Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

90 ár frá stofnun Kínverska kommúnistaflokksins

 

Föstudaginn 1. júlí síðastliðinn voru 90 ár liðin frá því að Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Fundurinn var haldinn í shanghai árið 1921 og stóð að stofnun hans fremur fámennur hópur vígreifra einstaklinga sem vildu leggja allt í sölurnar til þess að létta af kínverskri alþýðu þvíi oki sem hún reis vart undir. Skömmu eftir að fundinum lauk kom leynilögregla stjórnvalda á staðinn, en greip í tómt.

Í tilefni afmælisins var haldinn fundur í Alþýðuhöllinni miklu í Beijing, þar sem einstaklingar og samtök hlutu viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þar flutti Hu Jintao, formaður flokksins og forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, ræðu, sem er um margt merkileg. Þar vék hann m.a. að þeim hræringum sem nú hreyfa við þjóðfélögum víða um veröld. Fullyrti hann að framfarir sem byggja á baráttu fólks fyrir betri kjörum, væru forsenda framfara á hverjum tíma  og yrðu Kínverjar að læra að takast á við vandamál sem þeim fylgdu. Þá taldi hann einhlítt að lýðræði yrði aukið í landinu og yrði fyrsta skrefið að auka það innan flokksins.

Vafalaust rýna margir í ræðuna og reyna að spá fyrir um framvindu mála í Kína. Hér er krækja á hátíðarhöldin. Ræður eru þýddar jafnóðum á ensku.

http://english.cntv.cn/program/asiatoday/20110701/107836.shtml

 

Þá er hér 18 sjónvarpsþátta röð um sögu Kínverska kommúnistaflokksins:

http://english.cntv.cn/english/special/glorious_journey/homepage/index.shtml

 

Hér fyrir neðan eru krækjur á fyrstu 7 þættina.

 

Episode 1: Rising from the flames: http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100922/101929.shtml

 

Episode 2: Founding New China http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100923/101979.shtml

 

Episode 3: Difficult Endeavours http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100924/101907.shtml

 

Episode 4: A Great Turning Point http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100925/103239.shtml

 

Episode 5: High Tides http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100926/103172.shtml

 

Episode 6: Breaking Waves http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100927/103571.shtml%3e

 

Part 7: Sailing into the New Century http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100928/103886.shtml

 

 


Talar treimur tungum

Flest illmenni eiga það sameiginlegt að þau eru lygarar. Moammar Gadaffi leikur nú tveimur skjöldum. Erlendum fréttamönnum og stjórnvöldum telur hann trú um að líbísk stjornvöld fylgist með því að vopnahléð sé virt, en því miður skilja sumir fréttamenn arabisku og vita því betur. Líbískir fjölmiðlar minnast vart á vopnahléð en lýsa árásum skæruliðasveita og glæpamanna á hersveitir landsins. Á meðan bíða uppreisnarmenn þess að þeim berist liðsinni.

Það er dapurlegt til þess að hugsa að fréttir íslenska ríkisútvarpsins af gangi mála í Líbíu og öðrum stöðum eru að sumu leyti verr sagðar en þegar Axel Thorsteinsson sagði fréttirnar í gamla daga sem hann þýddi upp úr breska útvarpinu. Ef til vill væri affarasælast fyrir íslenska ríkisútvarpið að taka upp starfsaðferðir Axels.


Óábyrg strákapör norsku Nóbelsnefndarinnar

Í fyrra veitti norska Nóbelsnefndin núveranda Bandaríkjaforseta friðarverðlaun. Þó stendur maðurinn í a.m.k. tveimur styrjöldum í Mið-Austurlöndum.

Um daginn ákvað nefndin að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin fyrir tillögur sem gætu haft skelfilegar afleiðingar, yrði þeim hrundið í framkvæmd.

Sígandi lukka er best og það veit kínverskur almenningur. Þess vegna erþað jafn ábyrgðarlaust af íslenskum stjófnvöldum að senda fulltrúa sína á þessa meintu friðarhátíð og hjá Norðmönnum sem virðast hafa misskilið hlutverk nefndarinnar. Þar skipta orðsendingar kínverskra stjórnvalda engu máli heldur skynsemi og ábyrgð íslenskra stjóvnvalda.


Íslenskur fréttaritari í Beijing!

ríkisútvarpið hefur fréttaritara í Lundúnum, Ósló, Madríd og Washington. Þessi lönd eru ekki miðja heimsins. Hún hefur færst til Indlands og Kína.

Í Kína eiga sér nú stað meiri breytingar en nokkurn hefði órað fyrir. Þjóðin tekur stórstígum framförum á hverju sviðinu á fætur öðru. Má nefna nokkur dæmi:

Kínverjar eru orðnir í fremstu röð í fjarskiptatækni; stærsta bílasýning heims er nú haldin í Beijing; Kínverjar eru í forystu á svið rafhlöðutækni – hverju nafni sem hún nefnist. Þeir eru orðnir fremstir í framleiðslu rafknúinna bifreiða og eftirspurnin er svo mikil á innanlandsmarkaði að fyrirtækinu Build your Dreams finnst ekkert liggja á að hefja útflutning. Í samvinnu við bandarískt fyrirtæki hafa þeir þróað sólarrafhlöður sem komið er fyrir í gluggarúðum. Með þeim hætti framleiðir einn skýjakljúfur gríðarmikla orku.

Kínverjar hafa hannað hraðskreiðustu járnbrautarlestir heims frá grunni og stefna að enn meiri hraða. Kerfi hraðlesta er nú stærra í Kína en nemur slíkum kerfum í öllum heiminum.

Á sviði menningar og menntunar eru einnig að verða gríðarlegar breytingar. Bandarískur áhugamaður um tónlist og fjármál telur að Beijing verði orðin ein af helstu 6-7 tónlistarborgum veraldar innan nokkurra ára. Dregið hefur úr aðdáun og eftiröpun vestrænnar menningar enda líta Kínverjar með stolti til atburða eins og Ólympíuleikanna og heimssýningarinnar.

>P>Nú stendur heimssýningin yfir í Shanghai og íslenskir fjölmiðlar hafa gert henni furðulega lítil skil. Ríkisútvarpið ætti því að huga að breyttri staðsetningu fréttaritara og fara að segja fréttir frá öðrum ríkjum en Norðurlöndum, Bretlandi, Spáni og Bandaríkjunum. Hvernig fór um áhugann á Afríku? Hvarf hann eftir að við misstum af öryggisráðinu?


Enn dregur íhaldið lappirnar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum dregið taum Bandaríkjamanna á hverju sem gengið hefur. Þegar um málefni Ísraels og Palestínumanna hefur verið að ræða hefur flokkurinn sjaldan þorað að fordæma framferði þeirrar þjóðar sem sýnt hefur einhverja mestu illsku sem um getur í samskiptum þjóða - Ísraelsmanna sem virðast hafa farið í smiðju til fyrrum kúgara sinna á öllum öldum.

Herinn í Ísrael hegðar sér eins og sjóræningjar. Stjónvöld í Ísrael eru engu skárri við Palestínumenn en þýskir nasistar voru við Pólverja og aðrar þjóðir sem þeir undirokuðu. Hegðun Ísraelsmanna tekur fram illvirkjum nasista gegn gyðingum.

Ísraelsmenn njóta verndar mesta herveldis heims, sjálfskipaðrar alþjoðalögreglu Bandaríkjamanna. Á meðan Bandarikjamenn breyta ekki um stefnu og eiga sér að auki stuðningsmenn eins og þingflokk Sjálfstæðisflokksins á Alþingi Íslendnga er hætt við að líti breytist. Ísraelsmenn halda áfram að murka lífið úr Palestínumönnum.


mbl.is Íhugi að slíta stjórnmálasambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski heimssýningarskálinn vekur athygli

Nú hefur heimssýningin mikla í shanghai verið opnuð. Þessar fréttir bárust frá Emil Bóassyni og Wang Chao sem búa á Gleðifjalli í Bandaríkjunum:

„Vorum að horfa á fréttir Kínverska sjónvarpsins. Þar var viðtal við ímyndarstjóra Kínverja vegna Heimssýningarinar í Shanghæ (bænum ofan sjávar). Eftir að hafa rætt nokkuð um sinn þátt í sýningunni og hljómlistina við opnunarverkið þar sem hann spilaði eigin píanókonsert með hefðbundnu kínversku ívafi svo sem tilbrigðum við Gulárkonsertinn fræga var hann spurður hvaða sýningaskála hann myndi heimsækja. Auðvitað skála stórþjóða eins og Frakka og Bandaríkjamanna, en eftirtktarverðastur fyrir einfeldni og hreinleika þar sem allt væri hafblátt og virtist vistvænt væri íslenski skálinn og þangað ætlaði hann einnig.“


Friðelskandi Íslendingar

Stríði fylgir jafnan ægileg grimmd. Grimmasta stórveldi nútímans eru Bandaríkin, hin friðelskandi heimslögregla og málsvarar lýðræðisins. Þau hafa beitt kjarnorkusprengju og ráðist á fleiri ríki en nokkurt annað herveldi á síðustu öld. Þau halda hlífiskildi yfir einhverju versta árásarveldi Austurlanda og sjá til þess að ekki þokist í samkomulagsátt - ef ekki með tilskipunum þá með afskiptaleysi.

Þótt vissulega megi þakka Bandaríkjamönnum ýmislegt í alþjóðastjórnmálum verður ekki hjá því komist að bera vitni um grimmd og græðgi þessa stórveldis.

Bandaríkin heimiluðu Írökum að ráðast á Kúveit og varð það stríð hvorugri ríkisstjórninni til sóma, þeirri bandarísku og íröksku.

Bandaríkjamenn sáu til þess að viðskiptabanni SÞ gagnvart Írökum yrði fylgt eftir af þeirri skefjalausu hörku sem fá dæmi eru um. Almenningur í Írak þoldi skort en yfirstéttinni tókst að skara eld að eigin köku eins og jafnan verður.

Bandaríkin ætluðu sér jafnan að hremma olíulindir Íraka og það tókst þeim í næsta stríði sem stendur enn. Og Íslendingar fylgdu þeim að málum. Og Bandaríkjamenn spörkuðu í Íslendinga, vini sína og fóru héðan með herinn.

Myndbandið, er sýnt var í sjónvarpinu, lýsir betur en orð fá lýst því siðleysi og grimmdaræði sem grípur um sig þegar tæknivæddir stráklingar fá að leika sér að morðtólum og hafa sér til skemmtunar að drepa blásaklaust fólk sem reynir að koma deyjandi samborgurum sínum til hjálpar.

Hvernig skyhldi öldruðum skólabróður mínum og fyrrum formanni þess flokks, sem ég var í hér á árum áður, líða, þegar þeir sjá afleiðingar gerða sinna og staðfestu? Ætli þeir séu ekki stoltir? Og ætli Pétur blöndal, alþingismaður, sé ekki ánægður með árangurinn - eyðilagða þjóð, eyðilagt stjórnkerfi - eyðilagt land - eyðilagða framtíð fórnarlamba stríðsátakanna - skemmdarverkin sem framin voru á æsku Íraks, fyrst með viðskiptabanninu sem Íslendingar studdu og síðan með árásarstríðinu sem Íslendingar studdu?

Er nema von að sumir hafi kallað þá félaga stríðsglæpamenn!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband