Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, hafði orð á því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að sér fyndist þessi tillaga bera vott um ofbeldi því að þjóðin ætti að ráða. Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa ríkisstjórn sem nú situr og þar við situr. Á meðan ekki fást reyndar aðrar aðferðir við að taka ákvarðanir, en tíðkast á Alþingi, er jafnan hætt við að meirihlutinn beiti minnihluta einhvers konar ofbeldi og það er þjóðarinnar að ákveða hverjir það verða hverju sinni.
Hvor um sig, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Benediktsson hafa verið sjálfum sér samkvæmir í Evrópusambandsmálinu og fátt getur komið í veg fyrir að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Í áður nefndri útvarpsfrétt talaði Guðmundur Steingrímsson um að Íslendingar mættu ekki sýna hringlandahátt á alþjóðavettvangi með því að draga umsóknina til baka í stað þess að fresta henni. Því er spurt: Hvað telst hringlandaháttur?
Á ekki að koma neinum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | 21.2.2014 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þeir hófust með einu stórfenglegasta tónverki, sem íslenskt tónskáld hefur samið að undanförnu, Slagverkskonsert eftir Áskel Másson. Flutningurinn var fumlaus hjá hljómsveit og einleikaranum, Colin Currie. Konsertinn hófst með ástríðuþrunginni tónaflækju en síðan skiptust á skin og skúrir, gleði, íhugun, fyndni og tröllsháttur auk blíðlyndis og einurðar - allt þetta orkaði á hugann eins og fjölbreytt landslag. Fögnuður áheyrenda var enda mikill.
Eftir hlé var flutt tónverkið First Essay eftir Samuel Barber, samið árið 1938 og í beinu framhaldi án klapps Doctor Atomic Symphony eftir John Adams. Nokkuð fannst mér upphaf ritgerðar Samuels ástríðuþrungið en þessi stutta hugleiðing er áhrifamikil og leiðir hugann að ýmsu sem varð á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar. Verk Johns Adams er í raun svíta úr samnefndri óperu sem fjallar um sálarstríð þeirra sem stóðu að smíði fyrstu kjarnorkusprengjunnar. Dýpt þessa smáskammtaverks er svo mikil að það verður vart flutt við annað er bestu hljómburðaraðstæður. John Adams hefur samið nokkrar athyglisverðar óperur um atburði 20. aldar. Einna þekktust er óperan "Nixon í Kína", en Sinfóníuhljómsveitin hefur flutt stuttan þátt úr henni, "Formaðurinn dansar".
Hjalti Rögnvaldsson hafði eftir Halldóri Blöndal að hann hefði vart heyrt glæsilegra íslenskt verk að undanförnu. Þessi orð Halldórs og hrifning okkar hjónanna og Hjalta ásamt almennu lofi áheyrenda leiða hugann að þeirri staðreynd að fá íslensk tónskáld virðast eiga upp á pallborðið hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Í raun ætti hljómsveitin að flytja eitt verk eigi sjaldnar en á einna tónleika fresti. Nú má telja þau tónskáld á fingrum annarrar handar sem flutt eru eftir tónverk á vegum hljómsveitarinnar á hverjum vetri.
Undirritaður spurði Misti Þorkelsdóttur hvernig henni hefði þótt konsert Áskels Mássonar. Lauk hún miklu lofsorði á verkið og urðum við sammála um að konsertinn væri hinn áskelskasti og langt umfram það.
Öllum aðstandendum eru fluttar einlægar hamingjuóskir og þá ekki síst Áskatli Mássyni sem hefur enn einu sinni sannað að hann er á meðal fremstu slagverkstónskálda heims.
Þeim sem hafa hug á að lesa nánar um tónleikana skal bent á síðu Sinfóníuhljómsveitarinnar
http://www.sinfonia.is/tonleikar/nr/2163
Utanríkismál/alþjóðamál | 20.2.2014 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó hitta þeir stundum naglann á höfuðið eins og Staksteinapistillinn í dag vottar.
"Helgi Seljan fékk Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra til sín í Kastljós Ríkisútvarpsins og hóf viðtalið með þessum orðum: „Byrjum bara aðeins á Evrópusambandinu.“ Svo gekk auðvitað allt viðtalið út á Evrópusambandið enda eitt helsta áhugamál Samfylkingarinnar og Ríkisútvarpsins. Þar með gafst ekki færi á að ræða önnur utanríkismál þó að af mörgu sé að taka.
Gunnar Bragi var augljóslega fenginn í viðtalið til að reyna að sanna að núverandi stjórnarflokkar væru margsaga í aðildarumsóknarmálinu og sérstaklega að þeir væru að svíkja landsmenn um þjóðaratkvæðagreiðsluviðræðurnar.
Utanríkisráðherra svaraði þessu margoft og útskýrði að Helgi væri á villigötum en allt kom fyrir ekki, spyrillinn spurði sömu spurninganna aftur og aftur og aftur svo ekkert annað komst að.
Af mörgum vitlausum spurningum var þó sennilega slegið met í lok þáttarins þegar Gunnar Bragi var spurður að því hvort ekki væri „svolítið sérstakt“ að gera fríverslunarsamning við Kína þegar lýðræðishalli væri í ESB.
Fyrir utan að spurningin var sérkennilega borin fram væri ekki úr vegi að spyrlar Ríkisútvarpsins, þó að þeir séu ákafir stuðningsmenn aðildar að ESB, átti sig á því að með fríverslunarsamningi við Kína væri Ísland ekki að gerast aðili að Kína. Og til viðbótar að Ísland er nú þegar með samning við ESB."
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.1.2014 | 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Danir eru drengir gópir og duga jafnan þeim sem betur mega," sagði Þorleifur Repp. Þessi orð komu mér í hug þegar ég las eftirfarandi viðtal við Steingrím J. Sigfússon, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 2. september. Menn athugi að munurinn á Dönum og Íslendingum er sá að hinir síðarnefndu eru ekki í Evrópusambandinu og Færeyingar reyndust Íslendingum vinir á raunastundu.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, segir að í óformlegum samskiptum við færeysk stjórnvöld hafi Íslendingar komið þeim sjónarmiðum á framfæri að ekki væri heppilegt að Færeyingar lönduðu makrílafla á Íslandi.
Verja sig ásökunum
Hann segir að menn hafi metið stöðuna sem svo að ágætt væri ef ekki reyndi á að Íslendingar þyrftu að taka afstöðu til þess hvort Færeyingum yrði leyft að landa makríl eða síld á Íslandi. ,,Það var farið yfir þetta á þeim nótum að kannski væri ágætt ef ekki reyndi á það. Þá voru menn að huga að hinni taktísku stöðu. Að verja sig fyrir ásökunum frá Norðmönnum og ESB um að þessar þjóðir stunduðum einhvers konar stjórnlausar veiðar. Því töldum við það hag beggja að betra væri ef ekki reyndi á það að ríkin þyrftu á hvort öðru að halda með gagnkvæmum löndunum. Auðvitað er það líka sterkast fyrir hvort ríki um sig að ná sínum hlut án þess að þurfa að landa í höfnum annarra ríkja eða veiða í lögsögu annarra ríkja. Það styrkir samningsstöðu Íslands jafnt og þétt að við getum náð makrílnum í eigin lögsögu og löndum honum í okkar eigin höfnum," segir Steingrímur.
Þetta sagði Steingrímur þegar hann var spurður út í orð Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í færeyska ríkisútvarpinu. Þar sagði hann að í fyrra hefðu Færeyingar fengið þau skilaboð að íslensk yfirvöld vildu ekki að færeysk skip kæmu til Íslands til að landa makríl og síld.
Sigurgeir Þorgeirsson, samningamaður Íslands í makríldeilunni, sendi færeyska ríkisútvarpinu bréf í kjölfar fréttarinnar. Sagði hann þar að ekkert bann væri í gildi um að ekki mætti landa síld úr færeyskum skipum í íslenskum höfnum og að slíkt bann hefði aldrei verið í gildi.
Sjálfvirkt löndunarbann
Hvað makrílinn varðar benti hann á að ekkert samkomulag væri um veiðarnar. Við slíkar aðstæður er í raun um sjálfvirkt löndunarbann að ræða á öll erlend skip sem vilja landa makríl á Íslandi. Sjávarútvegsráðherra gæti á hinn bóginn gert undantekningar á þessu banni við sérstakar aðstæður, eins og gert hefði verið fyrir grænlensk skip í sumar sem og árið 2012. Steingrímur tekur undir orð Sigurgeirs og bætir við. Það reyndi aldrei á það hvort Færeyingar vildu landa makríl á Íslandi."
Færeyingar gera ráðstafanir
Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Færeyingum tóku gildi á miðnætti sl. þriðjudag. Þær fela m.a. í sér löndunarbann á makríl og síld í höfnum innan sambandsins. Hefur m.a. höfnum í Danmörku verið lokað fyrir færeyskum skipum sem hyggjast landa síld eða makríl. Þá bönnuðu yfirvöld í Noregi löndun á síld frá Færeyjum fyrir helgi.
Um helmingur útflutnings Færeyinga á makríl hefur farið til landa innan Evrópusambandsins en um þriðjungur síldarinnar.
Sjávarútvegurinn í Færeyjum hefur gert ráðstafanir til þess að koma makríl og síld á markað. Tegundirnar verða seldar í Rússlandi og í Afríkuríkjum.
Utanríkismál/alþjóðamál | 3.9.2013 | 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju, allir Íslendingar!
Eigum ekki að leita sökudólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | 28.1.2013 | 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefnd kúgaranna lét ekki á sér standa. Forsætisráðherra Ísraels burstaði rykið af gömlum tillögum um nýja byggð á Vesturbakkanum, sem verður til þess að byggðir Palestínumanna verði klofnar í tvennt. Bandaríkjamenn mótmæla en forðast að gera nokkuð til þess að afstýra verðandi framkvæmdum.
Það er hættulegt að eiga sér volduga andstæðinga. Það þekkist hér á landi sem annars staðar. Þann 19. desember árið 2000 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm þar sem tengingar örorkubóta við tekjur maka voru dæmdar óheimilar. Þáverandi forsætisráðherra Íslands stóð þá fyrir lagasetningu sem skerti áhrif þessa dóms - hefndaraðgerð í garð öryrjka og andstæðinga þeirra.
Baráttan er hörð þegar sumir fara sínu vald í skjóli voldugra valdhafa.
Utanríkismál/alþjóðamál | 1.12.2012 | 23:03 (breytt kl. 23:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun var vakin athygli mín á færslu Egils Helgasonar á Silfri Egils, þar sem hann fjallar um viðræður Íslendinga og Kínverja um gerð fríverslunarsamnings og sitthvað fleira. Þar sem nokkrar rangfærslur er um að ræða í pistli Egils var honum sendur pistillinn, sem hér fer á eftir.
--
Heill og sæll, Egill.
Eins og þú ert ágætur upplýsingamaður, þykir mér með eindæmum hvernig þú fjallar um samskipti Kínverja og Íslendinga, í þessu tilviki samning um fríverslun og viðskipti milli ríkjanna. Ég hafði hugsað mér að rita athugasemd við pistil þinn, en skjálesarinn hjá mér leyfir það ekki. Vona ég að þú birtir það sem hér fer á eftir:
Afstaða Kínverja til Íslendinga
Kínverjar hafa að mörgu leyti verið Íslendingum jákvæðir á erlendum vettvangi. Stafar það m.a. af því að Ísland hefur staðið utan Evrópusambandsins og hafa kínversk stjórnvöld því haft hug á að efla samskiptin. Minnt skal á að Kínverjar studdu útfærslu landhelginnar í 50 og 200 mílur og heimildir benda til að einn af samningamönnum Kínverja á hafréttarráðstefnunni í Genf árið 1958, Chen Tung, sem síðar varð sendiherra hér á landi, hafi átt nokkur samskipti og samstarf við sendinefnd Íslendinga.
Þegar Vestmannaeyjagosið varð árið 1973 urðu Kínverjar fyrsta þjóðin utan Norðurlanda til að rétta Íslendingum hjálparhönd. Þá má minna á afstöðu Kínverja innan alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þegar Hollendingar og Bretar hugðust kreista Íslendinga eins og mús lí lófa sér.
Fríverslunarsamningarnir og Huang Nubo
En komum nú að fríverslunarsamningunum:
Samningaumræðum varð sjálfhætt þegar ríkisstjórnin, sem Samfylkingin leiðir, hóf umsóknarferlið að Evrópusambandinu. Ástæðan er einföld: þegar ríki gengur í Evrópusambandið fer slíkt samningsferli úr höndum aðildarríkjanna. Samningar sem einstök ríki hafa náð í milliríkjaviðskiptum, verða sjálfkrrafa teknir upp af Evrópusambandinu. Á þetta töldu Kínverjar ekki hættandi enda hafa þeir haldið því fram að þeir séu tilbúnir að veita Íslendingum ýmsar ívilnanir í viðskiptum umfram Evrópusambandið.
Vegna þess, sem þú segir um viðskipti Huang Nubo, verður því hiklaust haldið fram á þessum vettvangi, að hann hafi verið hafður að ginningarfífli. Ég átti erindi til Beijing og fleiri borga í Kína í haust og þar bar þetta mál iðulega á góma. Þegar við Íslendingarnir greindum kínverskum viðmælendum frá því að 300 ferkílómetrar lands á Íslandi væri álíka mikið hlutfalll af Íslandi og 27.000 ferkílómetrar af kínversku landi, sem samsvarar hainan-eyju, fór um áheyrendur. Við vöktum athygli á að mun heilladrýgra hefði verið að sækjast eftir leigu á landi en kaupum á svo stórri landspildu. Hver einasti viðmælandi okkar tók undir þessa skoðun og sumir, sem hafa mikla reynslu í samskiptum við erlendar þjóðir, undruðust að ekki skyldi hafa verið lögð áhersla á slíkt.
Bág réttindi farandverkafólks
Það er rétt hjá þér að aðbúnaður verkafólks í kínverskum verksmiðjum er víða slæmur og þetta vita kínversk stjórnvöld. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessu ófremdarástandi, sem ríkir sums staðar, en ekki alls staðar. Líkja Kínverjar sjálfir þessu við það, sem tíðkaðist í upphafi iðnbyltingarinnar í Evrópu og reyndar fram undir aldamótin 1900. Þá er einnig vitnað til Bandaríkja Norður-Ameríku, en þar var aðbúnaður verkafólks víða ekki upp á marga fiska á fyrri hluta síðustu aldar. Þá virðist því miður sem mannlegt eðli sé svipað hvar sem borið er niður. Í skjóli einkaframtaks þrífst ýmislegt misjafnt, eins og hefur komið fram í kínverskum verksmiðjum. Jafnvel á Íslandi höfum við orðið vitni að andstyggilegu þrælahaldi erlends verkafólks. Kjarasamningar eru ekki virtir og fólkið býr jafnvel við svo frumstæðar aðstæður að enginn Íslendingur léti bjóða sér slíkt. En þær virtust nógu góðar handa Pólverjum, a.m.k. á meðan góðærið á Íslandi var sem mest. Slíkt dæmi höfðum við fyrir augunum veturinn 2007-2008.
Samsæriskenningar og svartagallsraus af því tagi, sem þú hefur stundum látið þig hafa, sæmir ekki jafnágætum fjölmiðlamanni og þér. Við þurfum ekki á hleypidómum að halda, heldur upplýstri umræðu og sannleikanum í hverju máli.
Vegni þér vel.
Arnþór Helgason
---
Arnþór Helgason, vináttusendiherra,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Sími: 5611703
Farsími: 8973766
Netföng: arnthor.helgason@simnet.is
http://arnthorhelgason.blog.is/
Utanríkismál/alþjóðamál | 18.4.2012 | 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Emil Bóasson, góðvinur minn, er fundvís á sitthvað merkilegt, sem leynist á vefnum:
Miklum sögum fer af færni norðurkóreskra í harmoníku leik. Vísir segir svo frá í dag:
Norski tónlistarmaðurinn Morten Traavik gerði skemmtilega menningarlega uppgötvun þegar hann birti myndband af Norður-kóreskum harmonikkuleikurum spila slagarann Take me on með norsku hljómsveitinni A-ha. Milljónir hafa horft á harmonikkuspilarana spila lagið sem þau lærðu á tveimur dögum.
Þetta eru bestu tónlistarmenn sem ég hef kynnst," sagði Traavik í samtali við fréttastofu BBC og bætti við að hæfileikar þeirra væru slíkir að þeir gætu slegið í gegn hvar sem er í heiminum.
Traavik kynntist tónlistarmönnunum í Kum Song tónlistarskólanum í Norður-Kóreu þar sem hann kynnti fyrir þeim vestræna popptónlist sem og klassík. Traavik hefur ferðast um alla Austur-Asíu og kynnt íbúum fyrir tónlist á norðurlöndum og um leið fræðst um tónlist viðkomandi landa. Svo er tilgangurinn að halda menningarhátíð í Norðaustur Noregi, nærri landamærum Rússlands, þar sem meðal annars harmonikkuspilararnir munu koma fram.
Hægt er að horfa á flutning harmonikkuleikaranna hér fyrir ofan.
YouToube upptakan er hér
http://youtu.be/rBgMeunuviE
Frá þessu var greint á BBC með krækju í þessa frétt
http://azstarnet.com/entertainment/music/norwegians-seek-a-ha-moment-in-north-korean-
music/article_89e3e45f-124f-5274-aa5d-ed12de64bd1a.html
Utanríkismál/alþjóðamál | 12.2.2012 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bókin Ríkisfang: ekkert, sem Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur skrifað og byggð er á viðtölum við konur af palestínsku þjóðerni, sem settust að á Akranesi árið 2009, lýkur upp fyrir lesendum glöggri mynd af þeim hryllingi, sem íbúar Íraks urðu að þola, eftir að Bandaríkjamenn réðust inn i landið í mars 2003 í leit að gereyðingarvopnum, sem aldrei fundust. Konurnar greina frá miskunnarleysinu, ofbeldinu og grimmdinni, sem losnaði úr læðingi þegar innviðir samfélagsins brustu. Jafnframt er brugðið ljósi á stöðu palestínskra flóttamanna, sem margir eru án ríkisfangs. Áhrifarík er frásögn Sigríðar af því þegar hún leitaði uppi eydd þorp, sem Ísraelsmenn (gyðingar, Síonistar) eyðilögðu og lögðu undir sig við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þá þegar virtu þeir enga samninga og hafa haldið því áfram undir öruggri vernd Bandaríkjamanna.
Framan af var fréttaflutningur frá Palestínu mjög litaður af hagsmunum Gyðinga og verndara þeirra, Bandaríkjamanna og Breta, en smám saman snerust vopnin í höndum þeirra. Til þess þurfti að vísu hermdarverk, sem öfluðu Palestínumönnum hatursmanna á meðal Gyðinga og Vesturlandabúa. en þessi hryðjuverk voru þó smámunir einir hjá því sem íbúar Palestínu þurftu að þola af hálfu innrásarafla, sem studd voru af Vesturveldunum.
Íslendingar hafa ekki staðið saklausir hjá í þessum hildarleik. Þeir studdu stofnun Ísraelsríkis og tveir valinkunnir Íslendingar settu þjóðina á lista yfir hinar staðföstu þjóðir, sem studdu innrásina í Írak. En gert er gert og sumt er hægt að bæta, annað ekki. Sú ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að veita palestínsku flóttafólki móttöku og landvist, er einungis örlítill plástur á það holundarsár, sem Vesturveldin hafa í raun veitt Palestínumönnum.
Í bókinni lýsa konurnar sambúð ólíkra trúarhópa, sem sundraðist við innrásina í Írak. Þær lýsa einnig afstöðu sinni til annarra trúarhópa en þeirra, sem játa islam, en múslimar hafa jafnan þótt umburðarlyndir þrátt fyrir öfgahópa sem þrífast innan trúarbragðanna eins og á meðal kristinna manna. Bókin birtir mynd af harðduglegum og þrautseigum mæðrum, sem sigrast hafa á erfiðleikum, sem hefðu bugað flesta þá, sem orðið hefðu að þola annað eins og þær hafa reynt. Það fer vart hjá því að lesandinn fái öðru hverju kökk í hálsinn og tárist, þegar lesnar eru látlausar og einlægar frásagnir kvennanna af sorgum þeirra og gleði.
Á meðan ég las bókina samþykkti Alþingi að viðurkenna ríki Palestínumanna. Þótt ef til vill sé nokkuð í land að eiginlegt ríki þeirra verði að veruleika, er þó samþykkt alþingis mikilvægt skref í þá átt að Palestínumenn nái rétti sínum. Vonandi verða hin illu öfl, sem ráða mestu innan Ísraelsríkis, brotin á bak aftur.
Sigríði Víðis Jónsdóttur og viðmælendum hennar eru fluttar einlægar þakkir og árnað heilla.
Utanríkismál/alþjóðamál | 30.11.2011 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskt viðskiptaumhverfi og hugsunarháttur virðist vanþróað og hér á landi er sem engin þekking sé á því hvernig megi komast hjá því að búa til nær óleysanlega hnúta, sem upp koma í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Það vekur athygli að ekki hafi verið reynt að beina fjárfestingu Huangs Nubo í aðra farvegi og vekur það óneitanlega spurningar um ráðgjafa hans. Það virðist ljóst að Samfylkingin beri nokkra ábyrgð í þessu máli, þegar skoðað er hverjir voru í fylgd með Huang Nubo, þegar hann kom fyrst að Grímsstöðum.
Þá vekur athygli sá eintrjáningsháttur, sem innanríkisráðherra virðist hafa haft í þessu máli. Algert sambandsleysi virðist hafa verið millum hans og iðnaðar- og viðskiptaráðherra og engin tilraun gerð til samráðs. Undirrituðum var bent á fyrir nokkru, að hugsanlega hefði mátt beina þessum umræðum í þá átt að Huang Nubo hefði fengið land Grímsstaða til leigu í nokkra áratugi. Slíkt hefur tíðkast hér á landi og ætti að falla mönnum betur í geð en kaup á jafnstórri landspildu og um er að ræða. Íslendingar þurfa á erlendu fjármagni að halda til þess að byggja upp atvinnuvegi með öðrum hætti en álver og annan meingandi iðnað. Því er nauðsynlegt að slíta ekki alla strengi, sem tengja Huang Nubo við Ísland. Þessi fjárfestir hefur sýnt með óyggjandi hætti, að hann standi við orð sín, samanber Kínversk-íslenska menningarsjóðinn, sem hann hefur fjármagnað.
Það er rétt hjá Huang Nubo að rétt sé að kínverskir fjárfestar kynni sér pólitískt umhverfi í þeim löndum sem þeir hyggjast eiga samskipti við. Þetta umhverfi hefðu ráðgjafar hans á Íslandi átt að kynna honum, en þeir virðast hafa brugðist honum.
Innanríkisráðherrann hefur einnig brugðist. Nú er að vita hvort ekki verði hægt að finna annan flöt á þessu máli þegar menn hafa dregið djúpt andann. Til þess þarf samráð en ekki einstrengingslegan hugsunarhátt manna sem skortir þor. Verkefni eins og samstarfið við Huang Nubo, væri skólabókardæmi um það hvers innviðir íslenska stjórnkerfisins séu megnugir, báðum aðilum til hagsbóta.
Utanríkismál/alþjóðamál | 26.11.2011 | 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar