Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þeim, sem héldu að L-listinn á Akureyri yrði fordæmið sem menn völdu til að skapa nýtt Ísland, hlýtur að hafa svelgst á við að heyra fréttir Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar er helst að skilja að menn þurfi helst að vera tengdir stofnanda listans til þess að komast til áhrifa. Oddur reyndi að malda í móinn og benda á fjölskyldutengsl innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og hélt því fram að Samfylkingin væri í raun eign einnar fjölskyldu.
Það versta sem stjórnmálaforingjar gera ættingjum sínum er að skipa þá í æðstu trúnaðarstörf. Þótt þetta tíkist í litlum bæjarfélögum og innan smáflokka eins og á Seltjarnarnesi verður að telja vafasamt að til slíkra ráða þurfi að grípa í jafnfjölmennum kaupstað og Akureyri sem var eitt sinn annar stærsti kaupstaður landsins. Klíkuskapur og fjölskyldutengsl innan stjórnmálaflokka eru litlu skárri en sifjaspell og fela ís ér glötun (L-listinn er víst ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur "á öðrum basa" eins og Oddur sagði, hvað sem hann á við." . Oddur Halldórsson virðist þegar hafa lagt af stað í sína glötunargöngu.
Stjórnmál og samfélag | 5.7.2010 | 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá vakti athygli mína prýðilegt viðtal Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara og blaðamanns, við Ólaf Elíasson, myndlistarmann, þar sem þeir félagar fjalla um glerhjúpinn utan um Hörpu og sjónarleik þann sem framinn verður allt árið um kring. Var ævintýralegt að lesa lýsingarnar og gera sér í hugarlund hvernig byggingin njóti sín í framtíðinni og setji svip á umhverfi Reykjavíkur. Ólafur er frumkvöðull en apar ekki eftir öðrum. Fleiri frumkvöðlar hefðu þurft að koma að sköpujn Reykjavíkur. Þá væri hún e.t.v. skárri yfirferðar en nú.
Nú vænti ég þess að Sunnudagsmogginn fjalli næst um hljóðfræðina sem tónleikasalurinn í Hörpu byggir á. Til þess var nú leikurinn gerður að við eignuðumst gott tónleikahús. Ljósadýrðin verður síðan kærkomin viðbót sem lýsir upp skammdegið í Reykjavík og ljær því ævintýrablæ.
Stjórnmál og samfélag | 4.7.2010 | 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullyrt er að þjónusta við fatlað fólk batni við þessa breytingu og hún færist á eina hendi. Er þá vafalaust átt við félagsþjónustu sveitarfélaganna. Ýmis þjónusta hlýtur þó að verða áfram á landsgrundvelli, svo sem úthlutun hjálpartækja o.fl., en það kemur ekki fram í greininni þar sem m.a. er vitnað í Halldór Halldórsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og blaðamaðurinn virðist ekki hafa haft þekkingu til þess að inna nánar eftir smáatriðum. Þá vekur athygli að ekki skuli rætt við forystumenn samtaka fatlaðra um málið.
Árni Páll Árnason telur að nokkurt hagræði muni verða af þessari breytingu. Ekki er ljóst af orðum hans hvort hann hugsi þá fremur um hag ríkissjóðs en fatlaðs fólks. Miðað við reynsluna sem orðið hefur á þessu sviði á Norðurlöndum, setur að mörgum kvíða. Þar er þjónusta við fatlað fólk afar mismunandi eftir því hvar fólk býr. Dæmi eru þess að fólk flytji milli sveitarfélaga til þess að fá betri þjónustu. Í Danmörku neita sum þjónustusvæðin blindu fólki um nauðsynleg hjálpartæki á meðan önnur eru sveigjanlegri í afstöðu sinni. Þá hefur einnig verið kvartað undan því m.a. í Noregi að lítil þekking sé á einstökum málaflokkum fatlaðra hjá sveitarfélögunum og valdi það skjólstæðingum (neytendum) miklum óþægindum.
Nú veit ég ekki hvort samtök fatlaðra hafi verið höfð með í ráðum þegar þessi ákvörðun var tekin. Sveitarfélögin og stjórnvöld hafa hyllst til að fara sínu fram í þessum málaflokki án teljandi samráðs enda er yfirfærslan nánast eins og trúarbrögð í æðstu stjórn félagsmálaráðuneytisins og síðan bætist Samfylkingin við sem algert forræðishyggjuafl á þessu sviði.
Sjálfsagt verður ekkiauðvelt að vinda ofan af þessari vitleysu. En hræddur er ég um að erfitt verði að fyrirgefa þeim sem vita ekki hvað þeir gjöra, þótt Jesús hafi beðið Guð að fyrirgefa illgerðamönnum sínum hér um árið því að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Ætla menn að taka hann sér til fyrirmyndar og láta hvað sem er yfir sig ganga? Hvað segir Öryrkjabandalagið?
Höfundur er fyrrum formaður Öryrkjabandalags Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess.
Stjórnmál og samfélag | 3.7.2010 | 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundir bæjarstjórna eru haldnir í heyrandahljóði og því vafasamt að heimilt sé að koma í veg fyrir að þeir séu hljóðritaðir. Árið 1986 urðu miklar deilur milli félagsmálaráðs Seltjarnarness og bæjarstjórnar vegna hækkunar leikskólagjalda. Óskaði undirritaður eftir að fá að hljóðrita umræður um málið á bæjarstjórnarfundi og veitti varaforseti bæjarstjórnar, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fúslega leyfið. Ekki hafði náðst í forseta bæjarstjórnar.
Þegar sást að mundaður var hljóðnemi á fundinum gerði forseti bæjarstjórnar hé á fundi og spurði beint hvort Arnþór Helgason væri að hljóðrita fundinn og var því svarað játandi.
Héldu svo umræður áfram en eitthvert fum varð á bæjarstjórnarforsetanum. Að lokum gerði han að nýju hlé á fundinum og vísaði Arnþóri Helgasyni af fundi, léti hann ekki af því að hljóðrita. Slökkti hann á hljóðritanum og hélt á dyr. Nokkurt hark varð vegna þessa máls.
Í framhaldi þessa máls kærði ég fraferði forsetans fyrir félagsmálaráðuneytinu og var kveðinn upp úrskurður þess efnis að óheimilt væri að meina fólki hljóðritanir á fundum.
Íbúahreyfing Mosfellsbæjar a hiklaust að kæra framferði forseta bæjarstjóra Mosfellsbæjar og þeir, sem unna lýðræðinu í Mosfellsbæ og víðar, ættu e.t.v. að hugsa sig um tvisvar áður en VG fær atkvæði þeirra í næstu kosningum.
![]() |
Íbúahreyfingin harmar vinnubrögð meirihlutans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 1.7.2010 | 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
RÚV: Jóhanna í hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.6.2010 | 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Óþarfi að sundra flokksmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.6.2010 | 23:11 (breytt kl. 23:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessi viðmælandi taldi ákveðið andvaraleysi ríkja hjá hreppsyfirvöldum og vegagerðinni vegna þessa ástands em væri að skapast. Engar ráðstafanir virtust hafa verið gerðar til þess að bregðast við yfirvofandi flóðum og héldi fram sem horfði færi áin að flæmast um nágrennið eins og áður.
Stjórnmál og samfélag | 26.6.2010 | 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Örn Magnússon, eiginmaður Mörtu Guðrúnar, lék á orgel Dómkirkjunnar og stjórnaði Dómkórnum. Sem forspil notaði hann "Gefðu Guð faðir, faðir minn" eftir Jón Leifs og átti það vel við. Sem eftirspil lék hann úr Rímnadönsum eftir Jón Leifs og fór þá allt á ið innra með mér og ýmsum kirkjugestum öðrum. Ég klappaði tvisvar en Dómkórinn klappaði á táknmáli. Mikið var það vel viðeigandi og skemmtilegt að nota rímnadansana sem eftirspil.
Síðar um daginn sóttum við heim Árbæjarsafn ásamt móður Elínar og vinkonu hennar. Um kvöldið röltum við um í miðborginni að hlusta á ýmsar hljómsveitir. Þótti mér þar Varsjárbandalagið skemmtilegt. Gleðin og kímnin smitaði svo út frá sér að allir, jafnt hægri- sem vinstrisinnaðir - urðu glaðir. Þar var m.a. leikin Þjóðrembusyrpa sem hófst á balkneskri stælingu lagsins Ísland Farsældarfrón. Þá heyrðust vel fjölmenningarleg áhrif sem orðið hafa hér á landi og eiga fátt skylt við þá ensku eða amerísku menningu sem tröllríður þjóðtungunni og öðrum þáttum þjóðlífsins um þessar mundir svo að Sautjándinn hefði vel getað verið amerísk útihátíð í Texas.
Stjórnmál og samfélag | 18.6.2010 | 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi samvinna meiri- og minnihluta gengur í borgarstjórninni. Ef vel tekst til, sem allir vona, getur það orðið Alþingi til eftirbreytni og forystu stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Þótt ritstjóri síðunnar búi ekki í Reykjavík sér hann ástæðu til að óska borgarstjórn Reykjavíkur velfarnaðar á kjörtímabilinu.
Stjórnmál og samfélag | 15.6.2010 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um síðustu jól sendi Helgi frá sér nýja bók, Kóngur kemur. Sögusviðið er Reykjavík sumarið 1874 þegar Kristján konungur IX kom hingað til lands að heilsa upp á þegna sína í tilefni 1000 ára afmælis Íslandsbyggðar. Stúlka finnst myrt og síðar kemur í ljós að nýfæddu barni hennar hefur einnig verið fyrirkomið. Stúlkan reynist hafa veriðsýkt af sárasótt og hverfist talsverður hluti frásagnarinnar um þann þátt.
Fljótlega finnst morðingi feðginanna, en faðerni barnsins er haldið leyndu þar til 15 árum síðar að sögumaður, sem höfundur lætur segja söguna frá upphafi til enda, fær að vita hið sanna í málinu.
Helgi virðist hafa rannsakað ítarlega heimildir um bæjarbraginn í Reykjavík á þessum árum og fléttar lýsingum á atburðum, sem urðu við konungskomuna, listilega saman við skáldskap sinn. Ýmsar persónur úr bæjarlífinu birtast mönnum ljóslifandi og ýjað er að ýmsum orðrómi sem gekk manna á milli um sitthvað sem ekki var haft hátt um.
Höfundur hefur jafna leyfi til þess að skálda í eyðurnar og búa jafnvel til nýjan raunveruleika fjarri því sem hefur sennilega nokkru sinni gerst þótt nafnkenndir einstaklingar eigi í hlut. Í lokin bólar þó á því að höfundur skjóti yfir markið og skáldfákurinn hlaupi með hann í gönur. Þannig ýjar heimildarmaður sögumannsins að því að aðrar ástæður hafi legið að baki því að Jón Sigurðsson lét ekki sjá sig hér á landi árið 1874 og gengur sá söguburður þvert á kenningar flestra fræðimanna um þetta atriði.
Það skal ítrekað að bók þessi er skemmtileg og vel samin. Málfarið er blendingur nútíma íslensku og þess máls sem talað var á meðal almúga og menntafólks í Reykjavík. Lærðir menn sletta þýsku, dönsku, frönsku og latínu og Jón Sigurðsson jafnvel grísku. Höfundur gætir þess þó að þýða sletturnar því að íslenskur almúgi skilur ekki latínu nú á dögum fremur en árið 1874. Einna helst skortir á að Helgi láti lærða menn gera mun á tvítölu og fleirtölu, en það mætti endurskoða, verði bókin gefin út öðru sinni.
Endir bókarinnar þykir mér þó í ógeðfelldara lagi. Að vísu reynir Helgi að draga úr broddinum með því að gera þann, sem þá er fjallað um, mannlegri með því að láta lesendur skynja samúð hans og sorg vegna þess sem varð.
Engin ástæða er til að ýta undir persónudýrkun og sennilega eru Íslendingar flestir yfir það hafnir að líta á Jón Sigurðsson og Fjölnismenn gagnrýnislaust. Höfundi til afsökunar verður sjálfsagt að telja fram þær staðreyndir að fjöldi gagna styður sumt af því sem hefði getað gerst þótt raunveruleikinn hafi sjálfsagt verið annar.
Niðurstaða mín er sú að þrátt fyrir fremur ógeðfelldan endi hvet ég fólk til að lesa bókina og njóta hennar. Dæmi svo hver og einn. Skáldskapurinn lýtur sínum eigin lögmálum.
Gagnrýni um bókina Kóngur kemur birtist fyrst á þessari síðu 14. þessa mánaðar. Ég kaus að endurskoða pistilinn eftir ábendingar sem ég fékk í tölvupósti. Þá hafa höfundar þeirra tveggja athugasemda, sem birtust um þessa færslu, orðið sammála um að þær verði einnig fjarlægðar.
arnthor.helgason@simnet.is
Stjórnmál og samfélag | 14.6.2010 | 21:24 (breytt 16.6.2010 kl. 17:22) | Slóð | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar