Um helgina fórum við hjónin austur í Öræfi. Gistum við á Hótel Skaftafelli og nutum þar góðs atlætis. Laugardaginn 23. febrúar nutum við lífsins í Skaftafelli í einstæðri kyrrð, sem skreytt var með sytrandi lækjum og freyðandi fossum.
Þaðan var haldið að Jökulsárlóninu við Breiðamerkursand. Var þá kominn tími til hádegisverðar.
Heillandi snót og nískur veitingamaður
Á móti okkur tók indæl, ung stúlka, sem átti rætur að rekja til sæmdarhjónanna á Brunnhóli á Mýrum, þeirra sigurjóns og Þorbjargar, en þau heimsótti ég sumarið 1967 og stilltum við bræður gítar heimasætunnar, dóttur Arnórs sonar þeirra hjóna. Meira um það síðar.
Söluskálinn við Breiðamerkurlón er orðinn býsna lúinn og flest sparað í viðhaldi sem hægt er. Ég hugðist færa stól nær borðinu og tók undir arma hans. Varð þá hægri armurinn laus. Virtist þetta sami stóllinn og ég settist á fyrir þremur árum og þá var armurinn laus.
Í boði var prýðileg humarsúpa sem hver gat fengið eins mikið af og hann vildi. Brauðsnúðarnir voru hins vegar komnir til ára sinna og svo seigir að þeir urðu vart tuggðir. Sjálfsagt gengur vel að selja þessar veitingar við lónið, þar sem eigandi söluskálans er einn um hituna og þarf því vart að hafa áhyggjur af að menn fari annað. Er þetta illt afspurnar.
Eftir að hafa gert þessum kræsingum skil og kvatt hina ungu snót, héldum við hjónin niður í fjöru að hljóðrita. Náðust þar tvö hljóðrit af hamförum sjávar og íss. Þaðan var haldið að Þórbergssetrinu á Hala. Hittum við Þorbjörgu Arnórsdóttur og spurði ég eftir hrútnum Þorkatli á Hala, en honum hefur víst verið safnað til feðra sinna. Hann hljóðritaði ég fyrir þremur árum ásamt fósturmóður hans, sem virtist fáar tilfinningar bera til þessa lambhrúts, sem neytt var upp á hana, gamalána sjálfa. Þorbjörg Arnórsdóttir reyndist vera stúlkan, sem átti gítarinn, sem getið var um hér að framan.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur | 25.2.2013 | 20:15 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.