Ef bílstjórar hegðuðu sér upp til hópa jafnilla í umferðinni og margir hjólreiðamenn, yrði skelfingarástand á akbrautum Reykjavíkur og er það þó nógu slæmt. Þá myndu bílar æða upp á gangstéttir og ættu gangandi vegfarendur fótum fjör að launa.
Í dag hjóluðum við hjónin ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, vinkonu okkar, austur í Fossvogskirkjugarð, þaðan á kaffi Haítí og lukum síðan ferðinni með Neshringnum. Urðu þetta alls 22 km.
Það vakti athygli okkar hjóna, þegar við hjóluðum eftir reiðhjólastígnum meðfram Ægisíðunni, að hópar fólks þeystu eftir göngustígnum, sem er nær sjónum. Þó eru merkingar greinilegar á þessum slóðum. Þegar nálgast Nauthólsvík hverfa allar merkingar og enginn veit hvar hann á að hjóla eða ganga. Þetta hefur jafnvel ekki bestaflokks-vinstri-samfylkingarstjórnin ekki lagað.
Ég fer iðulega gangandi til og frá vinnu. Á ég þá leið um eiðisgrandann. Frá því að ég tók að ganga þessa leið fyrir tveimur árum hefur það einungis einu sinni gerst að hjólreiðamaður hafi varað mig við með því að hringja bjöllu, þegar hann kom aftan að mér. Tek ég undir orð fjölmargra vegfarenda sem segja farir sínar ekki sléttar í þessum efnum.
Verði ég var við hjólreiðamann í tæka tíð nem ég yfirleitt staðar því að ég óttast að hvíti stafurinn geti orðið honum að tjóni og mér til skaða.
Við Íslendingar eigum margt eftir ólært í háttprýði og góðum siðum í umferðinni, ef til ekki allir, en allt of margir.
Í dag hjóluðum við hjónin ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, vinkonu okkar, austur í Fossvogskirkjugarð, þaðan á kaffi Haítí og lukum síðan ferðinni með Neshringnum. Urðu þetta alls 22 km.
Það vakti athygli okkar hjóna, þegar við hjóluðum eftir reiðhjólastígnum meðfram Ægisíðunni, að hópar fólks þeystu eftir göngustígnum, sem er nær sjónum. Þó eru merkingar greinilegar á þessum slóðum. Þegar nálgast Nauthólsvík hverfa allar merkingar og enginn veit hvar hann á að hjóla eða ganga. Þetta hefur jafnvel ekki bestaflokks-vinstri-samfylkingarstjórnin ekki lagað.
Ég fer iðulega gangandi til og frá vinnu. Á ég þá leið um eiðisgrandann. Frá því að ég tók að ganga þessa leið fyrir tveimur árum hefur það einungis einu sinni gerst að hjólreiðamaður hafi varað mig við með því að hringja bjöllu, þegar hann kom aftan að mér. Tek ég undir orð fjölmargra vegfarenda sem segja farir sínar ekki sléttar í þessum efnum.
Verði ég var við hjólreiðamann í tæka tíð nem ég yfirleitt staðar því að ég óttast að hvíti stafurinn geti orðið honum að tjóni og mér til skaða.
Við Íslendingar eigum margt eftir ólært í háttprýði og góðum siðum í umferðinni, ef til ekki allir, en allt of margir.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Samgöngur | 28.6.2014 | 23:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.