Vangaveltur um kjördæmi og kjörmenn

Fréttin um að forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum hafi fengið fleiri atkvæði en frambjóðandi Repúblikana ætti ekki að koma Íslendingum á óvart. Kjörmannakerfið sá til þess. Það er ekki óskylt kjördæmakerfi Íslendinga þar sem sums staðar eru færri kjósendur að baki hverjum þingmanni en annars staðar.
Þótt því sé haldið fram að nauðsynlegt sé að tryggja hagsmuni fámennra ríkja og kjördæma er þetta með ýmsum hætti skrumskæling lýðræðisins.
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á alla kjörmenn Bandaríkjanna að kjósa frambjóðanda demokrata. Stenst það bandarísk lög? Fróðlegt væri að fá svar við þessari spurningu.


Bloggfærslur 17. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband