Færsluflokkur: Trúmál
Fram á miðja síðustu öld voru ítök þjóðkirkjunnar svo sterk að efnt var til messu hvenær sem eitthvað stóð til.
Ein af mínum fyrstu minningum er frá því er Ólafur Noregskonungur kom hingað til lands, að mig minnir 1957. Þá var hann drifinn í messu.
Á þjóðhátíðardegi vorum, 17. júní, hefjast hátíðarhöld dagsins með messu og í morgun var í dómkirkjunni í Reykjavík vitnað í Gamla testamentið þar sem Guð segist ætla að vera góður við þá sem hann úthlutaði landi (væntanlega Gyðingum) og ætli sér aldrei að yfirgefa þá.
Þótt margt viskulegt hafi verið ritað í Gamla testamentið er sumt sem ærin ástæða væri til að staldra við - eins og við suma spámennina sem stöppuðu stáli í þjóð sína m.a. vegna væntanlegrar heimarar frá Babílon. Þessi boðskapur er enn í gildi á meðal Gyðinga og er væntanlega afsökun fyrir hegðun ísraelskra stjórnvalda á vorum tímum.
Þeir prestar, sem þjóna fyrir altari og lesa texta dagsins, ættu að hugsa sig um tvisvar þegar þeir glugga í þessa texta og ausa úr meintum viskubrunni spámannanna yfir íslenska þjóð - viskubrunni sem sumir drukkna í vegna aðgerðarleysis hins alþjóðlega samfélags.
Gleðilega þjóðhátíð.
Trúmál | 17.6.2018 | 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í barnæsku minni var föstudagurinn langi lengsti og leiðinlegasti dagur ársins. Það bætti þó úr að mamma var ævinlega með hátíðarkvöldverð þann dag og síðan aftur á páskum.
Margir leiða hugann að píslum Jesús krists á þessum degi og ekki skal farið í grafgötur að hann hafi verið krossfestur á þessum degi.
En margt í frásögninni um aðdragandann og það sem á eftir fór er í huga mér miklum vafa undirorpið.
Á nokkrum stöðum í Nýja testamentinu er sagt að hitt og þetta hafi gerst til þess að orð rirningarinnar mættu rætast. Dregur það óneitanlega úr sannleiksgildi frásagnanna, enda hafa skrásetjarar seinni tíma þurft að fina til þess rök sem þeir greindu frá svo a frásögnin væri í samræmi við áður ritaða spádóma.
Þá hafa nokkrar frásagnir guðspjallanna hreyft illa við mér og þær standast hreinlega ekki líffræðilegar forsendur.
1. Jesús læknaði blinda menn. Hafi þeir verið áður blindir í nokkur ár er ólíklegt að þeir hafi getað nýtt sjón sína sér til gagns. Við höfum lifandi dæmi um þetta fyrir augunum hér á landi og annars staðar.
2. Hið sama á við um lamaða fólki og mannin sem tók sæng sína og gekk. Hafi þetta fólk verið lamað í nokkur ár eða jafnvel frá fæðingu hefur það orðið að njóta mikillar endurhæfingar. En sumt verður ekki endurhæft hafi það verið gallað frá upphafi.
Þegar ég var barn kölluðu iðulega fullorðnar konur á eftir mér: "Guð gefur blindum sýn!" Ég verð að viðurkenna að ég lagði fæð á þær fyrir vikið og enn verður mér ónotalega við þegar ég er minntur á það af skynsömu fólki að fyrsta kfaftaverk krists hafi verið að lækna blinda menn.
Flest í boðskap Jesúsar er mannbætandi. En sumu má sleppa og þar á meðal þessum kraftaverkasögum og sögunni um talenturnar.
Trúmál | 30.3.2018 | 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þættirnir um reimleika og fleira skylt, sem sýndir eru á fimmtudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu, eru um margt vel gerðir. Gallinn er þó sá að reynt er um of að skýra ýmis fyrirbæri og draga í efa skynjun og upplifun fólks.
Skýringar Ármanns Jakobssonar eru fræðandi, en hinu verður ekki mótmælt að ýmis fyrirbrigði verða vart útskýrð eins og t.d. er menn sjá feigð á fólki.
Faðir minn var þessari gáfu gæddur og fyrir kom að hann sagði nánustu fjölskyldu sinni að þessi eða hinn væri feigur. Mér þótti þetta óþægilegt og innti hann eitt sinn eftir því hvernig hann skynjaði þetta. Svarið var athyglisvert:
"Það bregður fyrir eins konar vatnsbláma í augum hans eða hennar."
Ég gleymi aldrei atviki sem gerðist í Vestmannaeyjum 29. desember árið 1965.
Pabbi kom heim í síðdegiskaffi um þrjú-leytið og sagði okkur að hann héldi að Már Frímannsson, bifreiðaeftirlistmaður o.fl. sem við þekktumvel, sé látinn. Ég spurði hvað ylli. "Mér sýndist ég sjá svipinn hans fyrir utan skrifstofudyrnar", svaraði hann.
Síðar þennan sama dag fréttist andlát Más.
Þegar ég var að skrifa þetta þótti mér rétt að fletta upp Má Frímannssyni og dagsetningin er réttilega munuð.
http://www.heimaslod.is/index.php/M%C3%A1r_Fr%C3%ADmannsson
Guðjón Bjarnfreðsson, kvæðamaður, þekkti föður minn vel. Sagði hann mér að bróðir sinn hefði árið 1939 ráðið sig á danskt olíuskip. Pabba varð mikið um þessa frétt og reyndi hvað hann gat að fá hann ofan af þessu og sagðist mundu tryggja honum pláss á Helga VE 333 sem var þá nærri fullsmíðaður. Ræddi hann þetta við Guðjón og reyndi að fá hann í lið með sér. "Það var hreinlega eins og hann teldi hann feigan," sagði Guðjón.
Ég andmælti því ekki að pabbi hefði skynjað feigð fólks og sagði honum frá þessum vatnsbláma eða glampa sem hann sagði að brygði fyrir í augum fólks. Guðjón kvaðst hafa heyrt fleiri manna getið sem lýstu svipaðri reynslu.
Guðjón sagði að skipið, sem bróðir hans réð sig á, hefði verið á meðal þeirra fyrstu sem grandað var í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.
Trúmál | 1.12.2016 | 21:30 (breytt kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi pistill var skrifaður á meðan á útvarpsprédíkun stóð.
Um þessar mundir flytur séra Hjörtur Magni Jóhannsson útvarpsprédíkun úr Fríkirkjunni við Tjörnina. Hún er full af stóryrðum í garð Þjóðkirkjunnar og flokkast í raun undir hatursáróður eins og dunið hefur á eyrum hlustenda þegar presturinn tekur til máls í útvarpi.
Þótt Þjóðkirkjan sé ekki til fyrirmyndar að öllu leyti er þó engin ástæða til að ausa hana auri og svívirða starfsmenn hennar eins og séra Hjörtur Magni gerir í prédíkun sinni með því að líkja kirkjunni við levíta eða presta Gyðinga á dögum krists.
Vafalaust er það fjárskorturinn sem rekur hann til þessarar ókristilegu prédíkunar. Úr því að söfnuðurinn, sem klauf sig úr Þjóðkirkjunni, hefur ekki lengur áhuga á að leggja tíund a af eigum sínum til stofnunarinnar, er þá nokkuð annað en að leggja söfnuðinn niður? Þá gæti séra Hjörtur Magni stofnað sinn einkasöfnuð þar sem hann gæti prédíkað í friði um hatur sitt og andstyggð á Þjóðkirkjunni.
Í raun fer það að verða tímaskekkja að útvarpsmessur séu á dagskrá ríkisfjölmiðils. Í tæknivæddu samfélagi nútímans ætti hverri kirkju að vera í lófa lagið að senda út messur sínar á netinu. Þá gætu hlustendur valið messu til að hlusta á í stað þess að njóta eða þurfa að þola ræður eins og þá sem prestur Fríkirkjunnar við Tjörnina hefur flutt í dag.
Séra Hjörtur Magni ætti að breyta um stíl og hætta að ofsækja fjendur sína. Ræður hann skyldu vera lausnamiðaðar í stað þess að byggja á andstyggð og hatri eins og halda mætti að byggi innra með honum.
Trúmál | 15.11.2015 | 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sitthvað riðar nú til falls í trúmálum. Sagnfræðingar hafa fyrir löngu upplýst um að jólaguðspjallið sé skáldskapur eða dæmisaga, vilji menn fremur nota það nafn, nýjustu rannsóknir benda til að Múhameð spámaður hafi aldrei verið til og nú viðurkennir Dalai Lama að stofnun embættisins sé mannanna verk og því hverfult sem slíkt.
Dalai Lama, sá 14. Síðan embættið var stofnað á 14. Öld, sagðist í samtali við BBC telja að líklegt væri að hann yrði sá síðasti í þessu embætti. Kína hefði nú tekið réttmætt sæti sitt á meðal þjóða heims. Það væri af hinu góða. En kínversk stjórnvöld yrðuað skilja stöðu sína og þjóðir heims yrðu að beita sér fyrir lýðræðislegri stjórnarháttum í Kína og upplýsingafrelsi.
- Olli það ekki vonbrigðum að bresk stjórnvöld skyldu ekki koma námsmönnum til hjálpar þegar þeir kröfðust aukins lýðræðis?
Breskir vinir mínir hafa sagt að tómir vasar bresku stjórnarinnar leyfðu ekki að hún stæði upp í hárinu á Kínverjum, svaraði Dalai kankvís.
Þegar fréttamaðurinn spurði hvort það væri ekki ólíklegt að hann yrði sá síðasti í þessu embætti þar sem kínversk stjórnvöld hefðu marglýst því að þau myndu velja eftirmann hans taldi hann vafasamt að valið yrði í embættið út frá pólitískum forsendum. En niðurstaða hins glaðlynda Dalai Lama varð þessi: Ef til vill kemst einhver heimskingi að sem næsti Dalai Lama. Stofnun þessa embættis var mannanna verk og það er því fólksins að ákveða áframhaldið. Það er þó skárra að núverandi Dalai Lama, sem er fremur vinsæll, verði sá s´íðasti, sagði hann og skellihló.
Trúmál | 20.12.2014 | 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur lengi farið fyrir brjóstið hjá mörgum hlustendum Rásar eitt að þurfa að hlýða á lestur úr Gamla testamentinu þar sem farið er með texta eftir misvitra og jafnvel misruglaða spámenn Gyðinga - jafnvel hugleiðingar sem nýttar hafa verið af þjóðareyðingaöflum Ísraels til þess að réttlæta illgjörðir sínar. Hið svo kallaða Orð guðs stenst að mörgu leyti ekki lengur skoðun - einkum sá hluti þess sem er að finna í Gamla testamentinu. Í ljósi þessa er ákvörðun Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, réttlætanleg.
Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | 14.8.2014 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kostur góðra laga að nota má þau við ýmis tækifæri.
Austrið er rautt,
upp rennur sól.
Ennþá koma þessi blessuðu jól.
Svanni fátækur son Guðs ól -
Halelúja!
Hann vér tignum heims um ból.
Hringur Árnason söng þetta 12. desember 2007, þá á 14. ári. Nú syngur Hringur bassa í Hamrahlíðarkórunum.
Trúmál | 9.12.2013 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Austrið er rautt,
upp rennur sól.
Austur í Kína fæddist Mao Tsetung.
Ykkur sendum við hjónum hól,
því með sanni þið ákváðuð
að sameinast í dag.
Myndina tók Elín í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en þangað leiddi brúðgaumi gesti í ratleik úr garðveislunni, "veislunni okkar".
Trúmál | 17.8.2013 | 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var spurst fyrir um það hjá Alþingi, hvort almenningi yrði enn meinaður aðgangur og var því fyrst játað. Borið var við nauðsynlegri öryggisgæslu.
Skömmu síðar var hringt frá Alþingi og greint frá því að almenningi væri heimil seta á lofti kirkjunnar. Er þa framför frá því sem reyndist í fyrra.
Trúmál | 16.6.2012 | 15:14 (breytt kl. 22:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orðið sveinn hefur verið notað um unga karlmenn eða drengi, en meyjar um stúlkur. Að vísu var rætt um að höfðingjar hefðu með sér sveina hér á árum áður og fór yfirleitt annað orð af þeim að þeir væru "hreinir sveinar". Þá hefur einnig verið rætt um lærisveina og lærimeyjar, námsmeyjar og -sveina, iðnsveina o.s.frv.
Í fréttum undanfarið hefur borið á því að systur jólasveinanna, þær Leiðindaskjóða, bóla og hvað þær heita nú allar, séu kallaðar jólasveinkur. Væri ekki réttara að tala um jólastelpur eða jólameyjar? Skyldi fara svo að María mey yrði Maja sveinka í næstu þýðingu Nýja testamentisins?
Trúmál | 22.12.2011 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar