Svipað ástand virðist komið upp í Landakotsskóla, en þar er víst fátt um sérkennara. Stjórnendur einkaskólanna hafa borið því við að ekki sé hægt að taka á móti þessum börnum vegna aðstöðuleysis og skólastjóri Tjarnarskóla þóttist ekki vita um nein lög eða reglugerðir sem skylduðu skólann til að taka við fötluðum börnum.
Nú er það svo að mikill meirihluti þess fjár, sem þarf til að starfrækja einkaskólana, þar á meðal laun kennaranna, koma úr opinberum sjóðum. Það hlýtur því að vera umhugsunarefni hvort styrkja eigi þessa skóla eigi þeir að starfa sem einkaskólar úrvalsnemenda sem stjórnendurnir velja sjálfir.
Hið sama gildir um einkareknu háskólana. Þeir geta vart talist einkareknir á meðan laun kennara koma að mestu eða öllu leyti úr ríkissjóði. Er ekki þarna komin prýðileg leið til þess að spara í rekstri hins opinbera og veita þeim fjármunum, sem þannig verða afgangs, til opinberra skóla?
Þegar kreppir að í þjóðfélaginu hefur það iðulega verið látið bitna á fötluðu fólki. Það missir fyrr vinnuna og nú veigra einkaskólarnir, sem styrktir eru af opinberu fé, sér við að taka þessum nemendum opnum örmum. Allur rökstuðningur stjórnenda Tjarnar- og Landakotsskóla virðist bera vott um sérhyggju í stað metnaðar, sérhyggju í garð þeirra sem eru taldir betur mega sín. Er þetta hið nýja Ísland sem koma skal? Er þessi stefna stjórnenda Landakotsskóla í anda þeirra sem stofnuðu skólann á sínum tíma?
Skyldi Kristur ekki spyrja stjórnendurna, þegar þeir koma fyrir auglit hans: "Hvar eru yðar minnstu bræður?"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.8.2009 | 09:40 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.