Effersey eða Örfirisey

Í gær kom Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur, í Lýðræðissetrið í Reykjavíkurakademíunni. Hann vakti máls á ýmsu sem tengist örnefnum á Íslandi og ræddum við ýmsar skýringar á þeim auk þeirrar tilhneigingar að reyna að komast að uppruna afbakaðra örnefna með því að fyrna þau.

Við vorum sammála um að Örfirisey hefði heitið Effersey í munni manna þegar við komum til Reykjavíkur. Örfirisey væri síðari tíma málfyrning. Ekki hef ég kannað hversu gamalt örnefnið Örfirisey er í heimildum, en ég sé við skjóta athugun að nafnið Effersey var þegar þekkt árið 1700 og jafnvel fyrr.

Mannsnafnið Effer er til og ættarnafnið Effersen einnig. Hvað segja sagnfræðingar? Hefur einhver kaupmaður verið í Hólminum sem heitið hefur Effer eða verið Effersen? Er þar komin skýring nafnsins Effersey? Sé svo, ber þá ekki að taka það upp á ný? Það væri verðugt verkefni handa núverandi borgarstjórnarmeirihluta að fá skorið úr um þetta alvarlega mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband