkjunnar mönnum þyki óhæfa að jafnskemmtilegt og vel samið verk og Davinci-lykillinn skuli beinast að einum samtökum. Hitt er umdeilanlegt hvort það þjóni nokkrum tilgangi að banna bókina.
Hið sama er um fótboltann. Ég vil ekki láta banna hann en ég vil að menningarviðburðir og stofnanir fái að vera í friði fyrir honum.
Íþróttir | 23.6.2008 | 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við gripum í tómt. Eftir nokkra eftirgrennslan hittum við Hörð og tjáði hann okkur að ákveðið hefði verið að flýta þessum sunnudagstónleikum og hinum næstu til kl. 17 vegna fótboltans í sjónvarpinu. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefðu komið næstum engir ferðamenn á tónleika sem kepptu við sjónvarpsfótboltann en í dag hefðu komið nokkrir. Kvaðst hann ekki viss um hvort þetta hefði verið rétt ákvörðun.
Við gátum svo sem sjálfum okkur um kennt vegna þess að við höfðum ekki lesið bæklinginn nægilega vel og vanin ræður miklu.
Nágrannakona okkar sagði áðan: Andskotans fótboltinn! Hún hefur greinilega fengið nóg af íþróttadekrinu eins og fleiri.
Íþróttir | 22.6.2008 | 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjónvarpið breytir dagskrá sinni og þvingar upp á fólk hvers kyns kappleikjum.
Mbl.is á hrós fyrir að hafa ekki sett fréttina um tap Íslendinga fyrir Svíum inn á innlendar fréttir heldur íþróttasíðuna. Annars fór ég að athuga þetta eftir að eitt leirskáldið fékk þunglyndiskast og sagðist ekki geta ort eftir að hafa horft á Íslendinga læra handknattleik af Svíum.
Íþróttir | 17.1.2008 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveinn Helgason, hinn ágæti fréttamaður Ríkisútvarpsins og yfirleitt hinn vandvirkasti, sótti þar að Einari Þorsteinssyni, formanni KSÍ með alls konar spurningar á lofti sem bentu til þess að hann væri í vafa um hæfni Eyjólfs Sverrissonar.
Ég hef ekki mikinn áhuga á knattspyrnu, finnst íþróttin ef íþrótt skyldi kalla komin út í öfgar og ekkert sem tengir landsliðið við áhugamennsku, enda verður að halda sumum íþróttaféögum gangandi með því að flytja inn erlenda leikmenn. Íslendingar hafa löngum verið þeirrar skoðunar að þeir séu á meðal bestu knattspyrnumanna heims. Samt tapa þeir hverjum leiknum á fætur öðrum og eru svo hrokafullir að þeir skammast sín fyrir að tapa fyrir smáþjóðinni Lichtenstein. Fyrir mér horfir málið þannig við að ég styð allar smáþjóðir í íþróttaleikjum gegn Íslendingum.
Eyjólfur Sverrisson hefur af mikilli prúðmennsku svarað spurningum fréttamanna um leik liðsins við Lichtenstein-búa og segist halda að hann geti bætt árangur liðsins. Á Morgunvakt Ríkisútvarpsins kom m.a. fram að menn reita saman leikmenn í landsliðið héðan og þaðan og þjálfarinn fær eingöngu að hafa þá undir sinni stjórn í skamma stund fyrir hvern leik. Þannig tekst aldrei að skapa góða liðsheild.
Það er ekki Eyjólfur sem á sök á tapinu gegn Lichtenstein. Það er landsliðið. Því ber að skipta um landslið. Nýr þjálfari breytir þar engu. Við höfum á undanförnum heyrt allt of mögg dæmi um þjálfara sem eiga að bjarga Íslendingum frá skömm. Landsliðið kærir sig einfaldlega ekki um það.
Ég vona að ekki takist að reita af Eyjólfi æruna og óska honum alls góðs í framtíðinni.
Íþróttir | 29.10.2007 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hér með er Shanghaiförunum óskað góðrar ferðar. Megi gæfan fylgja ykkur í leik og starfi.
Íþróttir | 21.9.2007 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar