Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sólveig er landsþekktur listamaður og hefur haldið fjölda sýninga hérlendis og utanlands, bæði sjálf og með öðrum. Í fyrsta sinn sýndi hún verk sín á samsýningu árið 1949.
Sólveig fékkst framan af einkum við að mála með olíulitum og vatnslitum. Að undanförnu hefur hún lagt olíulitina á hilluna og snúið sér að akríl-litum. Hún varð þekkt víða um lönd fyrir að mála myndir á rekavið, en hún mun hafa orðið fyrst íslenskra listamanna til þess.
Myndirnar á sýningunni eru allar málaðar á síðustu mánuðum. Þótt hendur hennar séu farnar að kreppast og aldurinn segi til sín heldur Sólveig ótrauð áfram og tekst á við nýja tækni og viðfangsefni.
Sólveig verður 85 ára á kosningadaginn, 29. maí nk. Hún hefur það eftir einum dóttursonarsyni sínum að hún sé 29 ára og hyggst halda því áfram.
Á síðunni http://hljod.blog.is er viðtal við Sólveigu þar sem hún greinir frá listsköpun sinni. Eru lesendur þessarar bloggsíðu eindregið hvattir til að kynna sér það.
http://www.hljod.blog.is/blog/hljod/entry/1058919/
Stjórnmál og samfélag | 24.5.2010 | 11:21 (breytt kl. 16:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árni Einarsson er þrautreyndur félagsmála- og nefndamaður sem starfað hefur með Bæjarmálafélaginu í rúman áratug. Brynjúlfur Halldórsson hefur verið skemur í starfi félagsins en hefur reynst verður þess trausts er honum hefur hlotnast.
Þegar Brynjúlfur varspurður hvers vegna hann hefði ekki fylgt félögum sínum í Framsóknarfélagi Seltjarnarness, þegar þeir ákváðu að virða ekki úrslit prófkjörsins, sagðist hann vera formaður Bæjarmálafélagsins og bera sinn hluta ábyrgðarinnar. Þess vegna tæki hann einarður þátt í framboðinu.
Þeim sem hafa hug á að kynna sér stefnu og sjónarmið Bæjarmálafélags Seltjarnarness skal bent á heimasíðuna http://xn.is
Stjórnmál og samfélag | 22.5.2010 | 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er fleira sem vekur furðu. Ber þar hæst þá staðreynd að Íslendingar skyldu ekki hafa lögfest samkomulag um handtökur grunaðra sakamanna. Þótt Sigurður Einarsson sleppi að sinni undan íslenskri réttvísi herma aðrar heimildir að þess verði skammt að bíða að bresk yfirvöld hafi hendur í hári hans því að ýmsir þar í landi telja sig eiga talsvert vantalað við þennan ágæta mann.
Allur þessi vandræðagangur minnir mig nokkuð á vandræðaganginn í Kínverjum eftir að þeir opnuðu landið fyrir erlendum viðskiptum. Þá kom í ljós að viðskiptalöggjöfin var frumstæð og réð ekki við ýmislegt sem upp kom í samskiptum við aðrar þjóðir. Notfærðu ýmsir japanskir kaupsýslumenn sér þetta og mökuðu krókinn á kostnað kínverskrar alþýðu. Nefnd skulu tvö dæmi:
Japönsk bílaverksmiðja seldi fjölda gamalla leigubifreiða til Kína. Þær voru allar fyrir vinstrihandarumferð. Kínverjar gátu ekki skilað bílunum þviað þeir fengust með afslætti og voru greiddir út í hönd.
Annað japanskt fyrirtæki seldi Kínverjum olíuskip sem einnig voru greidd út í hönd. Skipin höfðu verið notuð til eiturefnaflutninga og voru farin að tærast. Þau urðu ónothæf eftir skamman tíma.
Þessar sögur og fleiri birti alþjóðaútvarpið í Beijing í upphafi 9. áratugarins og aðrar sagði mér japanskur piltur sem hafði dvalist við nám í Kína og kynnt sér kínverska viðskiptalöggjöf. Hann sagði ærið verk að vinna að nothæfri löggjöf í landinu þar sem lagaumhverfi væri allt hið frumstæðasta.
Hið sama er upp á teningnum hér á landi. Lagaumhverfi og reglugerðir eru frumstæðar á mörgum sviðum og taka ekki á ýmsum vandamálum sem upp kunna að koma í samskiptum manna. Ástæðan er m.a. sú að Sjálfstæðisflokkurinn lofsöng árum saman frelsið - óheft frelsi til orða og athafna- óheft frelsi sem leiddi af sér hagsæld, velsæld, auðlegð, framleiðni, auðsköpun o.s.vr. allri þjóðinni til heilla. Ekki mátti setja reglur um nokkurn skapaðan hlut og viðurlög áttu menn að forðast eins og heitan eldinn. Töldu sumir að rekja mætti þennan hugsunarhátt til óheftrs athafnafrelsis þjóðveldistímans - gullaldar íslensks lýðræðis - höfðingjaveldis goðanna
Í öðrum leiðara Morgunblaðsins í dag er jafnvel látið að því liggja að skilanefndir gömlu bankanna hafi látið ýmsa gjörninga fyrnast vegna tengsla við gjörningamennina. Kannski er þetta satt. Einnig geta þetta verið dylgjur en þær einkenna nú mjög skrif leiðarahöfunda(r) Morgunblaðsins og gerir leiðarana ekki jafntrúverðuga og þeir voru stundum áður. En hvað sem því líður, vondum leiðurum eða góðum hjá Mogganaum og meintri sviksemi og klíkuskap skilanefndarmanna þá fer ekki hjá því að Íslendingar rífi nú í hár sitt og skegg, nagi sig í handarbökin og borði á sér neglurnar í angist yfir því hve vanburðugt og frumstætt lagaumhverfið hér á landi er. Það er vart nema von. Íslendingar eru frumstæðir í hugsun. Meira um það síðar.
Stjórnmál og samfélag | 13.5.2010 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það rýri að vísu gildi staðhæfingar minnar að aðrir vefmiðlar s.s. www.ruv.is, www.visir.is, Pressan, Smugan og hvað þessir miðlar heita allir, taka ekki þátt í samræmdum vefmælingum. Þótt vissulega megi einfalda ýmislegt á forsíðu mbl.is verður því hiklaust haldið fram að vefurinn beri höfuð og herðar yfir aðra vefmiðla. Í raun er hann sá íslenskur miðill sem kemst næst Ríkisútvarpinu að vera almennings eign.
Þrátt fyrir allt hryggir mig að sjá að vegur Morgunblaðsins hefur ekki vaxið að ráði undanfarið og er það að vonum eins og sagt er.
Ég hef áður haldið fram á þessari síðu að útgáfa Fréttablaðsins sem gjafablað sem gjaldþrota kaupsýslumaður á, skekki svo samkeppnisstöðu DV og Morgunblaðsins að furðu sætir að útgefendur Fréttablaðsins hafi ekki verið kærðir fyrir samkeppnisyfirvöldum. Þrátt fyrir miklar auglýsingar er sagt að enn sé dælt í Fréttablaðið fjármagni til þess að halda því á floti.
Nú verða Hagar seldir í sumar að sögn fróðra manna. Hvað verður þá um Fréttablaðið og þá sem þar vinna? Það er vissulega áhyggjuefni.
Stjórnmál og samfélag | 12.5.2010 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Illmenni eru jafnan huglaus.
Stjórnmál og samfélag | 11.5.2010 | 18:34 (breytt kl. 18:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag fórum við hjónin út á Álftanes að hljóðrita margæsir. Þær flýðu þegar okkur bar að garði og létu lítt til sín heyra. Skvaldur sjávarins og annað var þó hljóðritað. Birtist afrakstur hljóðritunarinnar á http://hljod.blog.is innan skamms.
Á Álftanesi urðum við vör við allmargar kríur. Einnig urðum við þess vör að fólk sleppti hundum sínum lausum í fjörum en lausaganga hunda er bönnuð þar sem í öðrum kaupstöðum. Brugðust sumir illa við þegar þeim var bent á að skilti sýndu greinilega að svo væri.
Við fréttum reyndar að almennir borgarar væru ekki einir um að brjóta þessa lögreglusamþykkt bæjarfélagsins. Æðsti maður landsins býr þar og eiginkona hans á stóran hund sem hann gengur með sér til skemmtunar. Iðulega hefur hann sleppt hundinum lausum og hefur hann þann ósið að flaðra upp um fólk sem þeir mæta, forsetinn og hann. Ekki hugnaðist öllum Álftnesungum þetta framferði æðsta hunds landsins og kærðu húsbónda hans. Sagt er að hann hafi þurft að sæta áminningu fyrir. Hann hefur þó ekki látið segjast og hefur sést með hundinn gangandi lausan. Einhver spurði víst hvort hann héldu þessum sið áfram og benti þá hæstráðandi til sjós og lands á að hundurinn hlýddi þegar hann kallaði. Hvernig ætli lögum þessa lands sé hlýtt ef samþykkjandi þeirra fer ekki að lögreglusamþykktum þess bæjarfélags sem forseti landsins býr í?
Þetta minnir á söguna um Björn Gunnlaugsen, stjarnfræðing sem kenndi við Bessastaðaskóla. Einhverju sinni átti hann leið framhjá einu kotinu á leið til Bessastaða. Kom þá hundur gjammandi á móti honum. Björn hastaði á hundinn og sagði: Þegið þér! Og bætti svo við: Ég ætlaði nú eiginlega ekki að þéra yður.
Seinna um daginn lá leið okkar út á Seltjarnarnes. Þar voru líka kríur og fleiri fuglar. Var yndislegt að heyra í þeim. Á vegi okkar varð ungt fólk sem sleppti hundi sínum lausum við Bakkatjörn. Hljóp hann út í tjörnina og olli þar nokkrum glundroða. Var fólkinu vinsamlegast bent á að bannað væri að vera með lausa hunda allt árið um kring og nú væri varptími fugla. Brugðust þau við vel, urðu heldur leið og hnepptu hundinn í helsi eins og vera ber.
Yfirvöld á Seltjarnarnesi þurfa að auglýsa með fleiri skiltum bann við lausagöngu hunda innan bæjarfélagsins. Fjörur eru þar engin undantekning.
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2010 | 21:26 (breytt 10.5.2010 kl. 06:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stiganum kennir stirður málari.
einhverju sinni var hann í gönguferð um hálendið. Að erfiði dagsins loknu varð þessi til:
Betra er að kasta mæðinni en geispa golunni.
Stjórnmál og samfélag | 7.5.2010 | 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumir skynja ekki afstöðu almennings og halda að þeim séu allir vegir færir. Fall þeirra verður yfirleitt mest enda eru hús óbótamanna yfirleitt reist á sandi sem almenningsregnið skolar undan þeim.
Stjórnmál og samfélag | 7.5.2010 | 17:10 (breytt kl. 17:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skyldi enginn hafa safnað hljóðsýnum? Með nútímatækni og þeim góða búnaði sem er fyrir hendi til hljóðritunar ætti nú að gefast einstakt tækifæri til að hljóðrita ósköpin. Hafa þórdunurnar úr jöklinum verið hljóðritaðar? Einhver hljóð hafa fylgt kvikmyndum en engin alúð hefur verið lögð við að birta hljóðið úr myndunum og það virðist ekki hafa verið hljóðritað í víðómi.
Ríkisútvarpið hefur ekki gert neinar ráðstafanir til að ná hljóðsýnum af gosinu. Í Vestmannaeyjagosinu var það heldur ekki gert. Tæknimenn sáu um að hljóðrita það sem hljóðritað var og fengu mislitlar þakkir fyrir.
Ég skora á einhverja sem eiga góð tæki að ná góðum hljoðsýnum af gosinu og gera þau aðgengileg almenningi. Ég býð hér með hjóðrými undir slíkar hljóðritanir á bloggsíðunni http://hljod.blog.is
![]() |
Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.5.2010 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ellilífeyrisþegi eða öryrki, sem á eitthvert sparifé sem hann hefur nurlað saman jafnvel af tekjum sem hann hefur greitt skatta af, verður að sæta því að frítekjumark vaxtatekna eru 100.000 kr á ári. Eftir það skerðast bætur öryrkjans eðaellilífeyrisþegans um þriðjung þeirrar upphæðar sem hann fær í vexti. Nú er svo komið að ýmsir, sem eiga eitthvert fé á bankastofnunum, velta því fyrir sér hvernig þeir geti varið agsmuni sína og verður þá ýmsum frir að taka spariféð úr bönkunum og koma því fyrir í bankahólfum. Öryrkjar fá ekki aðstoð bankanna eins og faðir formanns Framsóknarflokksins til að lauma stórgróðaa úr landi og komast hjá því að greða lögmæta skatta. Flestir sem hafa orðið öryrkjar eða náð því að verða nógu gamlir til að fá greiddan ellilífeyri, hafa lagt sinn skerf til uppbyggingar samfélagsins.
Útlánsvextir erulágir hér á landi miðað við það sem var og verðbólgan talsverð. Þannig getur farið að skattlagning vaxta og skerðing bóta almannatrygginga rýri innistæður fólks og éti upp sparnaðinn á fáum árum.
Ekki var fyrr búið að lögfesta bætur ákjörum aldraðra og öryrkja en bankarnir hrundu og þá var eina leið ríkisstjórnarinnar út úrvandanum að skerða kjör bótaþeganna. Þau voru skert mun meira en almennir launþegar hafa orðið að þola.
Það mátti skilja á Má Guðmundssyni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu að það væri eins konar hugsjón hjá honum að gerast seðlabankastjóri, leggja sinn skerf til uppbyggingar samfélagsins og lækka um leið launin sín. Það er siðlaust glapræði og svívirðing við almenning í landinu að láta sér detta í hug að hækka laun hans eins og sakir standa. Slíkt getur varla nokkrum dottið í hug að styðja nema lögfræðingum á ofurlaunum.
Mál er að linni. Nú er komið nóg!
![]() |
Skorar á Láru að draga tillögu til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 3.5.2010 | 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar