Hvað óttast hatursfylkinginn?

Mikið er Íslenska þjóðfylkingin ógeðfellt fyrirbæri.
Þar rugla menn öllu saman.
Ekki er hægt að gera vel við flóttamenn vegna þess að ekki er hægt að gera vel við aldraða og öryrkja. Þetta eru tvö óskyld mál.
Útlendingar stela störfum frá Íslendingum. Frá hverjum stela þeir störfum?
Erlent fólk vinnur á elli- og hjúkrunarheimilum og talar lélega íslensku.
Hvernig væri umhorfs á þessum heimilum ef þessa fólks nyti ekki við?
Stela útlendingar vinnunni frá fiskvinnslufólki? Hvar væri íslenskur matvælaiðnaður án erlends vinnuafls?
Umræða Þjóðfylkingarinnar minnir áþreifanlega á þá umræðu sem átt hefur sér stað í einangruðum þjóðfélögum þar sem valdastéttir þurftu að verja hagsmuni sína (hér á landi er það ekki valdastéttin sem gengur fram heldur allt önnur stétt sem ekki skal nefnd hér).
Í bók þýsks ferðalangs, sem fór til Tíbets og dvaldist þar á stríðsárunum seinni lýsir hann andstyggðinni sem Tíbetar höfðu á erlendu vinnuafli sem þeir þurftu á að halda. Hið sama má segja um indversku yfirstéttirnar sem hafa andstyggð á hinum ósnertanlegu. Hér á landi á yfirstéttin ekki í hlut heldur aðrar stéttir sem ekki verða nefndar á nafn en eru þó svo hrinar að þær snerta ekki við hvaða vinnu sem er.

Þjóðfylkingin er afsprengi sænskra öfgasamtaka sem mega teljast skyld stjórnmálaflokki þeim er Adolf Hitler stjórnaði á sínum tíma. Þá var flest Gyðingum að kenna.

Á fjórða áratug síðustu aldar og nokkuð frameftir öldinni sáust greinar í dagblöðum þar sem rætt var um hinn hreina, íslenska stofn sem hefði haldist hér við ómengaður vegna samgönguleysis. Þetta minnti á umræðuna um íslenska fjárhundinn á sínum tíma.

Íslendingar eru ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir vilja hreinræktaða þjóð þót a.m.k. tvær eða jafnvel þrjár og sumir segja fjórar þjóðir hafi numið landið fyrir rúmum 11 öldum.
En í fávisku sinni eða á að segja fyrirlitningu á öðru en mannfólkinu hafa þeir fórnað hreinum kattastofni sem hafði þróast hér einangraður vegna samgönguskorts svo að öldum skipti!

Hvernig var með tónlistarmenn sem hingað komu á síðustu öld. Höfðu þeir störf af Íslendingum?
Nefna má ýmsa listamenn til sögunnar sem gerðust Íslendingar og voru stoltir af því.

Vonandi heyra samtök eins og Íslenska þjóðfylkingin, sem byggja á fordómum og fáfræði, brátt sögunni til


mbl.is „Hingað eru flóttamenn velkomnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband