Það sést hverjir drekka Kristal

Auglýsingarnar, sem dynja á hlustum fólks í sjónvarpi og útvarpi eru einatt vel gerðar en sumar orka tvímælis einkum fyrir auglýsendur.

Kristall er vinsæll svaladrykkur hérlendis, gerður úr kolsýrðu vatni. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja að kolsýrðir drykkir eyða tannglerungnum og eru því fólki næsta óhollir.

Í ljósi þessa velti ég því fyrir mig hvort heilbrigðiseftirlitið hafi laumað fulltrúa sínum inn á auglýsingastofuna sem gerði þessa auglýsingu. Eina leiðin til þess að sjá hvort fólk hafi drukkið kristal er væntanlega sú að skyggnast eftir tannátu í fólki. Þeir, sem eru með alvarlegar glerungsskemmdir á tönnum hljóta að hafa drukkið kristal. Það er alveg kristaltært.

Húrra fyrir heilbrigðisleftirlitinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Hættu nú alveg!  Ég er búin að hlæja innra með mér af nákvæmlega sömu ástæðu; mynd af fallegum kvenmanni / fallegu fólki sem brosir milt en skælbrosir síðan þannig að sjáist í brenndar tennurnar... þá sést nefnilega að það hefur drukkið xxxxxxx eða aðra kolsýrða drykki.  he he
Svo inni á milli er íslenska vatnið dásamað; að hægt sé að drekka það beint úr krananum og úr sérhverri lækjarsprænu. Samt þarf að kaupa þessa "hollustudrykki"

Skál!

Eygló, 30.1.2010 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband