Óprúttinn söluskálaeigandi, indćl afgreiđslustúlka og konan sem átti gítarinn

Um helgina fórum viđ hjónin austur í Örćfi. Gistum viđ á Hótel Skaftafelli og nutum ţar góđs atlćtis. Laugardaginn 23. febrúar nutum viđ lífsins í Skaftafelli í einstćđri kyrrđ, sem skreytt var međ sytrandi lćkjum og freyđandi fossum.


Ţađan var haldiđ ađ Jökulsárlóninu viđ Breiđamerkursand. Var ţá kominn tími til hádegisverđar.


Heillandi snót og nískur veitingamađur

Á móti okkur tók indćl, ung stúlka, sem átti rćtur ađ rekja til sćmdarhjónanna á Brunnhóli á Mýrum, ţeirra sigurjóns og Ţorbjargar, en ţau heimsótti ég sumariđ 1967 og stilltum viđ brćđur gítar heimasćtunnar, dóttur Arnórs sonar ţeirra hjóna. Meira um ţađ síđar.


Söluskálinn viđ Breiđamerkurlón er orđinn býsna lúinn og flest sparađ í viđhaldi sem hćgt er. Ég hugđist fćra stól nćr borđinu og tók undir arma hans. Varđ ţá hćgri armurinn laus. Virtist ţetta sami stóllinn og ég settist á fyrir ţremur árum og ţá var armurinn laus.


Í bođi var prýđileg humarsúpa sem hver gat fengiđ eins mikiđ af og hann vildi. Brauđsnúđarnir voru hins vegar komnir til ára sinna og svo seigir ađ ţeir urđu vart tuggđir. Sjálfsagt gengur vel ađ selja ţessar veitingar viđ lóniđ, ţar sem eigandi söluskálans er einn um hituna og ţarf ţví vart ađ hafa áhyggjur af ađ menn fari annađ. Er ţetta illt afspurnar.


Eftir ađ hafa gert ţessum krćsingum skil og kvatt hina ungu snót, héldum viđ hjónin niđur í fjöru ađ hljóđrita. Náđust ţar tvö hljóđrit af hamförum sjávar og íss. Ţađan var haldiđ ađ Ţórbergssetrinu á Hala. Hittum viđ Ţorbjörgu Arnórsdóttur og spurđi ég eftir hrútnum Ţorkatli á Hala, en honum hefur víst veriđ safnađ til feđra sinna. Hann hljóđritađi ég fyrir ţremur árum ásamt fósturmóđur hans, sem virtist fáar tilfinningar bera til ţessa lambhrúts, sem neytt var upp á hana, gamalána sjálfa. Ţorbjörg Arnórsdóttir reyndist vera stúlkan, sem átti gítarinn, sem getiđ var um hér ađ framan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband