Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Í almennri blaðamennsku er gerður skýr greinamunur á auglýsingum og greinaskrifum. Sú viðleitni eins fjömiðils að selja umfjöllun um einstök fyrirtæki, dregur úr gildi fjölmiðilsins og veldur því að fólk efast um sannleiksgildi þess sem sagt er og skrifað um. Hið sama á einnig við um kostun einstakra liða sem eru á dagskrá fjölmiðlanna. Þegar dagskrárliðirnir eru orðnir að auglýsingu fyrir stórfyrirtæki landsins dregur mjög úr trúverðugleika þess sem fjallað er um, enda eru dæmi þess að stjórnendur fyrirtækjanna hafi kippt í vissa spotta og komið annig í veg fyrir að sitthvað yrði sagt.
Stjórnendur fjölmiðlanna verða einnig að fara með gát. Nú dynur á eyrum hlustenda Rásar tvö auglýsing um þáttinn Bergsson og Blöndal þar sem Páll Magnússon, útvarpsstjóri, lýsir einföldum smekk sínum, en hann velji það besta og hlusti því á Bergsson og Blöndal. Hvað um aðra dagskrárliði Ríkisútvarpsins? Eru þeir ekki þess virði að útvarpsstjórinn ljái þeim lið?
Hvaða skyldur hefur útvarpsstjóri við stofnun sína og starfsfólk hennar?
![]() |
Boðið „að auglýsa á óhefðbundinn hátt“ í Fréttablaðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.5.2011 | 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það leitar óneitanlega á hugann að sumir séu öðrum hæfari til þess að komast af við erfiðar aðstæður. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins er orðinn leiður á lágu þingfararkaupi og vill að launin verði hækkuð hið fyrsta. Það vildu víst fleiri. Þessi vesalings þingmaður er svo illa haldinn að hann hefur þurft að borga með sér í starfinu. Hann var á miklu hærri launum en áður og hafði tamið sér slíkan lífsstíl að þingfararkaupið auk styrkja sem fylgja þingmennskunni, duga ekki fyrir framfærslu mannsins, en hann er þingmaður landsbyggðarkjördæmis og býr í Reykjavík.
Margir eru í slíkum sporum. Sumir hafa misst vinnuna, verið sagt upp eða jafnvel reknir og ekki fengið fast starf síðan. Til er fólk hér á landi sem hefur orðið að fella flest segl til þess að kollsigla sig ekki. Þetta fólk var þó ekki á neinum ofurlaunum. Til eru atvinnuveitendur hér á landi sem nýta sér neyð þessa fólks, ráða það sem verktaka og lækka við það launin, þegar þeir sjálfir þurfa á meira fé að halda til einkaneyslu. Sumir þessara atvinnuveitenda tengjast Sjálfstæðisflokknum eins og áður nefndur þingmaður.
Ég hlýddi hrærðum huga á frétt Ríkisútvarpsins í gær, þegar greint var frá því að áður nefndur þingmaður þyrfti á hærra kaupi að halda. Aumingja maðurinn. Hann fórnaðis sér fyrir kjördæmið sem hann fæddist í og hefur þurft að bera skaðann. En hvaða skaða? Hvað afrekaði hann áður? Úr hvaða hálaunastarfi hvarf hann og hvers vegna bauð hann sig fram til þings? Svari sá er veit.
Stjórnmál og samfélag | 18.5.2011 | 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lísa Pálsdóttir gerði ýmsu skemmtileg skil í þætti sínum Flakki á rás eitt síðastliðinn laugardag. Í gær var skemmtileg grein eftir gísla Baldur Gíslason í Morgunblaðinu og enn kveður við sama tón hjá Karli Blöndal í blaðinu í dag. Það hríslast sælukennd um allan líkamann við lestur viðtalanna og þau orð sem viðmælendur láta falla.
Eftirvæntingin er mikil. Því meira sem ég heyri og les verður tilhlökkunin meiri. Það er unaðsleg tilfinning að geta hlakkað til eins og barn sem hlakkar til jólanna eða afmælis síns.
Stjórnmál og samfélag | 4.5.2011 | 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öryrkjabandalag Íslands átti sér traustan bandamann á meðan Styrmir gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins. Í sunnudagsmogganum, sem fylgdi blaðinu 30. apríl sl., birtist grein hans, Þjóðarátak gegn fátækt og örbirgð.
http://mbl.is/mm/greinilegur/mogginn/bladid/?type=2;flokkur=32
Það ríkir alvarleg neyð í ákveðnum þjóðfélagshópum á Íslandi. Sú neyð er ekki efst á baugi í þjóðfélagsumræðum. Hún sést ekki í þeim meðaltölum sem notuð eru til þess að fjalla um lífskjarastig í samfélaginu. En þrátt fyrir allt erum við enn svo fá, að það fréttist manna á meðal hvað er að gerast í lífi einstaklinga og fjölskyldna. Sennilega er þessi neyð mest meðal öryrkja, atvinnulausra, einstæðra mæðra og þeirra sem eru á lægstu launum.
Neyðin birtist í því, að jafnvel fólk sem er í fullri vinnu en á lægstu launum á ekki fyrir mat út mánuðinn, þegar skattar og skyldur hafa verið inntar af hendi og húsnæðiskostnaður greiddur. Hvað á að segja við fólk sem er í fullri vinnu en á sannanlega ekki fyrir mat?
Neyðin birtist í því, að börn mæta ekki í skóla vegna ástandsins heima fyrir.
Neyðin birtist í því að dæmi er um sjálfsvíg vegna þess að fjölskyldufaðir, sem hafði verið atvinnulaus lengi, sá ekki út úr daglegum vandamálum.
Þetta eru ekki innantóm orð. Þetta eru raunveruleg dæmi úr daglegu lífi fólks á Íslandi á þessu ári.
Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag sagði Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar:
Það er mikil neyð hjá mörgum lágtekjuhópum, ekki aðeins öryrkjum.
Sl. þriðjudag sagði Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, m.a. í viðtali við Morgunblaðið:
Ástandið er skelfilegt. Það er hneyksli að þessi ríkisstjórn skuli kenna sig við velferð. Það er mjög algengt að hingað komi fólk sem sér ekki fram á að peningarnir endist út mánuðinn. Ástandið hefur farið hraðversnandi síðan hrunið varð. Þetta er langsamlega alvarlegasta staða sem ég hef séð síðan ég fór að láta mig þessi mál varða á miðjum áttunda áratugnum.
Og Guðmundur Magnússon bætti við:
Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vinum og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég mundi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011.
Það þarf ekki lengi að svipast um í samfélagi okkar til þess að átta sig á að þetta eru ekki orðin ein. Þetta er hinn harði veruleiki og hann er óþolandi.
Þetta mál snýst ekki um pólitík eða dægurþras. Það er yfir slíkt hafið. En úrlausn þess kallar á samstöðu allra þjóðfélagsafla, stjórnar og stjórnarandstæðinga, verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og annarra félagsmálaafla. Sú úrlausn þolir enga bið.
Fólkið sem vinnur daglega við að leysa úr vanda þeirra sem lifa við örbirgð þekkir þetta bezt. Ekki bara meðaltölin heldur þau einstöku dæmi sem opna augu manna fyrir því sem er að gerast í samfélagi okkar. Hið æskilega er, að Guðbjartur Hannessson, velferðarráðherra, gefi Alþingi strax eftir helgi skýrslu um fátækt á Íslandi og byggi hana á raunverulegum og áþreifanlegum dæmum en ekki tölfræði og meðaltölum. Og að stjórnmálaflokkarnir allir tilnefni fulltrúa af sinni hálfu sem taki þátt í að skipuleggja þjóðarátak gegn fátækt á Íslandi, gegn örbirgð og sjálfsvígum og gegn því hneyksli að börn geti ekki mætt í skóla sökum fátæktar.
Þeir sem hér eiga hlut að máli eiga sér í raun og veru ekki aðra málsvara en Öryrkjabandalagið, sem vinnur merkilegt starf og Guðmundur Magnússon er áhrifamikill talsmaður þess og málstaðar lítilmagnans í samfélagi okkar. Önnur félagasamtök og hagsmunasamtök eru með hugann við önnur verkefni og önnur baráttumál. Það vill gjarnan verða svo, að þeir sem minnst mega sín eiga sér fæsta málsvara og til þeirra heyrist minnst.
Íslendingar nútímans þekkja fátt annað en allsnægtir. Það voru afar og ömmur þeirra, sem fæddust um það bil, þegar Ísland var að verða lýðveldi, sem þekktu til raunverulegrar fátæktar og hvað það var að eiga ekki mat. Barnabörn þeirra þekkja þá veröld einungis af frásögnum þeirra sem fæddir voru á síðari hluta 19. aldar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að fólk á svo erfitt með að trúa því, að það sem hér er um fjallað sé raunveruleiki. En það er því miður raunveruleiki að of margir Íslendingar eiga ekki fyrir mat og afleiðingar fátæktarinnar koma fram með ýmsum hætti og alveg sérstaklega koma þær niður á börnum. Börnum sem munu aldrei gleyma þeirri lífreynzlu svo lengi sem þau lifa og mun fylgja þeim alla tíð.
Viljum við svona þjóðfélag? Auðvitað ekki.
Getum við verið þekkt fyrir að láta þetta gerast fyrir augunum á okkur? Auðvitað ekki.
Okkur hafa verið mislagðar hendur um marga hluti frá hruni. Samfélagið er sundrað og klofið ofan í kjöl.
Daglegt pólitískt stríð dregur að sér alla athygli fjölmiðla. Ég kann að vísu ekki á Facebook en hef ekki orðið var við að þessi samfélagsvandamál hafi verið til mikillar umræðu þar.
Getum við náð saman um að leysa neyð þessa fólks? Getur örbirgð þess orðið til þess að þjappa þjóðinni saman þó ekki væri um annað en það að útiloka að fólk svelti meira en hundrað árum eftir að afar okkar og ömmur, langafar og langömmur kynntust því hvað það er að eiga ekki mat?
Það segir töluverða sögu um þetta samfélag hvort okkur tekst það.
Ef okkur tekst það ekki verðum við að horfast í augu við að við erum ófær um að takast á við það sem máli skiptir.
Allar hörpur samtímans veita okkur litla ánægju ef við getum ekki leyst þennan aðkallandi vanda meðbræðraokkar.
Við skulum ekki láta það verða eftirmæli okkar kynslóða að við látum þetta gerast og gerum ekki neitt.
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2011 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðaldra hlustendum hlýtur að hafa runnið til rifja fáfæræði þessa unga þingmanns. Niðurbrot velferðarkerfisins hófst þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð vorið 1991. Sjálfstæðisflokkurinn for þar með forsætisráðuneytið og Alþýðuflokkurinn heilbrigðisráðuneytið. Vegna þess að Öryrkjabandalag Íslands hafði á að skipa forystu sem gat veitt málefnalega andstöðu og félagsmálaráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, var einörð í afstöðu sinni, tókst að koma í veg fyrir stórslys.
Þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu stjórn vorið 1995 undir forystu þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, varð fyrst fjandinn laus. Öryrkjabandalag Íslands neyddist til málaferla gegn stjórnvöldum, en þau beittu ófyrirleitni til þess að hafa sitt fram og samningar voru rofnir. Í tíð þeirrar ríkisstjórnar fóru lífskjör fatlaðra og aldraðra versnandi og biðraðir tóku að myndast hjá hjálparstofnunum. Þetta hefði Ásmundur Einar þurft að vita áður en hann greiddi vantrauststillögunni atkvæði sitt.
Eftir atburði gærdagsins er ljóst að Steingrímur og Jóhanna þurfa að breyta um stefnu. Nauðsynlegt er að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði tekin aftur og menn einhendi sér í önnur mál sem skipta þjóðina meira máli um þessar stundir. Þá verður að styrkja ríkisstjórnina og hlusta m.a. á framsóknarmenn. Þar í flokki þarf formaðurinn ef til vill örlítið að lækka seglinn áður en hann kollsiglir sig.
Bjarni Benediktsson er hvorki sigurvegari gærdagsins né tapaði hann miklu. Þó verður að segjast sem er að orðstír hans laskaðist nokkuð. Af einhverjum ástæðum lét hann æsa sig upp til ótímabærrar vantrauststillögu með öllum þeim orðahnippingum, alhæfingum og skömmum sem henni fylgdu. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi með því að hann er ekki reiðubúinn til þess að sýna samstöðu eða samstarfsvilja á Alþingi um nokkurn hlut nema stranglega sé farið eftir uppskriftum og hagsmunum þröngs hóps flokksmanna. Þannig er ástandið á Alþingi, hver höndin upp á móti annarri. Aðferðir þingsins við afgreiðslu mála eru úreltar. Nú er mál að linni og frumkvæðið verður að koma frá stjórnarforystunni. Annars heyrir þessi ríkisstjórn brátt sögunni til.
![]() |
„Farið hefur fé betra“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.4.2011 | 09:00 (breytt kl. 10:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af þessu má ætla að nú sé fjölda fólks ofboðið vegna ýmissa atvika sem æðstu stjórnendur kirkjunnar geta ekki tekið á. Prestur sparkar í konu, ekki er tekið á eineltismálum eða kynferðisafbrot þögguð niður, kirkjan missti úr höndum sér umfjöllun um málefni samkynhneigðra, og svona mætti lengi telja. Syndaregistur kirkjunnar manna er svo langt að þyngra er en tárum taki.
Um daginn spurði ég annan kunningja minn í hópi presta, hvar ég gæti fundið lista yfir starfandi presta á landinu. Ekki stóð á svari frá kunningja hans sem er væntanlega prestur einnig. "Þessar upplýsingar eru eingöngu ætlaðar þeim sem eru í þjóðkirkjunni." Ég sagðist vera skráður í þjóðkirkjuna og tók eiginkona vinar míns undir það.
Nú leikur greinilega það orð á að ég standi utan þjóðkirkjunnar, enda hef ég ekki sparað að halda því fram að ég geti ekki farið með trúarjátninguna, því að ég geti einungis fallist á fyrstu setningu hennar. Þá hef ég haldið því fram að Kristur sé ekki Messías því að fátt í fari Krists bendi til þess að hann samsvari hugmyndum Gyðinga um hinn nýja konung sem þeir þráðu og hafa þráð.
Það bendir því flest til þess að ég ákveðið að standa utan trúarsafnaða og láti hina dauðu grafa hina dauðu.
Stjórnmál og samfélag | 7.4.2011 | 08:38 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook
Engin viðurlög eru gegn því að brjóta á fötluðu fólki enda hafa kærur í samræmi við lög um málefni fatlaðra sjaldnast skilað árangri.
Engin viðurlög voru gegn því að menn færu sínu fram í bankakerfinu og því fór sem fór. Enginn hefur óttast nokkurn skapaðan hlut og enn heldur samráðið áfram. Engum hefur verið stungið inn eða hann látinn sæta persónulegum ábyrgðum vegna samráðs um skiptingu markaðar milli fyrirtækja.
Nú færist í vöxt að heimasíður verði óaðgengilegar sjónskertu fólki. Engin lög um aðgengi að upplýsingum eru í gildi hér á landi og því engin viðurlög gegn því að traðka á réttindum blinds fólks. Jafnvel Hæstiréttur Íslands er þar framalega í fylkingu til þess að hlífa fyrrum sakamönnum á kostnað þeirra sem ekkert hafa sér til saka unnið. Morgunblaðið birti jafnvel leiðara í júlí 2008 þar sem Íslendingum var hrósað vegna víðsýni í aðgengismálum og það talið stjórnvöldum til gildis að engin viðurlög gildi um þessi mál hérlendis.
<>Íslendingar, eins og aðrar þjóðir, skilja aldrei fyrr en skellur í tönnum. Þess vegna eru viðurlög óhjákvæmilegur hluti lagasetningar hér á landi sem annars staðar.
Fyrrum bankastjóri Seðlabankans og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins taldi sig eitt sinn í sjónvarpsviðtali saklausan af því sem fór af stað í bankahruninu þótt hann hefði sleppt frjálshyggjuöflunum lausum án viðurlaga - það hefðu eingöngu verið frjálshyggjueinstaklingarnir sem kunnu ekki að notfæra sér frelsið án þess að skaða aðra.
Hvers vegna eru viðurlög gegn því að brjóta umferðarlög?
Hvers vegna er smáþjófum refsað fyrir að brjótast inn hjá fólki og stela?
Hver er munur á þeim og stórþjófum, félagslegum eða stjórnmálalegum glæpamönnum og ofbeldismönnum?
![]() |
Ekki heimild til að beita viðurlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.3.2011 | 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar stjórn Hermanns Jónassonar var mynduð árið 1956 hitti Helgi Benediktsson, athafnamaður í Vestmannaeyjum, Hannibal Valdimarsson, þegar hann kom af sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi. "Nú er um að gera að þið látið ykkur semja," sagði Helgi við Hannibal. Hannibal kvað ekki mundi verða skortur á samlyndi innan ríkisstjórnarinnar.
Að undanförnu hefur ritstjóra þessa bloggs oft orðið hugsað til orrustunnar á Vínheiði, þar sem Þórólfur Skalla-Grímsson féll. Er það einkum lýsingin á skoskum liðssveitum, sem valdið hefur því að mér þykir sem sumir þingmenn VG hagi sér sem þetta lausalið. Munurinn er þó sá að um andstæðar fylkingar var að ræða, en VG er enn talið ein liðsheild. Þórólfur og þeir Egill börðust gegn Skotum og vöruðu sig ekki á herbragði þeirra.
Brotthlaup þingmanna úr þingflokki þýðir ætíð einangrun og ósigur nema einhver annar flokkur vilji taka við þeim. Þannig falla menn stundum á eigin bragði en þurfa ekki lausalið úr öðrum flokkum til þess að valda sjálum sér og öðrum usla.
![]() |
Atli situr ekki í umboði kjósenda VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2011 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um helgina var Farsímavefur Morgunblaðsins,http://m.mbl.is/ verðlaunaður á vefsýningu sem haldin var í Smáralind. Er mbl.is óskað til hamingju með verðlaunin.
Morgunblaðið hefur lengi verið í fararboddi þeirra fjölmiðla sem gert hafa aðgengilega vefi á Íslandi. Öryrkjabandalag Íslands veitti Morgunblaðinu aðgengisverðlaun árið 2003, en blaðið hóf þegar á 10. áratug síðustu aldar að gera efni þess aðgengilegt blindum tölvunotendum. Til gamans má þess geta að fyrstu þreifingar um aðgang blindra að Morgunblaðinu fóru fram sumarið 1984, en þá veltu starfsmenn Blindrabókasafns Íslands því fyrir sér hvort festa ætti kaup á blindraletursprentvél af tegundinni Braillo 270. Í samræðum mínum við Jan Christophersen, forstjóra Braillo, kom fram að norskt textavinnslukerfi, sem Morgunblaðið notaði, hentaði ágætlega til þess að framleiða efni með blindraletri. Morgunblaðið sá sér ekki fært að taka þátt í slíkri tilraun, enda notendahópurinn örfámennur um þær mundir. Hugsanlega hefði lestur efnis á blindraletri tekið nokkurn kipp ef farið hefði verið að prenta valið efni úr Morgunblaðinu um þetta leyti. En Blndrafélagið hafði þá þegar hafið útgáfu hljóðtímarits og hafa vafalaust ýmsir félagsmenn þess talið að eftirspurn eftir blaðaefni væri þannig fullnægt.
Fréttina um verðlaunin er á þessari vefslóð
http://mbl.is/frettir/taekni/2011/03/15/farsimavefur_mbl_is_verdlaunadur/
Stjórnmál og samfélag | 16.3.2011 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins í dag.
Það er vissulega tilbreyting að leiðarahöfundur blaðsins sjái ástæðu til að atast í einhverjum öðrum en forsætisráðherra, en Steingrími Sigfússyni getur hann þó ekki sleppt í pistli sínum:
http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/grein/1148948/
Það er skiljanlegt að leiðarahöfundinum svíði sú þróun mála sem orðið hefur í Reykjavík. Það er jafnskiljanlegt og sjálfseyðingarhvöt Samfylkingarinnar er óskiljanleg, sú að tryggja sér aðgang að valdastómum með tilstyrk Besta flokksins.
Í gær hitti borgarstjórinn stjórnendur leikskóla að máli og gerði þá tilraun til að halda vitræna ræðu. Er það nokkur viðsnúningur frá því sem verið hefur. Það dugar þó vart til. Nágrannar Reykvíkinga líta með skelfingu til þess sem nú gerist í borginni. Þar virðist einhvers konar sjálfseyðingarhvöt hafa tekið völdin. Athyglisvert er að mikill hluti niðurskurðarins skuli beinast að konum og börnum. Hvað boðar það?
Stjórnmál og samfélag | 9.3.2011 | 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar