Færsluflokkur: Tónlist
Í dag flutti Ástríður Alda Sigurðardóttir m.a. 5 sálmaforleiki eftir J.S.Bach sem umritaðir höfðu verið fyrir píanó. Var sem hún væri með þrjár hendur, slík var leikni hennar.
Af hverj ætli svona frábær manneskja sé ekki heimsfræg? spurði vinkona mín í hléinu. Gat ég ekki svarað því. Sögðu einhverjir að ef til vill ætti hógværðin þar einhverja sök.
En hvað sem líður allri hógværð, heimsfrægð og leikni voru þetta unaðslegir tónleikar og var Ástríði Öldu klappað lof í lófa.
Tónlist | 7.3.2009 | 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nína Margrét fer nú allvíða og flytur list sína. Í september hefur henni verið boðið að halda tónleika í 5 kínverskum borgum. Þar leikur hún bæði íslensk og kínversk píanólverk auk þekktra verka kunnra meistara.
Nínu Margréti og þeim hjónum, Agli Rúnari og Sigríði, eru færðar alúðarþakkir fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund. Nínu Margréti er árnað allra heilla.
Tónlist | 20.2.2009 | 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðrún Jóhanna Jónsdóttir söng best og lagið "Er það satt" var með þeim skárri. Nú ætti höfundurinn að láta þýða ljóðið á íslensku og senda lagið þannig til Moskvu. Textinn skiptir hvort eð er engu máli.
Tónlist | 15.2.2009 | 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrst var á dagskránni konsert fyrir klarinett og hljómsveit frá árinu 1998 eftir Jón Ásgeirsson. Einar Jóhannesson lék af sinni alkunnu fágun og snilld. Verkið er afar áheyrilegt og skemmtilegt. Segja má að þessi konsert sé bróðir hornkonsertsins sem fluttur var fyrir u.þ.b. 15 árum og hlaut góða dóma. Eins og í hornkonsertinum var miðkaflinn afar lagrænn og fallegur. Tónmálið á rætur að rekja til Þrymskviðu, en sú ópera Jóns var sýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1974. Kvað svo rammt að því að í 3. þætti var bein tilvitnun í 3. þátt óperunnar. Um er að ræða atriði þar sem Þrymur hrósar sér af afrekum sínum. Jón hefur skapað sér sitt eigið tónmál og er því trúr.
Þá var flutt verkið Dialog eftir Hauk Tómasson, áheyrilegt verk. Samræða sú sem háð var í verkinu endaði með ákveðinni yfirlýsingu í lokin sem hver skildi með sínum hætti.
Eftir hlé var hafist handa með verkinu Rímu eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið var samið árið 1974 og fitlar tónskáldið þar við alþekkta stemmu sem er m.a. kveðin við "Sólin þaggar þokugrát". Fannst undirrituðum sem tónskáldinu tækist afar vel að ná fram þeim trega sem einkennir mörg þjóðlög vor Íslendinga.
Að Rímu lokinn risu tónleikarnir hæst er frumfluttur var píanókonsert nr 2 eftir Daníel Bjarnason, Processions. Betur hefði farið á að skýra tónverkið á íslensku. Miðað við það sem á gekk ímynda ég mér að um fylkingar hafi verið að ræða. Konsert þessi er afar vel samið verk og beitt er fjölbreytilegum stílhrifum. Andstæður voru miklar og hlýtur verkið að krefjast hins ítrasta af einleikaranum sem var Víkingur Heiðar Ólafsson. Í miðþættinum laumaðist "Ísland farsældar frón" inn í verkið og minnti á uppruna höfundarins. Í lokin sátu áheyrendur sem lamaðir af hrifningu þegar verkið fjaraði út og síðan brutust fagnaðarlætin fram.
Þessir tónleikar voru einstaklega vel heppnaðir, verkin og flutningur þeirra höfundum og flytjendum til mikils sóma. Því skal spáð að píanókonsertinn "fylkingar" eigi eftir að fara sigurför um gervalla heimsbyggðina. Verkið er þannig samið að það kallar fram ýmsar tilfinningar, hrifningu, stolt og gleði
Til hamingju, Daníel.
Tónlist | 12.2.2009 | 22:38 (breytt kl. 22:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | 11.2.2009 | 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyndar held ég því hiklaust fram að valinn maður sé í hverju rúmi á tónlistardeild Ríkisútvarpsins. Hver sýslar um sitt svið og gerir það vel. Það á við um Svanhildi Jakobsdóttur, Lönu Kolbrúnu Eddudóttur, Höllu Steinunni Stefánsdóttur, Ólöfu Sigursveinsdóttur, Elísabetu Indru Ragnarsdóttur o.fl. Hverri menningarstofnun er mikill akkur að slíku starfsfólki.
Tónlist | 11.2.2009 | 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar tónhlaðan er tengd við tölvu, t.d. pc-vél, geta menn valið þær raddir sem fylgja Windows-stýrikerfinu. Ekki er vitað til þess að íslenska sé enn í boði.
Um leið og tónlist er halað niður á Nanóinn fylgja með textaskrár með lýsingum á því sem halað hefur veriðniður. Það er því ekki um eiginlegan skjálesara að ræða eins og í farsímum. Er þetta gert til þess að nýta betur minni Nanósins.
Eftir að talið hefur verið sett upp eru flestar valmyndir aðgengilegar. Leikir, klukka, dagatal o.fl. eru þó ekki þar á meðal.
Þá er skjárinn á Nano4 mun betri þeim sem eru sjóndaprir. Hægt er að velja mun meiri litaskerpu en áður.
Lyklaborð Nanósins er eins konar hjól sem notað er til þess að stilla styrkinn og fara á milli valmynda. Flestum gengur vel að átta sig á virkni þess á skömmum tíma.
Apple hefur einnig stórbætt aðgengið að Itunes-forritinu. Á það einkum við um notendur Apple-tölva. Enn vantar talsvert á að pc-umhverfið sé orðið aðgengilegt en unnið er að lausnum.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér nánar efni um Apple Nano 4 er bent á vefsíðuna
http://www.afb.org/aw/main.asp
Tónlist | 23.1.2009 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi sending rifjar upp ýmislegt sem gekk á og gerðist í B-bekk MR á þessum árum. Sumir hafa orðið svo glaðir að þeir telja að nauðsynlegt sé að endurvekja Dreifbýlistíðindi á vefnum og hafa meira að segja heyrst þær raddir að blaðið verði notað til að styrkja Framsóknarflokkinn:.
Tónlist | 23.1.2009 | 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | 14.1.2009 | 14:22 (breytt kl. 14:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skemmst er frá því að segja að flutningurinn var nær hnökralaus og samþætting kórs og hljómsveitar með eindæmum góð, enda söngvarar og hljóðfæraleikarar einstakir og stjórnandinn í fremstu röð: Hörður Áskelsson.
Við sátum nokkuð aftarlega. Þó nutum við flutningsins. Ég velti fyrir mér hvort Langholtskirkja hentaði ekki betur til flutnings kórverka þar sem eingöngu er um 16-17 manna kór að ræða og fremur litla hljómsveit. Væntanlega myndu einstakar tónhendingar skila sér betur í Langholtskirkju. Hinu er þó ekki að neita að hljómurinn í Hallgrímskirkju er meiri og spillir síst fyrir.
Hafi stjórnandi og flytjendur heila þökk fyrir unaðslegan flutning um leið og þeim er árnað allra heilla.
Tónlist | 1.1.2009 | 23:27 (breytt kl. 23:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319700
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar