Hatursáróður Útvarps Sögu og Péturs Gunnlaugssonar

Það kemur nú orðið sárasjaldan fyrir að ég hlusti á Útvarp Sögu.
Í morgun ákvað ég að leggja eyrun við viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Illuga Jökulsson. Pétur leiddi viðtalið út í þvílíka hatursumræðu á hendur þeim sem eru ekki frá Norðurlöndum eða Evrópska efnahagssvæðinu og búa hér á landi, að mér blöskraði.
Útvarps Saga er að verða einhvers konar þjóðernisöfgafyrirbæri sem er beinlínis hættulegt íslensku samfélagi. Þetta tilheyrir víst fjölmiðlafrelsinu og því fylgir einnig að menn geta með góðu móti forðast slíka fjölmiðla. En hitt er verra að fjölmiðlar eins og Útvarp Saga geta með hægu móti efnt til ófagnaðar sem erfitt er að hafa stjórn á.


Bloggfærslur 9. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband