Hagstjórn eða spávísindi

Ýmislegt fer öfugt ofan í mig um þessar mundir. Því meira sem ég les og heyri þeim mun minna skil ég.

Bandaríkjamenn eru skuldugasta þjóð heims og lækka nú stýrivexti svo mjög að vart verður hægt að lækka þá meira.

Austan hafs og í Mið-Austurlöndum lækka menn einnig stýrivexti.

Hér á landi er stýrivöxtum haldið háum og það er sagt eiga að tryggja að gjaldeyrir, sem bankarnir hafa eytt og falinn var þeim til varðveislu, fljóti ekki út úr landinu.

Krónunni er haldið á floti með gjaldeyrishöftum og erlendir einstaklingar og fyrirtæki geta ekki nálgast aurana sína og flutt úr landi og það eitt ætti að duga.

Til hvers þarf þá svona háa stýrivexti? Hvort ráða kenningar Seðlabankans eða Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þessu og hvort er vit í því?

?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Dóra, 18.12.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband