Lifun eftir Jón Atla Jónasson - meistaraverk

Útvarpsleikhúsið lauk í dag við að flytja hlustendum leikritið Lifun eftir Jón Atla Jónasson, en það er byggt á heimildum um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Fléttað er saman leiknum atriðum og frásögnum ýmissa sem að málinu komu.
Sannast sagna er leikrit þetta hreint listaverk, afbragðs vel saman sett og leikurinn frábær. Óhugnaðurinn, skelfingin, óttinn, kvíðinn og undanlátssemin skila sér fyllilega auk örvæntingar vegna aðskilnaðar frá ástvinum og jafnvel misþyrminga.
Ástæða er til að óska aðstandendum verksins til hamingju með vel unnið meistaraverk.


Bloggfærslur 27. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband