Ísland er þriðja heims ríki

Ýmsar skilgreiningar eru til á því hvernig ríki heims skiptast eftir framleiðsluháttum og auðlegð.

Mao formaður setti fyrir nokkrum áratugum fram skilgreiningu sína á heimunum þremur. Fremrst stóðu Bandaríkin og Sovétríkin, risaveldin tvö. Þá voru ýmis efnuð ríki eins og iðnríki Vestur-Evrópu, Japan, Suður-Kórea, Ástralía Nýja Sjáland o.fl. Þriðja heiminum tilheyrðu síðan þróunarlönd Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku. Þar voru einnig furstadæmin og arabisku ríkin við Persaflóa og litla Ísland. Hvers vegna? Vegna þess að Ísland var fyrst og fremst hráefnisframleiðandi og lítil fullvinnsla í landinu.

Um daginn talaði einn ráðherra ríkisstjórnarinnar um að Ísland væri komið í hóp skuldugra þriðja heims ríkja. Það hefur næsta lítið greyst frá því að Mao formaður setti fram þessa kenningu. Ísland er enn þriðja heims ríki.

Ef menn virkja nú orkuna sem býr í þjóðinni og sækjast eftir hugmyndum frá fjöldanum getur það vel orðið að Íslandi takist að komast upp í annan heiminn með fullvinnslu og nýtingu tækni til þess að skapa hér lífvænleg skilyrði. Þar til slíkt gerist erum við og verðum þriðja heims ríki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband