Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Fjölmiðlar um veröld alla fjalla nú sem aldrei fyrr um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Flestir þeirra leggja hlutlægt mat á það sem er í deiglunni.
Vegna hamfara núverandi forseta vekur það bæði undrun og aðdáun hvernig kínverskir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar.
breska ríkisútvarpið, BBC World Service, er sennilega sá fjölmiðill sem fjallar um ástandið með sem fjölbreytilegustum hætti.
Í dag var útvarpað viðtölum við kjósendur Trumps og þeir spurðir spjörunum úr. Mesta athygli undirritaðs vakti spjall við nokkra svarta bandaríkjamenn (black americans).
Einn þeirra, greinilega fremur ungur maður, greindi frá því að hann Kysi Trump vegna þes að Trump fylgdi ævinlega kristnum gildum sem væru sér mikils virði. Hann væri sá forseti sem greitt hefði götu svartra Bandaríkjamanna (black Americans) fremur en nokkur annar forseti.
Hann hefði rutt ýmsum steinum úr götu þeirra og vegna aðgerða Trumps hefði hann nú stofnað lítið fyrirtæki og gengi nú glaður til vinnu sinnar á hverjum degi.
Þeir sem aðhillast kristin gildi og treysta Guði ættu því að meta það sem forsetinn hefði gert og setja allt sitt traust á hann.
Um Beiden sagði sá hinn sami að hann væri útsendari auðvaldsins í Bandaríkjunum og sæi það eitt að hækka skatta og koma bandarískum Bandaríkjamönnum (black Americans) á kné.
Utanríkismál/alþjóðamál | 5.11.2020 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugasemdir talsmanns kínverska sendiráðsins á Íslandi
Eftir Le Shuang
Eftir Le Shuang:
Athugasemdir talsmanns kínverska sendiráðsins á Íslandi
Eftir Le Shuang
Le ShuangLe Shuang
Le Shuang
Eftir Le Shuang: "Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum."
Hinn 8. júní var birt í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir nafninu Hvers vegna þessi leynd? þar sem settar voru fram vangaveltur og gagnrýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðlegar rannsóknir á uppruna kórónuveirunnar. Mig langar fyrir hönd kínverska sendiráðsins að benda á nokkur atriði.
Í fyrsta lagi: Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Faraldurinn af völdum Covid-19 er einhver mesta vá sem hefur ógnað mannkyninu síðustu hundrað árin og er alvarleg kreppa og gríðarleg áskorun fyrir allan heiminn. Þegar Kína stóð fyrst frammi fyrir þessum óvænta sjúkdómi tilkynnti það umsvifalaust um sjúkdóminn til WHO og til alþjóðasamfélagsins og setti umsvifalaust af stað rannsóknir á veirunni og áhrifum hennar og birti síðan í byrjun janúar greiningu á genamengi veirunnar og hlaut Kína þakkir fyrir frá WHO og alþjóðasamfélaginu. Kínverska ríkisstjórnin hefur síðan deilt aðferðum og reynslu af meðhöndlun faraldursins með umheiminum með opnum og ábyrgum hætti og höfum við brugðist við áhyggjum ýmissa aðila og aukið samvinnu við alþjóðasamfélagið.
Í öðru lagi: Kína hefur aldrei skorast undan því að rannsaka uppruna veirunnar. Við höfum alltaf verið opin fyrir alþjóðlegum rannsóknum og styðjum fagleg samskipti milli vísindamanna sem felast í að skiptast á gögnum og reynslusögum af baráttunni við veiruna. Það eina sem við erum ósátt við eru staðhæfulausar ásakanir gegn Kína og að reynt sé að nota rannsóknir á uppruna veirunnar í pólitískum tilgangi. Hinn 19. maí var samþykkt á 73. Alþjóðaheilbrigðisþinginu (WHA) ályktun varðandi viðbrögð við Covid-19-faraldrinum og var Kína, eitt af 140 ríkjum, þátttakandi og styrktaraðili ályktunarinnar. Ályktunin staðfestir og styður við forystuhlutverk WHO gegn faraldrinum og biðlar til aðildarríkja að vinna gegn mismunun og ásökunum, berjast gegn upplýsingaóreiðu og vinna saman að rannsóknum á greiningu, meðferð, lyfjameðferð, leitinni að bóluefni og rannsóknum á uppruna veirunnar. Sérstaka áherslu skyldi leggja á að grafast fyrir um nákvæman uppruna veirunnar og hvernig hún barst yfir í menn, með viðkomu í hugsanlegum millihýslum. Í ályktuninni er sérstökum stuðningi lýst við að WHO hlutist til um sanngjarna og sjálfstæða endurskoðun innan viðunandi tímatakmarkana. Við vonumst til að þessari ályktun frá WHA verði fylgt eftir með festu og komi til með að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins í framtíðinni.
Í þriðja lagi: Þessi nýja kórónuveira er áður óþekkt veira. Það er viðfangsefni heilbrigðisvísindamanna að komast að uppruna hennar. Niðurstaðan verður að byggjast á grunni staðreynda og vísindalegra vinnubragða. Þessi vinna er í fullum gangi um þessar mundir, engar niðurstöður eru komnar en margar tilgátur eru á sveimi í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta tilfelli Covid-19 var opinberlega staðfest í Wuhan-borg en það þýðir ekki endilega að upprunann sé að finna þar. Nokkur ríki, eins og t.d. Frakkland og Bandaríkin, hafa undanfarið staðfest tilfelli sem hefur komið í ljós að voru staðfest á undan fyrstu tilfellunum í Wuhan. WHO hefur einnig lýst sig reiðubúið til að skoða allar upplýsingar sem gætu leitt okkur nær því að rekja uppruna veirunnar og mun skoða allar slíkar ábendingar. Sameiginleg yfirlýsing nokkurra helstu alþjóðlegu sérfræðinga í heilbrigðisvísindum, sem birtist í hinu virta læknatímariti Lancet, staðfestir einnig að Covid-19 eigi sér náttúrulegan uppruna og sé ekki tilbúin veira. Nú nýlega gaf forstjóri Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan, ásamt samstarfsmönnum sínum í Bandaríkjunum til langs tíma, það út með skýrum hætti að stofnunin hefði hvorki áætlanir um né getu til að framleiða neinar kórónuveirur.
Kína hefur fært gríðarlegar fórnir en á sama tíma lagt sitt af mörkum til að berjast gegn veirunni á heimsvísu. Það ætti að virða framlag Kína og það ætti ekki að gagnrýna það og ásaka án nokkurra raka. Kína kallar eftir því að alþjóðasamfélagið standi saman og hafni fordómum og hroka og hafni öllum tilraunum til að finna sökudólga og annað sem er notað til að slá pólitískar keilur, og standi saman gegn fordómum og ásökunum í pólitískum tilgangi. Með því að gera það munum við sjá að andi einlægni, samvinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða einstaklinga og þjóðir frá öllum heimshornum til sigurs gegn faraldrinum.
Höfundur er talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi.
"Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum."
Hinn 8. júní var birt í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir nafninu Hvers vegna þessi leynd? þar sem settar voru fram vangaveltur og gagnrýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðlegar rannsóknir á uppruna kórónuveirunnar. Mig langar fyrir hönd kínverska sendiráðsins að benda á nokkur atriði.
Í fyrsta lagi: Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Faraldurinn af völdum Covid-19 er einhver mesta vá sem hefur ógnað mannkyninu síðustu hundrað árin og er alvarleg kreppa og gríðarleg áskorun fyrir allan heiminn. Þegar Kína stóð fyrst frammi fyrir þessum óvænta sjúkdómi tilkynnti það umsvifalaust um sjúkdóminn til WHO og til alþjóðasamfélagsins og setti umsvifalaust af stað rannsóknir á veirunni og áhrifum hennar og birti síðan í byrjun janúar greiningu á genamengi veirunnar og hlaut Kína þakkir fyrir frá WHO og alþjóðasamfélaginu. Kínverska ríkisstjórnin hefur síðan deilt aðferðum og reynslu af meðhöndlun faraldursins með umheiminum með opnum og ábyrgum hætti og höfum við brugðist við áhyggjum ýmissa aðila og aukið samvinnu við alþjóðasamfélagið.
Í öðru lagi: Kína hefur aldrei skorast undan því að rannsaka uppruna veirunnar. Við höfum alltaf verið opin fyrir alþjóðlegum rannsóknum og styðjum fagleg samskipti milli vísindamanna sem felast í að skiptast á gögnum og reynslusögum af baráttunni við veiruna. Það eina sem við erum ósátt við eru staðhæfulausar ásakanir gegn Kína og að reynt sé að nota rannsóknir á uppruna veirunnar í pólitískum tilgangi. Hinn 19. maí var samþykkt á 73. Alþjóðaheilbrigðisþinginu (WHA) ályktun varðandi viðbrögð við Covid-19-faraldrinum og var Kína, eitt af 140 ríkjum, þátttakandi og styrktaraðili ályktunarinnar. Ályktunin staðfestir og styður við forystuhlutverk WHO gegn faraldrinum og biðlar til aðildarríkja að vinna gegn mismunun og ásökunum, berjast gegn upplýsingaóreiðu og vinna saman að rannsóknum á greiningu, meðferð, lyfjameðferð, leitinni að bóluefni og rannsóknum á uppruna veirunnar. Sérstaka áherslu skyldi leggja á að grafast fyrir um nákvæman uppruna veirunnar og hvernig hún barst yfir í menn, með viðkomu í hugsanlegum millihýslum. Í ályktuninni er sérstökum stuðningi lýst við að WHO hlutist til um sanngjarna og sjálfstæða endurskoðun innan viðunandi tímatakmarkana. Við vonumst til að þessari ályktun frá WHA verði fylgt eftir með festu og komi til með að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins í framtíðinni.
Í þriðja lagi: Þessi nýja kórónuveira er áður óþekkt veira. Það er viðfangsefni heilbrigðisvísindamanna að komast að uppruna hennar. Niðurstaðan verður að byggjast á grunni staðreynda og vísindalegra vinnubragða. Þessi vinna er í fullum gangi um þessar mundir, engar niðurstöður eru komnar en margar tilgátur eru á sveimi í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta tilfelli Covid-19 var opinberlega staðfest í Wuhan-borg en það þýðir ekki endilega að upprunann sé að finna þar. Nokkur ríki, eins og t.d. Frakkland og Bandaríkin, hafa undanfarið staðfest tilfelli sem hefur komið í ljós að voru staðfest á undan fyrstu tilfellunum í Wuhan. WHO hefur einnig lýst sig reiðubúið til að skoða allar upplýsingar sem gætu leitt okkur nær því að rekja uppruna veirunnar og mun skoða allar slíkar ábendingar. Sameiginleg yfirlýsing nokkurra helstu alþjóðlegu sérfræðinga í heilbrigðisvísindum, sem birtist í hinu virta læknatímariti Lancet, staðfestir einnig að Covid-19 eigi sér náttúrulegan uppruna og sé ekki tilbúin veira. Nú nýlega gaf forstjóri Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan, ásamt samstarfsmönnum sínum í Bandaríkjunum til langs tíma, það út með skýrum hætti að stofnunin hefði hvorki áætlanir um né getu til að framleiða neinar kórónuveirur.
Kína hefur fært gríðarlegar fórnir en á sama tíma lagt sitt af mörkum til að berjast gegn veirunni á heimsvísu. Það ætti að virða framlag Kína og það ætti ekki að gagnrýna það og ásaka án nokkurra raka. Kína kallar eftir því að alþjóðasamfélagið standi saman og hafni fordómum og hroka og hafni öllum tilraunum til að finna sökudólga og annað sem er notað til að slá pólitískar keilur, og standi saman gegn fordómum og ásökunum í pólitískum tilgangi. Með því að gera það munum við sjá að andi einlægni, samvinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða einstaklinga og þjóðir frá öllum heimshornum til sigurs gegn faraldrinum.
Höfundur er talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.6.2020 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru hafnar mestu hernaðaræfingar Rússa á Norðurslóðum frá upphafi vega. Um 300.000 rússneskir hermenn taka þátt í æfingunum auk 3.000 kínverskra hermanna og nokkurra frá Mongólíu. Fjöldi herskipa, flugvéla, skriðdreka og annarra drápstóla hafa verið dregin fram í dagsljósið sem aldrei fyrr.
Pútín og Xi Jinping lögðu áherslu á samstarf ríkja sinna á sviði hernaðar og viðskipta í ræðum sínum þegar ósköpin hófust.
Rússneskur álitsgjafi greindi BBC frá því hvernig samskiptum ríkjanna væri háttað á þessu sviði. Kínverjar kaupa háþróuð vopn af Rússum en sjá þeim um leið fyrir hvers kyns hugbúnaði og tækninýjungum. Hélt hann því fram að þótt kínverska hagkerfið væri margfalt stærra en hið rússneska væru pólitísk áhrif Rússa á alþjóðavettvangi mun meiri.
Í lok samtalsins sagði hann að Bandaríkjaforseti gæti þakkað sér að þessi tvö stórveldi, Rússland og Kína, þjöppuðu sér nú saman vegna þeirrar ógnunar sem þau teldu stafa af Bandaríkjunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 11.9.2018 | 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn hafa fulltrúar Lýðræðislega lýðveldisins Kóreu, eins og það heitir, skotið eldflaug á loft og fór hún yfir Norður-Japan.
Kjarnorkuvopn eru ógnun við tilvist mannkyns. Sjálfskipaður útvörður frjálsra þjóða er sá eini sem beitt hefur kjarnorkuvopnum.
Fjöldi ríkja hefur margsinnis lagt fram tillögur á allsherjarþingi SÞ um algert bann við kjarnorkuvopnum og þar á meðal hið lýðræðislega lýðveldi af öllum löndum. Bandaríkjamenn hafa farið offari gegn slíkum tillögum og Íslendingar fylgt þeim sem hundar í bandi.
Fylgispekt Íslendinga við Bandaríkin hefur einatt verið með ólíkindum. Þannig urðu þeir síðastir Norðurlanda til þess að greiða aðild Kínverska alþýðulýðveldisins að SÞ atkvæði og til þess þurfti vinstri stjórnina árið 1971.
Bandaríkjamenn eru hvarvetna með blóðslóðina á eftir sér og hið sama má segja að nokkru leyti um Rússa. Nú síðast hefur Bandaríkjaforseti ákveðið að fjölga hermönnum í Afganistan.
Bandaríkjamenn bera litla virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða samanber síðustu hótanir gagnvart Venesúela sem þarf á öllu öðru að halda en slíkri afskiptasemi.
Bandaríkjamenn hafa virt að vettugi ýmsa alþjóðasamninga og ekki staðfest þá.
Syndaregistur þeirra er langt og skal hér látið staðar numið. Því miður má rekja allt of margt sem miður fer í veröldinni um þessar mundir til skefjalausrar fyrirlitningar Bandaríkjanna á öðrum þjóðum. Er það miður vegna þeirra ótvíræðu kosta sem margt í stjórnarfari þessa ríkis ber vott um.
Utanríkismál/alþjóðamál | 29.8.2017 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breska ríkisútvarpið hefur yfirleitt haft orð á sér fyrir hlutlægni. Öðru hverju bregður þó fyrir gamansömum athugasemdum sem varða við hlutdrægni.
Um þessar mundir greina sérfræðingar einkum gerðir Bandaríkjaforseta og í morgun var það Múrinn mikli - eitthvert mesta mannvirki sem ráðist verður í frá smíði Múrsins mikla í Kína sem stóð yfir í rúm 270 ár.
Það gerir sérfræðingum nokkuð erfitt fyrir að forsetinn núverandi lýsir múrnum á ýmsa vegu og enginn veit hvað upp snýr.
Nýjasta lýsingin er þessi:
Múrinn verður 3.200 km langur.
Hann verður 10 metra hár.
Ekki er vitað hvort hann verður hlaðinn úr tigulsteinum eða gerður úr sementi.
Mexíkóskt fyrirtæki, Semex, sem starfa báðum megin landamæra Mexíkós og Bandaríkjanna hefur veðjað á sement og hafa nú hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 200%.
En ýmis teikn eru á lofti um að múr þessi verði aldrei eða seint að veruleika.
1. Landslagið á landamærunum er margþætt, fjöll og firnindi, ár, mýrlendi og móar.
2. Þá er ekki allt landið í eigu hins opinbera. Ríki, sveitarfélög, frumbyggjaþjóðir, fyrirtæki og einstaklingar skipta með sér landinu. Því er talið að mörg dómsmál spretti vegna fyrirhugaðra framkvæmda við múrinn og geti málaferlin tafið byggingu hans um heilan mannsaldur.
3. Enginn veit með vissu hvað múrinn kostar. Heyrst hefur talan 14 milljarðar Bandaríkjadala og má margfalda þá upphæð með 120 til þess að reikna út krónufjöldann. Talið er að slík útgjöld kunni að standa í fjárveitingavaldinu bandaríska.
Utanríkismál/alþjóðamál | 26.1.2017 | 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er Fídel Kastró eður Tryggvi frá Borg, eins og sumir kölluðu hann, fallinn frá. Maður nokkur taldi vafa leika á ætterni hans. Sá hét Jón Grímsson og var ráðsmaður hjá Ásbirni Ólafssyni, stórkaupmanni, en ég var sölumaður hjá honum sumrin 1970-72 og 1974-75. Sagan er þessi:
Ég snæddi gjarnan hádegismat með Ásbirni og gekk Jón um beina. Hann var þá á 79. aldursári, fæddur 1893 og mikill vinur okkar bræðra allra.
Eitt sinn segir hann við mig: "Það eru ýmsir sem halda fram að Kastró sé sonur minn." Ég tók því fálega en hann hélt áfram að impra á þessu næstu daga og fóru leikar svo að ég innti hann eftir atvikum.
Sagðist hann þá árið 1925 hafa hitt unga konu í ónefndum stað í Mið-Ameríku og hefðu tekist með þeim góð kynni. Samfarar þeirra voru góðar en ég hirði ekki um að lýsa þeim fyrir öðrum en Ólafi Gunnarssyni rithöfundi, í tveggja manna spjalli. Jón tjáði mér að hann myndi gangast við Kastró þegar og ef þess yrði óskað.
Mér þóttu þetta allmikil tíðindi og hugðist fá botn í málið. Hringdi ég því til Valdimars Jóhannessonar, ritstjóra Vísis og greindi honum frá málinu.
Síðdegis daginn eftir kom Jón inn í söludeildina, steðjaði beint að borði mínu og segir formálalaust: "Mikinn andskotans grikk gerðirðu mér í dag."
Ég setti upp furðusvip og spurði hvað hann ætti við.
"Þú hringdir og þóttist vera blaðamaður frá Vísi og spurðir formálalaust hvort það væri rétt að ég væri faðir Kastrós."
Ég fór að skellihlæja og spurði í forundran hverju hann hefði eiginlega svarað.
"Ja, eitt er víst, að ekki hefur hann þetta helvítis kommúnistavesen í föðurættina", sagði hann.
Ég innti hann eftir því hver blaðamaðurinn hefði verið og mundi hann ekki nafnið. Ég spurði hvort það gæti verið Valdimar Jóhannesson og svaraði jón: "Hann þóttist heita það."
Ég sór og sárt við lagði að ég hefði ekki hringt, en Jón var sannfærður um að ég hefði átt hlut að máli og tjáði mér að hann hefði neitað að gangast við piltinum.
Jón Grímsson var einstakur öðlingur, barngóður með afbrigðum og traustur vinur þeim sem öðluðust vináttu hans. Hann var sagnamaður mikill og sagði að eigin áliti jafnan satt.
Utanríkismál/alþjóðamál | 26.11.2016 | 19:48 (breytt kl. 19:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Staksteinar Morgunblaðsins í dag fjalla um umsókn síðustu ríkisstjórnar að EES:
Á blog.is fjallar Ásthildur C. Þórðardóttir um bók Margrétar Tryggvadóttur, fyrrverandi alþingismanns, og umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.
Fram kemur að í bókinni segi um umsóknarferlið: Ég skildi þetta ferli á eftirfarandi hátt og veit um fjöldann allan af fólki sem skildi þetta á sama hátt fyrir kosningar. Við sækjum um aðild að ESB en þetta eru í raun og veru eins konar könnunarviðræður þar sem við fáum að sjá hvað er í boði en við erum samt eiginlega ekki að sækja um aðild að ESB heldur kanna hvort kröfum okkar verði mætt. Ef okkur líkar illa við þann samning sem okkur verður boðinn getum við alltaf afþakkað og haldið áfram þar sem frá var horfið. Við erum sem sagt að fara í könnunarviðræður því að það er ekki víðtækur meirihluti, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar um stuðning við að ganga í Evrópusambandið.
Og áfram: Það fóru hins vegar að renna á okkur tvær grímur þegar við áttuðum okkur á tengslum Icesave-málsins og ESB-umsóknarinnar og þeim mikla hraða sem átti að vera á umsókninni.
Margrét lýsir því einnig hvernig snúið var upp á hendur ESB-andstæðinga í stjórnarliðinu og af öllum lýsingunum að dæma er augljóst að sótt var um á fölskum forsendum. Það hefur út af fyrir sig legið fyrir lengi, en þarna er komin viðurkenning enn eins þingmannsins.
Er ekki orðið tímabært að ljúka þessum ljóta leik?
Utanríkismál/alþjóðamál | 17.1.2015 | 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar þjóðkjörnum forseta Úkraínu hafði verið steypt í vetur flýtti íslenski utanríkisráðherrann sér til Kænugarðs til þess að styðja ný stjórnvöld. Sú spurning vaknaði í hugum margra hver hefði stýrt þessari för og hver hinn raunverulegi tilgangur hefði verið. Voru það gömlu hernámssinnarnir sem réðu þar?
Ekki skulu bornar brigður á vafasamar embættisfærslur þessa fyrrverandi forseta, en hitt er annað, að Íslendingar þurfa að velta því rækilega fyrir sér hvernig stórveldið Ísland hagar sér í samskiptum á alþjóða vettvangi ekki hvort Íslendingar dugi jafnan betur þeim er betur meina heldur hinu, hvert eðli atburða er og í hverra þágu barist er.
Undirrituðum er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi sett viðskiptahömlur á Rússa um leið og Evrópusambandið, Noregur og fleiri ríki. Þess vegna er undarlega spurt, hvers vegna Íslendingar séu ekki á bannlista Pútíns. Gáfur stjórnmálamanna geta orðið svo yfirþyrmandi miklar að úr verða heimskulegar vangaveltur og taka fréttamenn glaðir þátt í þessum hráskinnaleik. Þótt Íslendingar hafi tekið afstöðu með núverandi stjórnvöldum í Kænugarði þýðir það ekki sjálfkrafa innflutningsbann á íslenskar afurðir. Íslendingar hafa gert viðskiptasamninga við ýmis ríki sem hafa aðrar áherslur en þeir og hafa þó viðskiptin gengið ágætlega. Greinilegt er að þessari umræðu stjórna illa upplýstir gáfaðir kjánar. Menn geta svo sem velt því yrir sér hvaða afleiðingar viðskiptabann Rússa hefði á íslenskan efnahag, en að spyrja hvers vegna Ísland sé ekki á bannlista Pútíns er út í hött.
Utanríkismál/alþjóðamál | 9.8.2014 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðari Morgunblaðsins í dag, 30. júlí 2014, er fyrir margra hluta sakir athyglisverður. Fjallar hann um samskipti Efrópusambandsins og Bandaríkjanna við Rússland Pútíns, þar sem Bandaríkjamenn beita refsingum, sem engu máli skipta og fá Evrópusambandið í lið með sér, sem gæti skaðast á þeim viðskiptum.
Bandaríkin fara víðar sínu fram, á yfirborðinu sem stórveldi en sums staðar sem leppríki. Síðasta dæmið er fylgispekt Bandarískra stjórnvalda við Ísraelsmenn.
Hér fyrir neðan er leiðari Morgunblaðsins.
Tvíbent vopn
Evrópuríkin urðu nú að láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna
Bandaríkin eiga létt með að ákveða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Viðskipti þessara mestu kjarnorkuvelda veraldarinnar eru tiltölulega lítil. Öðru máli gegnir um lönd Evrópusambandsins. Viðskiptin eru mikil en snerta einstök lönd sambandsins mismikið. Það flækir málið enn. Evrópuríkin verða að taka hugsanleg viðbrögð Rússa með í sinn reikning. Bandaríkin eru einnig að mestu laus við þann þáttinn.
Rússneskur almenningur styður enn afstöðu og athafnir Pútíns forseta í Úkraínu og telur Vesturlönd koma ósæmilega fram við Rússa. Innlimun á Krímskaga þótti flestum Rússum sjálfsögð, ekki síst eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var bolað úr embætti með ólögmætum hætti að þeirra mati. Því mun Rússum þykja efnahagsþvinganirnar vera óeðlileg og fjandsamleg aðgerð gegn Rússlandi, sem eðlilegt sé að forseti þeirra bregðist við með þeim kostum sem hann hefur.
Á Vesturlöndum er hins vegar bent á að þegar efnahagsþvinganirnar byrji að bíta muni þær um leið bíta marga stuðningsmenn Pútíns af honum. Og þótt þekkt sé og rétt að efnahagsþvinganir séu eins og myllurnar frægu, þær mali hægt, þá eigi þær það líka sameiginlegt að á endanum mali þær vel. Versnandi kjör Rússa vegna þeirra muni æsa til andstöðu við Pútín. Vissulega muni þvinganirnar í upphafi hitta fáa Rússa fyrir, en þessir fáu eigi mikið undir sér í Kreml og þeir verði illa úti. Forsetinn geti því furðufljótt misst mikilvægan stuðning úr hópi klíkubræðra.
Eftirtektarvert er að markmiðin sem fylgja efnahagsþvingununum eru óljós. Sagt er að þær séu ákveðnar til að þvinga Pútín til að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu. Ekki er til að mynda líklegt að uppgjöf Rússa á Krímskaga sé forsenda fyrir því að fallið verði frá þeim. Margir áhrifamiklir þýskir stjórnmálamenn hafa raunar lýst yfir ákveðnum skilningi á því að Rússar hafa sameinað hann Rússlandi á ný.
Margir leiðtogar Evrópuríkjanna voru bersýnilega ekki áfjáðir að ganga mikið lengra í efnahagsþvingunum. En árásin á farþegaflugvélina sópaði öllum öðrum kostum út af borðinu.
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.7.2014 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pútín er orðinn valdamesti maður heims, sagði rússneskur fréttaskýrandi við breska útvarpið fyrir nokkrum dögum. Hann bætti því við að útilokað væri að koma í veg fyrir að Krím sameinaðist Rússlandi og Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir það. Þau hefðu ekki fylgt eftir hótunum samanber afstöðu Bandaríkjamanna til stríðsins í Sýrlandi.
Ræða Pútíns í dag var allmerkileg fyrir margra hluta sakir og gerði hann þar m.a. upp sakir við Atlantshafsbandalagið. Rifjaði hann upp, eins og fleiri hafa gert, að árið 1999 brugðust vesturveldin til varnar Albönum í Kosovo sem átti að hrekja úr landi í þjóðernishreinsunum Serba. Miðað við það hvernig nýja stjórnin í Kænugarði hóf störf sín með því að draga úr réttindum þjóðernisminnihluta, gáfu þau Rússum góðan höggstað á sér.
Það er síðan deginum ljósara að rússnesk stjórnvöld segja hvorki allan sannleikann í þessu erfiða deilumáli né nýju valdhafarnir í Kænugarði. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með frásögnum erlendra fréttamanna á Krím sem hafa rætt við fjölda vopnaðra gæsluliða sem hafa haldið því fram að þeir hafi verið beðnir um aðstoð og hafi því farið í víking til þess að hjálpa meðbræðrum sínum á Krím. Þykjast menn kenna þar ýmiss konar óþjóðalýð sem nærðist á Balkanstríðinu og eru engu síðri fasistar en sumir þeir, sem sagðir eru hafa staðið að baki byltingarmönnum í Kænugarði.
Tatarar eru kvíðnir. Þeirra hagur getur þó vart orðið verri en áþján sú, sem Palestínumenn búa við undir oki Ísraelsmanna. Ekki hefur Obama rekið hnefann í borðið og hótað Ísrael öllu illu nei, því að hann og stuðningsmenn hans eiga nógu mikilla hagsmuna að gæta til þess að hafast ekki að.
Íslendingar ættu að halda sig utan þessara atburða og láta nægja að lýsa andstyggð sinni á þeirri atburðarás sem farið hefur að stað. Það er í raun hlægilegt að ætla að ógna Rússum með einskis nýtum refsiaðgerðum.
Að lokum skal minnt á þau orð Geirs Hallgrímssonar frá Moskvuheimsókn hans í september 1977, að Ísland færi aldrei með ófriði á hendur öðrum ríkjum. Ísland ætti fremur að bera klæði á vopnin og minnast þess í leiðinni að þótt kosningarnar á Krím þættu skrítnar var hitt ef til vil enn skrítnara að Nató skyldi frelsa Kosovo-Albani með loftárásum og manndrápum. Þar voru þó framdir stríðsglæpir.
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.3.2014 | 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar