Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hann sagði að Þjóðverjar hefðu fundið lausnina á því hvernig hægt væri að endurheimta glataða fjármuni. Þýska stjórnin eyðir nú milljörðum Evra til þess að aðstoða bankana. Bankarnir brenna hins vegar peningana. Nú hefur verið settur á hár umhverfisskattur í Þýskalandi til þess að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum. Því meiri peningum sem bankarnir brenna því meiri umhverfisskattar. Þannig fær ríkið fjármunina aftur.
Þýsk fyndni er óborganleg!
Stjórnmál og samfélag | 11.8.2010 | 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær tjáði sá ágæti Bolvíkingur, Einar K. Guðfinnsson, sig um málið og þótti illt að erlendir fjárfestar seildust til valda í íslenskum sjávarútvegi. Ræddi hann um að óbeinar fjárfestingar væru leyfilegar en ekki beinar (leiðrétti mig einhver, fari ég með rangt mál).
Heimildarmaður bloggsíðunnar, aldraður fjárfestir, sem hefur marga fjöruna sopið í fjárfestingum á undanförnum áratugum, tók þetta mál til umræðu í gær og sýndist sitt hverjum. Spurning hans var þessi: Hvaða munur er á beinni og óbeinni fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi? Þegar menn fjárfesta með beinum hætti í fyrirtækjum kaupa þeir hlut í þeim. Þegar menn fjárfesta með óbeinum hætti í útgerðunum hljóta þeir að fjárfesta í einhverju sem snertir fyrirtækin, til að mynda eignarhaldsfélögum eða fyrirtækjum sem eiga hlut í öðrum fyrirtækjum. Það kann að vera talsverður munur á óbeinum fjárfestingum innbyrðis, en í eðli sínu er munurinn enginn á beinum og óbeinum fjárfestingum. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að fyrirtækjum hér á landi hljóti að verða óheimilt að fjárfesta í útgerð eigi útlendingar óeðlilega mikið hlutfall hlutafjárins. Sennilega er nú komið í ljós eins og margsinnis hefur verið bent á hér á þessum síðum að rétt sé að ríkið innkalli til sín allan kvóta útgerðarfyrirtækjanna. Til eru leiðir sem duga til þess að fyrirtækin haldi velli og verður ef til vill skrifað um þær síðar á þessum síðum. Æskilegra væri þó að viðskiptafræðingar eða jafnvel hagfræðingar bentu á þessar leiðir án þess að láta átrúnaðinn á kvótakerfið hlaupa með sig í gönur. Varla gerir formaður sjávarútvegsnefndar það því að hann virðist varla þekkja nein lög.
Þá hefur lagaskýring Seðlabankans frá í maí í fyrra vakið athygli og segist Gylfi Magnússon ekkert hafa vitað um hana. Eygló Harðardóttir rís upp á afturfæturna og slær frá sér með hrömmunum. Hætt er við að um vindhögg sé að ræða því að fleiri voru þeir sem vissu ekkert um þetta álit. Þar á meðal var Jóhanna Sigurðardóttir.
Það hefur áður gerst að embættismenn ráðuneyta hafi haldið leyndum upplýsingum fyrir ráðherrum. Kann það að stafa af ýmsu: gleymsku, kæruleysi, launhyggju, athyglisskorti eða jafnvel því að embættismennirnir hafi ekki tíma til að lesa plöggin sem þeim eru fengin. Þeir sem komnir eru til vits og ára hljóta að muna hvað gerðist eftir fundinn fræga 11. júlí árið 2008, þar sem kynntar voru horfur á allsherjar hruni. Fulltrúi fjármálaráðuneytisins mátti ekki einusinni vera að því að sitja allan fundinn og ekki var talin ástæða til að setja Björgvin Sigrðsson inn í málið og fjármálaráðherra virtist fátt vita. Hvers vegna hefði þá átt að setja Gylfa Magnússon eða Jóhönnu Sigurðardóttur inn í þessa greinargerð Seðlabankans um gengistryggð fjármál? Getur verið að bankarnir hafi leikið þarna eitthvert hlutverk með sama hætti og eignarhaldsbanki 365 miðla skemmtir sér nú við að lúskra á Ríkisútvarpinu
Stjórnmál og samfélag | 10.8.2010 | 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta safn eða setur er hin merkasta stofnun og þar ber margt fyrir augu og eyru. Þó er þannig til þess stofnað að ámælisvert verður að telja. Tekið var til notkunar íbúðar- og verslunarhús hins merka kaupmanns, sigurðar Pálmasonar, en húsið var byggt ef ég man rétt árið 1926. Aðgengi hreyfihamlaðra er ekkert og ýmislegt stórvarasamt við húsið. Þar má nefna stiga sem liggur niður á jarðhæð hússins. Þar eru flest öryggisatriði vanvirt.
Í gær áttum við leið framhjá Draugasetrinu á Stokkseyri. Gamalt hús hefur verið dubbað upp fyrir starfsemina og upp að safninu liggja brött þrep. Öldruð kona, sem með okkur var, hætti sér upp þrepin og inn á safnið. Á eftir lýsti hún kvíða sínum fyrir því að þurfa að paufast niður þessi bröttu þrep.
Á árum áður voru stundum veitt norræn aðgengisverðlaun. Ef til vill eru þau veitt enn. Sumarið 2002 var ákveðið að veita norrænum söfnum aðgengisverðlaun. Var rætt um að hafa ein aðalverðlaun og síðan 4 eða 5 aukaverðlaun sem deildust á milli safna á öðrum Norðurlöndum en því sem hlyti aðalverðlaunin. Undirritaður, sem var fulltrúi Íslands í verðlaunanefndinni, fékk því til leiðar komið að einungis yrðu veitt ein verðlaun. Rökstuðningurinn var sá að ekkert safn á Íslandi uppfyllti skilyrði aukaverðlauna.
Í tengslum við þessa vinnu var haft samband við forráðamenn nokkurra safna. Einn þeirra brást ævareiður við ábendingum um skort á aðgengi og taldi að athugasemdirnar yrðu hugsanlega til þess að draga úr áhuga manna á úrbótum. Þjóðminjavörður brást hins vegar þannig við að Öryrkjabandalag Íslands var kallað til samráðs. Leiddi það til þess að aðgengisnefnd bandalagsins var stofnuð. Ef til vill starfar hún enn og átti nefndin hlut að máli þegar unnið var að aðgengismálum safnsins.
Þegar hugað er að varðveislu gamalla húsa þarf að finna þeim annað hlutverk en að gera þau að söfnum. Verði ákveðið að gera húsin hæf til notkunar sem almenningssöfn verður að veita fé til þess að gera þau aðgengileg. Það er hægt með ýmsum hætti og eru fjölmörg dæmi um slíkar breytingar á Norðurlöndum og víðs vegar um Evrópu.
Ég hef áður minnst á Galdrasafnið á Ströndum og háan þröskuld sem þar er á milli húshluta. Þegar spurt var um ástæðuna fyrir þröskuldinum var undirrituðum tjáð að brotinn hefði verið niður veggur milli tveggja sambyggðra húsa og þröskuldurinn væri til minja um að þarna hefði eitt sinn verið heill og órofinn veggur.
Íslendingar eru eftirbátar flestra menningarþjóða í Erópu á þessum sviðum og í Bandaríkjunum er vafasamt að söfn eins og Selasafnið, Galdrasafnið og Draugasetrið fengju starfsleyfi. Því væri rétt að hyggja að úrbótum áður en stofnuð verða fleiri söfn. Jafnframt þarf að herða mjög skilyrði þess að héraðs- eða einkasöfn fái styrki og eitt þeirra skilyrða ætti að vera afdráttarlaus krafa um aðgengi allra en ekki einungis sumra.
Stjórnmál og samfélag | 5.8.2010 | 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það virðist ætla að ganga erfiðlega að hefta einkavinavæðinguna þrátt fyrir dýrkeypta reynslu undanfarinna áratuga. Það orð lék á Alþýðuflokksmönnum frá því að ég man fyrst eftir mér að þeir væru einkar lagnir við að koma sér og sínum að og útvega feita bitlinga. Þess háttar dóm hafa síðan fleiri stjórnmálaflokkar fengið.
Því miður virðast núverandi stjórnarflokkar ekki undanþegnir þessari skilgreiningu. Ætli forsætisráðherra að stuðla að bættu siðferði stjórnarinnar hlýtur hún að íhuga vandlega framtíð félagsmálaráðherrans. Best væri þó að hann hugsaði sinn gang sjálfur og segði .. ...
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2010 | 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því fyrr sem undið verður ofan af þessum heimskupörum, því betra. Þá eru lesendur hvattir til þess að lesa leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem höfundur hittir naglann á höfuðið þegar hann fjallar um eðli Evrópusambandsins.
![]() |
Björk: Magma vinnur með AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.8.2010 | 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þessum síðum hefur öðru hverju verið ritað um afleiðingar gerða ráðherra framsóknarflokksins í stjórn þeirra Geirs og Davíðs og þá staðreynd að menn lásu ekki heima. Nú eru afleiðingarnar að koma í ljós og enn flýr ríkisstjórnin vandann.
Aldraður fjárfestir, sem hefur haft einstakt lag á að veita höfundi þesara skrifa góðar upplýsingar, segist vera farinn að hneigjast til vinstri í orkumálum og telur að hér sé um stuld að ræða. Tekið skal undir orð öldungsins og því bætt við að samstarfsmenn Magma Energy álíta sumir skylda hræætum.
Stjórnmál og samfélag | 27.7.2010 | 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í fréttinni segir að forráðamenn fyrirtækjanna skipta og Tæknivara verði ekki sóttir til saka vegna ólöglegs athæfis því að þeir borguðu sig frá sektinni. Ákvæði laga um Samkeppniseftirlitið, þar sem heimilað er samstarf við forsvarsmenn fyrirtækja og sektir í kjölfar niðurstöðu rannsóknar, hefur e.t.v. orðið til þess að fleiri mál hafa verið upplýst en ella og e.t.v. fyrr. Hinn almenni borgari hlýtur þó að spyrja sig hvort siðferðislega sé réttlætanlegt að stjornendur, sem hafa stundað glæpsamlegt athæfi eins og ólöglegt samráð, sleppi. Hvað um eigendurna? Vissu þeir af þessu samráði?
Þegar samráð olíufélaganna komst upp fyrir nokkrum árum höfðuðu fyrirtæki og opinberar stofnanir mál gegn félögunum og kröfðust skaðabóta vegna samráðsins og þess skaða sem það hefði valdið. Nú má ætla að ólöglegt samráð Hátækni og Tæknivara hafi valdið viðskiptamönnum, jafnt fyrirtækjum, opinberum stofnunum sem einstaklingum, talsverðu tjóni. Hver er réttur þessara viðskiptavina? Stafar hátt verð á ýmsum tæknibúnaði hér á landi af ólöglegu samráði og svikum stjórnendanna?
Fyrirtæki á Íslendi eru ekki stærri en svo að þau hlýtur að muna um 400 milljónir. Hvernig ætli stjórnendum sé launað fyrir þá stjórnvisku að hafa í frammi sviksamlegt athæfi sem brýtur gegn almennri siðferðisvitund og skaðar almennint? Verða lágstéttirnar með einhverjum hætti látnar njóta uppljóstrunarinnar?
Stjórnmál og samfélag | 10.7.2010 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 9.7.2010 | 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í rökstuðningi við tillöguna um nafnbreytinguna var m.a. bent á að nafnið Miklatún hefði ekki festst í sessi á meðal Reykvíkinga. Tölvan mín eða forritið Málfar, sem les yfir pistla mína, virðist sammála. Það lagði til að Miklatún yrði látið heita Millatún og Miklavík Millavík. Ætli þetta sé eitthvert útrásarvíkingaforrit hjá Matthíasi Magnússyni!
Vonandi líta fleiri framfaramál dagsins ljós undir styrkri forystu Jóns Gnarrs.
Stjórnmál og samfélag | 9.7.2010 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefði fólk fengið í hendurnar ávísun á erlendan gjaldeyri og selt hana til þess að greiða með húsnæðis- eða bílalán, hefði þetta sama fólk þurft að kaupa gjaldeyri í hvert skipti og greitt var af lánunum. Þá hefði skuldabyrðin vaxið talsvert þegar gengið féll, en launin voru víst ekki gengistryggð.
Þótt ljóst sé að dómur Hæstaréttar komi ýmsum vel en auki um leið misréttið í garð annarra verður á það að líta að þeir sem tóku myntkörfulánið lifðu í þeirri trú að vextir af þeim yrðu lægri en innlendir vextir og jafnvel reiknaði starfsfólk bankanna út fyrir lántakendur hversu mikið krónan mætti falla til þess að erlendu lánin yrðu óhagstæðari.
Um miðja síðustu öld tók Slippurinn í Vestmannaeyjum erlent lán og hækkaði það jafnt og þétt eftir því sem gengi krónunnar lækkaði. Enginn talaði þá um gengistryggt lán heldur sættu menn sig við gengisfellingarnar og þær afleiðingar sem þær höfðu.
En rétt skal vera rétt. Erlend lán skulu vera í erlendum gjaldeyri og reiknast samkvæmt því. Innlend lán verði þá innlend lán og reiknist í íslenskum krónum án gengistryggingar. Svo einfalt er það. Er það einhver goðgá þótt lágstéttirnar græði? Svo spurði Styrmir Gunnarsson og er sú spurning endurtekin hér.
Gallinn er bara sá að sumir úr lágstéttunum tóku innlend lán og sitja eftir í súpunni. Einhverjir verða einhvern tíma að taka afleiðingum gjörða sinna.
![]() |
350 milljarða tilfærsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 8.7.2010 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar